Sport

Dag­skráin í dag: Fimm­tán beinar út­sendingar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Thea og samherjar mæta HK í Kópavogi í dag.
Thea og samherjar mæta HK í Kópavogi í dag. vísir/vilhelm

Það er boðið upp á heilar fimmtán beinar útsendingar á Stöð 2 Sport í dag. Handbolti, körfubolti, fótbolti, rafíþróttir og golf má finna á stöðvunum í dag.

Fyrsta útsending dagsins er frá Omega Dubai Desert meistaramótinu. Hefst útsendingin klukkan 08.30. Klukkan 18.00 er það svo annað golfmót dagsins, Farmers Insurance Open.

Fullt af fótbolta má finna í dag; ensku B-deildina, toppliðið á Ítalíu, Cristiano Ronaldo og félaga í Juventus, blóðheitan Romelu Lukaku og samherja í Inter sem og spænsku meistarana í Real Madrid.

Það má einnig finna íslenskan handbolta. Fram fer norður og mætir KA/Þór í Olís deild kvenna og HK mætir Val í Kópavogi. Seinni bylgjan, bæði kvenna og karla, er svo á dagskrá í kvöld; kvenna klukkan 20.00 og karla klukkan 21.15.

Allar útsendingar dagsins má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×