Fjórir milljarðar án réttinda Guðný Ljósbrá Hreinsdóttir skrifar 28. janúar 2021 09:00 Ég var ein af þeim sem varð atvinnulaus á þessum fordæmalausu tímum. Eins og svo margir aðrir samnemendur mínir í Háskóla Íslands þá vann ég í ferðamannageiranum. Ferðamenn flykktust hér til landsins í tonna tali, ég spjallaði við þau á ensku og át yfir mig af Bæjarins Beztu pylsum. Ég starfaði við þetta á sumrin og hoppaði í túra með námi eins og ég mögulega gat. Ég útskrifaðist sumarið 2019 og ákvað að taka mér árs frí til þess að reyna að safna mér inn fyrir því sem að allir stúdentar sjá aðeins í hillingum sínum, hinni fyrstu íbúð. Þegar fregnir fóru að berast í árslok 2019 af óþekktri veiru sem herjaði á fólk út í heimi, man ég að ég sat með vinnufélögunum að drekka kaffi og spjalla um „að svona lagað myndi nú aldrei ná til Íslands”, eða hvað? Það var svo í febrúar 2020 sem við vorum kölluð á fund. Það voru engir ferðamenn að koma til landsins og þar af leiðandi ekkert til að vinna við og stefndi allt í að okkur yrði sagt upp. Þetta yrði í fyrsta skipti sem ég yrði atvinnulaus síðan ég byrjaði að vinna, 13 ára gömul, sem blaðberi með grunnskóla. Á þessum tímapunkti var ég enn í námsleyfi en mikið af samstarfsfólki mínu var í námi og vann við þetta samhliða. Ég og samstarfskona mín ræddum það að þurfa að öllum líkindum að sækja um atvinnuleysisbætur og sammældumst um að styðjast við hvor aðra í ferlinu, enda höfðum við ekki sótt um slíkt áður. Þetta var allt mjög súrrealískt, svo það var gott að vita af fleirum í sömu sporum. Fljótlega áttuðum við okkur á að ein okkar átti bara alls ekki rétt á atvinnuleysisbótum. Það var samstarfskona mín sem átti ekki rétt á atvinnuleysisbótum, einfaldlega vegna þess að hún var skráð í nám. Við unnum jafn mikið og jafn mikið af launum okkar runnu í atvinnuleysistryggingarsjóð, en bara ég átti rétt til atvinnuleysisbóta og ekki hún. Við töluðum mikið saman á þessu tímabili og höfðum báðar samband við Vinnumálastofnun og svörin voru alltaf þau að fólk í námi ætti ekki einfaldlega rétt á atvinnuleysisbótum. Hún sá það fyrir að missa heimilið sitt en ekki ég. Þegar hlutabótaleiðin var kynnt til leiks í mars vorum við kölluð inn á annan fund og sem betur fer gat fyrirtækið haft okkur í 25% starfshlutfalli, sem var viðmiðunarhlutfall úrræðisins, en þó um óljósan tíma. Ég upplifði mikinn létti en þessi sama samstarfskona mín upplifði þó talsvert meiri léttir. Okkur var bjargað af stjórnvöldum, að minnsta kosti í þetta sinn. Stuttu síðar var viðmiðunarhlutfallið þó hækkað í 50% og þá féllu margir stúdentar utan úrræðisins, þar á meðal hún. Það er staðreynd að meirihluti stúdenta á Íslandi vinnur til þess að geta stundað nám. Það er einnig staðreynd að stúdentar leggja atvinnuleysistryggingarsjóði lið með sínu vinnuframlagi. Af launum þeirra rennur atvinnutryggingagjald í sjóðinn, sem nemur 1,35%, en þrátt fyrir það á stúdent sem missir skyndilega vinnuna ekki rétt á atvinnuleysisbótum. Sá réttur var hrifsaður af þeim 1. janúar 2010. Atvinnutryggingagjöld stúdenta nema yfir 4 milljarða frá árinu 2010, ef miðað er við að 70% stúdenta við Háskóla Íslands vinna samhliða námi, í 50% starfi að vetri og 100% starfi að sumri á lágmarkslaunum. Staðreyndin er þó að fleiri stúdentar vinna með námi og er upphæðin því töluvert hærri. Nú eru rúmlega 46% atvinnulausra er ungt fólk á aldrinum 18-34 ára samkvæmt Vinnumálastofnun, en það segir okkur aðeins hálfa söguna því stúdentar eru ekki á atvinnuleysisskrá og teljast því ekki með í þessum tölum. Ég var bara heppin. Heppin að hafa tekið mér námsleyfi á þessum tíma og heppin að hafa starfað hjá fyrirtæki sem gat boðið mér 25% starf svo ég ætti ofan í mig og á. Það eru margir stúdentar sem voru ekki svo heppnir og þá vantar ekki bara sumarstarf eitt sumarið. Stúdenta vantar raunverulegt öryggisnet sem grípur þá í neyð. Stúdentar eiga fullt tilkall til atvinnuleysisbóta og það verður að tryggja þeim þau réttindi tafarlaust. Höfundur er varaforseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands Greinin er hluti af „Eiga stúdentar ekki betra skilið?“ , herferð Stúdentaráðs Háskóla Íslands um fjárhagslegt öryggi stúdenta. Eiga stúdentar ekki skilið atvinnuleysisbætur? from Stúdentaráð on Vimeo. