„Umburðarlyndi“ ofar mannéttindum? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 27. janúar 2021 08:30 Á dögunum birti DV umfjöllun um svokallað „heiðurstengt ofbeldi“ á Íslandi sem er ofbeldi beitt af geranda vegna þess að hann telur fórnarlambið, í flestum tilvikum kvenkyns, á einhvern hátt hafa vegið að heiðri og orðspori sínu eða fjölskyldu sinnar. Í umfjölluninni kom fram að mál hefðu komið inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu þar sem grunur léki á heiðurstengdu ofbeldi. Rætt var við sérfræðinga hjá lögreglunni og Reykjavíkurborg sem gagnrýna aðgerðarleysi í málaflokknum og því m.a. velt upp hvort viðleitni okkar til að bera virðingu fyrir ólíkum menningarheimum spili þar inn í. Á Íslandi búum við við þau forréttindi að staða mannréttinda er góð í alþjóðlegum samanburði. Það á við um flest ríki í hinum vestræna heimi, þótt sums staðar hafi nýlega orðið bakslag. Í þessum ríkjum höfum við fest í sessi grunngildi og mannréttindi eins og frelsi, jafnrétti og virðingu fyrir náunganum. Það eigum við að þakka langri og strangri baráttu þeirra sem ruddu brautina fyrir okkur. Hins vegar er hætt við að við sofnum á verðinum þegar þar er komið; að við verðum of værukær og tökum þessum mikilsverðu réttindum okkar sem sjálfsögðum. Heiðurstengt ofbeldi tíðkast í samfélögum þar sem feðraveldi ríkir og réttindi kvenna eru takmörkuð. En í kringum fimm þúsund konur eru fórnarlömb heiðursmorða á hverju ári. Í þessum samfélögum er við lýði sú skaðlega menningarhefð að það sé hlutverk karlmanna að vernda „hreinleika“ og ímynd kvenna í fjölskyldunni. Þær kröfur eru sjaldnast meitlaðar í stein heldur byggja á tilfinningum og skynjun karlmannanna. Þessi hefð er ekki bundin við ákveðinn heimshluta þótt hún sé útbreiddust í Miðausturlöndum og Suður-Asíu. Slíkt ofbeldi er nú orðið vel þekkt t.a.m. í Bretlandi og á Norðurlöndunum þangað sem innflytjendur hafa borið hefðirnar með sér. Í fyrrgreindri umfjöllun kemur fram að ofbeldið hér sé síður en svo bundið við fólk sem er nýkomið hingað frá öðrum menningarheimum heldur nægi að sterk tengsl séu við upprunalandið. Héðan þekkjum við allflest eldri landsþekkt dæmi um slíkt. Þessi umfjöllun er brýn og þörf áminning. Hér eiga allir að fá sömu skilaboðin um að kynbundið ofbeldi sé ekki liðið. Við höfum haft mikið fyrir að komast á þann stað að mannréttindi séu talin algild og ófrávíkjanleg. Við megum aldrei gefa afslátt af þeim, síst í nafni umburðarlyndis. Enda ekkert umburðarlyndi í því fólgið að umbera kúgun og afbrot gegn öðrum. Þvert á móti. Slíkt „umburðarlyndi“ er þegar betur er að gáð ekkert annað en yfirlæti eða mannfyrirlitning. Höfundur er hæstaréttarlögmaður og aðstoðarmaður utanríkisráðherra. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Mannréttindi Diljá Mist Einarsdóttir Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Sjá meira
Á dögunum birti DV umfjöllun um svokallað „heiðurstengt ofbeldi“ á Íslandi sem er ofbeldi beitt af geranda vegna þess að hann telur fórnarlambið, í flestum tilvikum kvenkyns, á einhvern hátt hafa vegið að heiðri og orðspori sínu eða fjölskyldu sinnar. Í umfjölluninni kom fram að mál hefðu komið inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu þar sem grunur léki á heiðurstengdu ofbeldi. Rætt var við sérfræðinga hjá lögreglunni og Reykjavíkurborg sem gagnrýna aðgerðarleysi í málaflokknum og því m.a. velt upp hvort viðleitni okkar til að bera virðingu fyrir ólíkum menningarheimum spili þar inn í. Á Íslandi búum við við þau forréttindi að staða mannréttinda er góð í alþjóðlegum samanburði. Það á við um flest ríki í hinum vestræna heimi, þótt sums staðar hafi nýlega orðið bakslag. Í þessum ríkjum höfum við fest í sessi grunngildi og mannréttindi eins og frelsi, jafnrétti og virðingu fyrir náunganum. Það eigum við að þakka langri og strangri baráttu þeirra sem ruddu brautina fyrir okkur. Hins vegar er hætt við að við sofnum á verðinum þegar þar er komið; að við verðum of værukær og tökum þessum mikilsverðu réttindum okkar sem sjálfsögðum. Heiðurstengt ofbeldi tíðkast í samfélögum þar sem feðraveldi ríkir og réttindi kvenna eru takmörkuð. En í kringum fimm þúsund konur eru fórnarlömb heiðursmorða á hverju ári. Í þessum samfélögum er við lýði sú skaðlega menningarhefð að það sé hlutverk karlmanna að vernda „hreinleika“ og ímynd kvenna í fjölskyldunni. Þær kröfur eru sjaldnast meitlaðar í stein heldur byggja á tilfinningum og skynjun karlmannanna. Þessi hefð er ekki bundin við ákveðinn heimshluta þótt hún sé útbreiddust í Miðausturlöndum og Suður-Asíu. Slíkt ofbeldi er nú orðið vel þekkt t.a.m. í Bretlandi og á Norðurlöndunum þangað sem innflytjendur hafa borið hefðirnar með sér. Í fyrrgreindri umfjöllun kemur fram að ofbeldið hér sé síður en svo bundið við fólk sem er nýkomið hingað frá öðrum menningarheimum heldur nægi að sterk tengsl séu við upprunalandið. Héðan þekkjum við allflest eldri landsþekkt dæmi um slíkt. Þessi umfjöllun er brýn og þörf áminning. Hér eiga allir að fá sömu skilaboðin um að kynbundið ofbeldi sé ekki liðið. Við höfum haft mikið fyrir að komast á þann stað að mannréttindi séu talin algild og ófrávíkjanleg. Við megum aldrei gefa afslátt af þeim, síst í nafni umburðarlyndis. Enda ekkert umburðarlyndi í því fólgið að umbera kúgun og afbrot gegn öðrum. Þvert á móti. Slíkt „umburðarlyndi“ er þegar betur er að gáð ekkert annað en yfirlæti eða mannfyrirlitning. Höfundur er hæstaréttarlögmaður og aðstoðarmaður utanríkisráðherra. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun