Þýskur nýnasisti dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða stjórnmálamann Samúel Karl Ólason skrifar 29. janúar 2021 12:00 Stephan Ernst í dómsal í gær. Getty/Kai Pfaffenbach Þýskur nýnasisti sem myrti stjórnmálamanninn Walter Lübcke, meðlimi í stjórnmálaflokki Angelu Merkel kanslara Þýskalands, var í gær dæmdur í lífstíðarfangelsi vegna morðsins. Lübcke var skotinn í höfuðið fyrir utan heimili sitt í júní 2019. Stephan Ernst viðurkenndi fljótt að hafa myrt Lübcke sem hafði talað fyrir réttindum innflytjenda og hælisleitenda. Hann dró játningu sína þó til baka skömmu seinna en játaði svo aftur við réttarhöldin síðasta sumar. Sjá einnig: Viðurkenndi öðru sinni að hafa myrt ríkisstjórann Annar maður sem grunaður var um aðilda að morðinu var sýknaður af ákæru vegna morðsins en dæmdur á skilorð vegna vopnalagabrota. Samkvæmt frétt DW var Ernst, sem er 47 ára gamall, kunnugur lögreglu. Sem táningur kom hann rörasprengju fyrir í kjallara nágranna síns af tyrkneskum uppruna. Hann stækk íslamskan bænaprest árið 1993 og árið 1993 kom hann annarri rörasprengju fyrir í bíl fyrir utan hýbýli hælisleitenda. Árið 2009 var hann í hópi nýnasista sem réðust á mótmæli vinstri sinnaðra aðgerðarsinna í Dortmund. Ernst var einnig ákærður fyrir að stinga flóttamann frá Írak árið 2016. Hann var þó sýknaður af þeirri ákæru. DW segir Ernst mögulega tilheyra NSU, samtökum nýnasista, en meðlimir þeirra hafa verið sakaðir um morð, sprengjuárásir og aðra glæpi á undanförnum árum. Eins og fram kemur í grein New York Times hefur ljósi verið varpað á að fjarhægri öfgamenn hafi komið sér fyrir innan öryggisstofnanna í Þýskalandi. Þar á meðal í sérsveitum hers Þýskalands og lögreglu. Dieter Killmer, saksóknari, sagði við réttarhöldin gegn Ernst að dómstólar Þýskalands þyrftu að senda skýr skilaboð til öfgamanna eins og hans. Þá sagði hann við blaðamenn eftir að hann flutti lokaræðu sína í síðustu viku að miklvægt væri að tryggja að fleiri mönnum dytti ekki í hug að myrða stjórnmálamenn og aðra. Í kjölfar morðs Lübcke voru fjölmargar árásir gerðar af fjarhægri öfgamönnum í Þýskalandi. Þar á meðal var reynt að sprengja upp bænahús gyðinga í Halle og þá skaut maður níu manns sem í Hanau. Þar var um að ræða Þjóðverja sem hefðu búið í Þýskalandi í margar kynslóðir en áttu ættir sínar að rekja til Tyrklands. Þýskaland Tengdar fréttir Meintir morðingjar Lübcke mættu fyrir dóm Réttarhöld yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um morðið á þýska stjórnmálamanninum Walter Lübcke hófust í dag. 16. júní 2020 10:28 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Sjá meira
Stephan Ernst viðurkenndi fljótt að hafa myrt Lübcke sem hafði talað fyrir réttindum innflytjenda og hælisleitenda. Hann dró játningu sína þó til baka skömmu seinna en játaði svo aftur við réttarhöldin síðasta sumar. Sjá einnig: Viðurkenndi öðru sinni að hafa myrt ríkisstjórann Annar maður sem grunaður var um aðilda að morðinu var sýknaður af ákæru vegna morðsins en dæmdur á skilorð vegna vopnalagabrota. Samkvæmt frétt DW var Ernst, sem er 47 ára gamall, kunnugur lögreglu. Sem táningur kom hann rörasprengju fyrir í kjallara nágranna síns af tyrkneskum uppruna. Hann stækk íslamskan bænaprest árið 1993 og árið 1993 kom hann annarri rörasprengju fyrir í bíl fyrir utan hýbýli hælisleitenda. Árið 2009 var hann í hópi nýnasista sem réðust á mótmæli vinstri sinnaðra aðgerðarsinna í Dortmund. Ernst var einnig ákærður fyrir að stinga flóttamann frá Írak árið 2016. Hann var þó sýknaður af þeirri ákæru. DW segir Ernst mögulega tilheyra NSU, samtökum nýnasista, en meðlimir þeirra hafa verið sakaðir um morð, sprengjuárásir og aðra glæpi á undanförnum árum. Eins og fram kemur í grein New York Times hefur ljósi verið varpað á að fjarhægri öfgamenn hafi komið sér fyrir innan öryggisstofnanna í Þýskalandi. Þar á meðal í sérsveitum hers Þýskalands og lögreglu. Dieter Killmer, saksóknari, sagði við réttarhöldin gegn Ernst að dómstólar Þýskalands þyrftu að senda skýr skilaboð til öfgamanna eins og hans. Þá sagði hann við blaðamenn eftir að hann flutti lokaræðu sína í síðustu viku að miklvægt væri að tryggja að fleiri mönnum dytti ekki í hug að myrða stjórnmálamenn og aðra. Í kjölfar morðs Lübcke voru fjölmargar árásir gerðar af fjarhægri öfgamönnum í Þýskalandi. Þar á meðal var reynt að sprengja upp bænahús gyðinga í Halle og þá skaut maður níu manns sem í Hanau. Þar var um að ræða Þjóðverja sem hefðu búið í Þýskalandi í margar kynslóðir en áttu ættir sínar að rekja til Tyrklands.
Þýskaland Tengdar fréttir Meintir morðingjar Lübcke mættu fyrir dóm Réttarhöld yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um morðið á þýska stjórnmálamanninum Walter Lübcke hófust í dag. 16. júní 2020 10:28 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Sjá meira
Meintir morðingjar Lübcke mættu fyrir dóm Réttarhöld yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um morðið á þýska stjórnmálamanninum Walter Lübcke hófust í dag. 16. júní 2020 10:28