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Mest lesið Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Ég var ein af þeim sem varð atvinnulaus á þessum fordæmalausu tímum. Eins og svo margir aðrir samnemendur mínir í Háskóla Íslands þá vann ég í ferðamannageiranum. Ferðamenn flykktust hér til landsins í tonna tali, ég spjallaði við þau á ensku og át yfir mig af Bæjarins Beztu pylsum. Ég starfaði við þetta á sumrin og hoppaði í túra með námi eins og ég mögulega gat. Ég útskrifaðist sumarið 2019 og ákvað að taka mér árs frí til þess að reyna að safna mér inn fyrir því sem að allir stúdentar sjá aðeins í hillingum sínum, hinni fyrstu íbúð. Þegar fregnir fóru að berast í árslok 2019 af óþekktri veiru sem herjaði á fólk út í heimi, man ég að ég sat með vinnufélögunum að drekka kaffi og spjalla um „að svona lagað myndi nú aldrei ná til Íslands”, eða hvað? Það var svo í febrúar 2020 sem við vorum kölluð á fund. Það voru engir ferðamenn að koma til landsins og þar af leiðandi ekkert til að vinna við og stefndi allt í að okkur yrði sagt upp. Þetta yrði í fyrsta skipti sem ég yrði atvinnulaus síðan ég byrjaði að vinna, 13 ára gömul, sem blaðberi með grunnskóla. Á þessum tímapunkti var ég enn í námsleyfi en mikið af samstarfsfólki mínu var í námi og vann við þetta samhliða. Ég og samstarfskona mín ræddum það að þurfa að öllum líkindum að sækja um atvinnuleysisbætur og sammældumst um að styðjast við hvor aðra í ferlinu, enda höfðum við ekki sótt um slíkt áður. Þetta var allt mjög súrrealískt, svo það var gott að vita af fleirum í sömu sporum. Fljótlega áttuðum við okkur á að ein okkar átti bara alls ekki rétt á atvinnuleysisbótum. Það var samstarfskona mín sem átti ekki rétt á atvinnuleysisbótum, einfaldlega vegna þess að hún var skráð í nám. Við unnum jafn mikið og jafn mikið af launum okkar runnu í atvinnuleysistryggingarsjóð, en bara ég átti rétt til atvinnuleysisbóta og ekki hún. Við töluðum mikið saman á þessu tímabili og höfðum báðar samband við Vinnumálastofnun og svörin voru alltaf þau að fólk í námi ætti ekki einfaldlega rétt á atvinnuleysisbótum. Hún sá það fyrir að missa heimilið sitt en ekki ég. Þegar hlutabótaleiðin var kynnt til leiks í mars vorum við kölluð inn á annan fund og sem betur fer gat fyrirtækið haft okkur í 25% starfshlutfalli, sem var viðmiðunarhlutfall úrræðisins, en þó um óljósan tíma. Ég upplifði mikinn létti en þessi sama samstarfskona mín upplifði þó talsvert meiri léttir. Okkur var bjargað af stjórnvöldum, að minnsta kosti í þetta sinn. Stuttu síðar var viðmiðunarhlutfallið þó hækkað í 50% og þá féllu margir stúdentar utan úrræðisins, þar á meðal hún. Það er staðreynd að meirihluti stúdenta á Íslandi vinnur til þess að geta stundað nám. Það er einnig staðreynd að stúdentar leggja atvinnuleysistryggingarsjóði lið með sínu vinnuframlagi. Af launum þeirra rennur atvinnutryggingagjald í sjóðinn, sem nemur 1,35%, en þrátt fyrir það á stúdent sem missir skyndilega vinnuna ekki rétt á atvinnuleysisbótum. Sá réttur var hrifsaður af þeim 1. janúar 2010. Atvinnutryggingagjöld stúdenta nema yfir 4 milljarða frá árinu 2010, ef miðað er við að 70% stúdenta við Háskóla Íslands vinna samhliða námi, í 50% starfi að vetri og 100% starfi að sumri á lágmarkslaunum. Staðreyndin er þó að fleiri stúdentar vinna með námi og er upphæðin því töluvert hærri. Nú eru rúmlega 46% atvinnulausra er ungt fólk á aldrinum 18-34 ára samkvæmt Vinnumálastofnun, en það segir okkur aðeins hálfa söguna því stúdentar eru ekki á atvinnuleysisskrá og teljast því ekki með í þessum tölum. Ég var bara heppin. Heppin að hafa tekið mér námsleyfi á þessum tíma og heppin að hafa starfað hjá fyrirtæki sem gat boðið mér 25% starf svo ég ætti ofan í mig og á. Það eru margir stúdentar sem voru ekki svo heppnir og þá vantar ekki bara sumarstarf eitt sumarið. Stúdenta vantar raunverulegt öryggisnet sem grípur þá í neyð. Stúdentar eiga fullt tilkall til atvinnuleysisbóta og það verður að tryggja þeim þau réttindi tafarlaust. Höfundur er varaforseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands Greinin er hluti af „Eiga stúdentar ekki betra skilið?“ , herferð Stúdentaráðs Háskóla Íslands um fjárhagslegt öryggi stúdenta. Eiga stúdentar ekki skilið atvinnuleysisbætur? from Stúdentaráð on Vimeo.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun