Ísland flokkað sem grænt svæði hjá Sóttvarnastofnun Evrópu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. janúar 2021 06:23 Eins og sést á þessu korti er Ísland eina landið í Evrópu sem flokkað er sem grænt. Eyjar á Eyjahafi sem tilheyra Grikklandi eru einu önnur svæðin sem flokkuð eru sem græn. Sóttvarnastofnun Evrópu Ísland hefur nú fengið grænan lit í litakóðunarkerfið Sóttvarnastofnunar Evrópu vegna kórónuveirufaraldursins. Þann 13. nóvember síðastliðinn fékk landið appelsínugulan lit en hafði frá 15. október, þegar fyrsta litakóðunarkortið var gefið út, verið merkt rautt enda var þriðja bylgja faraldursins þá í hámarki hér. Sóttvarnastofnunin er með þrjá litakóða fyrir það hvernig staðan er í Evrópulöndum varðandi faraldurinn. Land fær grænan lit ef fjórtán daga nýgengi á hverja 100 þúsund íbúa er undir 25 og hlutfall jákvæðra sýna undir 4%. Samkvæmt upplýsingum á covid.is er nýgengi innanlandssmita hér nú 8,2. Þá kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, á upplýsingafundi í gær að hlutfall jákvæðra sýna hjá fólki sem fer í einkennasýnastöku er mjög lágt eða 0,1 prósent. Varðandi nýgengið er rétt að geta þess að Sóttvarnastofnunin aðskilur ekki nýgengi innanlandssmita og landamærasmita líkt og gert er á covid.is og er nýgengið því merkt í 25,77 í töflu stofnunarinnar um nýgengi smita í löndum Evrópu. CORRECTION!#JustPublishedUpdated Vertical traffic light maps are online!These maps aim to support the @EUCouncil recommendation on a coordinated approach to the restriction of #FreeMovement during #COVID19 pandemic.Find more here: https://t.co/CcBVx6B0o5 pic.twitter.com/DilpCiO8mm— ECDC (@ECDC_EU) January 28, 2021 Langflest lönd Evrópu eru merkt með rauðum litakóða á korti Sóttvarnastofnunarinnar. Rautt þýðir að nýgengi smita sé annað hvort 50 eða hærra og að hlutfall jákvæðra sýna sé 4% eða hærra eða þá að nýgengið sé hærra en 150. Appelsínuguli liturinn þýðir annað hvort að nýgengið sé undir 50 en hlutfall jákvæðra sé yfir 4% eða þá að nýgengið sé á bilinu 25 til 150 og hlutfall jákvæðra sýna undi 4%. Ljósgrátt þýðir síðan að löndin eru ekki með í tölfræðinni og eins og sést á kortinu er Bretland ekki inni í tölfræðinni en það er það ríki Evrópu sem hefur farið hvað verst út úr faraldrinum. Einu grænu svæðin fyrir utan Ísland eru nokkrar eyjur í Eyjahafi undan strönd Grikklands, þar á meðal hinn vinsæli ferðamannastaður Krít. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Sjá meira
Þann 13. nóvember síðastliðinn fékk landið appelsínugulan lit en hafði frá 15. október, þegar fyrsta litakóðunarkortið var gefið út, verið merkt rautt enda var þriðja bylgja faraldursins þá í hámarki hér. Sóttvarnastofnunin er með þrjá litakóða fyrir það hvernig staðan er í Evrópulöndum varðandi faraldurinn. Land fær grænan lit ef fjórtán daga nýgengi á hverja 100 þúsund íbúa er undir 25 og hlutfall jákvæðra sýna undir 4%. Samkvæmt upplýsingum á covid.is er nýgengi innanlandssmita hér nú 8,2. Þá kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, á upplýsingafundi í gær að hlutfall jákvæðra sýna hjá fólki sem fer í einkennasýnastöku er mjög lágt eða 0,1 prósent. Varðandi nýgengið er rétt að geta þess að Sóttvarnastofnunin aðskilur ekki nýgengi innanlandssmita og landamærasmita líkt og gert er á covid.is og er nýgengið því merkt í 25,77 í töflu stofnunarinnar um nýgengi smita í löndum Evrópu. CORRECTION!#JustPublishedUpdated Vertical traffic light maps are online!These maps aim to support the @EUCouncil recommendation on a coordinated approach to the restriction of #FreeMovement during #COVID19 pandemic.Find more here: https://t.co/CcBVx6B0o5 pic.twitter.com/DilpCiO8mm— ECDC (@ECDC_EU) January 28, 2021 Langflest lönd Evrópu eru merkt með rauðum litakóða á korti Sóttvarnastofnunarinnar. Rautt þýðir að nýgengi smita sé annað hvort 50 eða hærra og að hlutfall jákvæðra sýna sé 4% eða hærra eða þá að nýgengið sé hærra en 150. Appelsínuguli liturinn þýðir annað hvort að nýgengið sé undir 50 en hlutfall jákvæðra sé yfir 4% eða þá að nýgengið sé á bilinu 25 til 150 og hlutfall jákvæðra sýna undi 4%. Ljósgrátt þýðir síðan að löndin eru ekki með í tölfræðinni og eins og sést á kortinu er Bretland ekki inni í tölfræðinni en það er það ríki Evrópu sem hefur farið hvað verst út úr faraldrinum. Einu grænu svæðin fyrir utan Ísland eru nokkrar eyjur í Eyjahafi undan strönd Grikklands, þar á meðal hinn vinsæli ferðamannastaður Krít.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Sjá meira