Sigga segir að lengi hafi ekki verið talað um saflát kvenna og margar konur hafi jafnvel upplifað skömm ef það gerðist í kynlífi. Oft á tíðum hafi þessu líka verið ruglað saman við þvagleka eða þvaglát og því konur frekar reynt að halda aftur að sér.
Fullnægingunni sem fylgir skvörti hefur oft verið lýst sem kröftugri og dýpri fullnægingu en síðustu ár hafa kynlífstækjabúðir keppst við að auglýsa hjálpartæki sem eiga að hjálpa konum við það að skvörta.
Mikið hefur verið talað um að ekki allar konur geti upplifað saflát en segir Sigga Dögg að þar geti margir þættir spilað inn í.
En ég hef velt fyrir mér öðrum vinklum eins og hversu oft konur stundi sjálfsfróun. Ekki endilega að tíðnin sjálf skipti þar höfuðmáli heldur hvort að konur nái að njóta þess að stunda sjálfsfróun og nái að njóta kynlífs yfir höfuð. Leyfa þær sér að stíga nógu vel inn í sjálfsfróunina og nautnina?
Hægt er að nálgast allt viðtalið hér.
Spurning vikunnar er að þessu sinni tvískipt og er fyrri könnuninni er beint til allra kvenna sem stunda kynlíf.
Hefur þú fengið skvört-fullnægingu?
Síðari könnunin er beint til þeirra sem stunda kynlíf með konum.