Niðurstöður Janssen „ótrúlega góðar fréttir“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. janúar 2021 20:46 Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði. Vísir/Egill Ingileif Jónsdóttir prófessor í ónæmisfræði segir niðurstöður úr rannsókn á bóluefni Janssen/Johnson & Johnson „ótrúlega góðar fréttir“. Einn skammtur af efninu sýni öryggi og góða vernd gegn Covid-19. Belgíska lyfjafyrirtækið Janssen, sem heyrir undir lyfjarisann Johnson & Johnson, tilkynnti í dag að niðurstöður þriðja fasa rannsóknar á bóluefninu sýni að efnið veiti 66 prósent vernd gegn kórónuveirunni en allt að 72 prósent virkni í Bandaríkjunum. Ingileif tekur fréttirnar til umfjöllunar á Facebook-síðu sinni í dag. „Ótrúlega góðar fréttir. Einn skammtur af bóluefni J&J/Janssen sýnir öryggi og góða vernd gegn alvarlegum og meðal-alvarlegum COVID-19 sjúkdómi, bóluefni sem Ísland hefur tryggt sér 235 þúsund skammta af!“ skrifar hún. Bóluefnið er svokallað veiruferjubólefni en Ingileif útskýrir að í heild sýndi rannsókn að einn skammtur veiti 66 prósent vernd gegn meðalalvarlegum og alvarlegum Covid-19-sjúkdómi, 28 dögum eftir bólusetningu. Verndin hafi verið 72 prósent í þeim hluta rannsóknarinnar sem fór fram í Bandaríkjunum, þar sem 19.302 tóku þátt, 66 prósent í Suður- og Mið-Ameríku, þar sem 17.905 tóku þátt og 57 prósent í Suður-Afríku, þar sem þátttakendur voru 6.576. Ótrúlega góðar fréttir. Einn skammtur af bóluefni J&J/Janssen sýnir öryggi og góða vernd gegn alvarlegum og...Posted by Ingileif Jónsdóttir on Föstudagur, 29. janúar 2021 Verndi gegn suðurafríska stofninum Alls tóku 43.783 þátt í rannsókninni en þeir hafi ýmist fengið einn skammt af bóluefninu eða lyfleysu. Ingileif bendir á að 568 hafi fengið Covid-19-sjúkdóm með einkenni. Vernd gegn alvarlegum sjúkdómi, með sjúkrahúsinnlögn og dauðsföllum, hafi verið 85 prósent. Þá hafi verndin reynst svipuð óhæð kynþætti, aldri, undirliggjandi sjúkdómum, búsetu og gegn ólíkum stofnum veirunnar. „Bóluefnið verndaði gegn Suður-Afríska stofninum B.1.351 en hann olli 95% tilfella í Suður-Afríku þar sem verndin var 57%,“ segir Ingileif. Þá hafi öryggi bóluefnisins reynst gott. „Í heildina fengu 9% hita og 0.2% fengu alvarlegar aukaverkanir (stig 3). Alvarlegar aukaverkanir voru færri hjá þeim sem fengu bóluefni en þeim sem fengu lyfleysu. Enginn fékk ofnæmislost,“ segir Ingileif. Þá bendir hún á að geymsluþol bóluefnis Janssen sé gott en það geymist við tveggja til átta stiga hita í þrjá mánuði og yfir tvö ár við tuttugu stiga frost. Auk þess standi nú yfir 30 þúsund manna rannsókn á vernd tveggja skammta af bóluefninu, sem gefnir eru með þriggja mánaða millibili. Henni ljúki í maí. Ísland hefur tryggt sér 235 þúsund skammta af bóluefni Janssen, sem dugar fyrir jafnmarga. Í tilkynningu frá Jannsen kemur fram að fyrirtækið hyggist sækja um bráðabirgðaleyfi fyrir bóluefninu í næstu viku í þeirri von um að fá markaðsleyfi í lok febrúar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Segir mikilvægt að bólusetja marga hratt vegna nýrra afbrigða Dr. Anthony Fauci, sóttvarnalæknir Bandaríkjanna, segir mikilvægt að bólusetja sem flesta á sem skömmum tíma og hægt er. Að ný afbrigði af nýju kórónuveirunni, sem veldur Covid-19, þýði að vísindamenn verði að vera á tánum. 29. janúar 2021 17:14 Bóluefni Janssen með 66 prósent virkni Niðurstöður þriðja fasa prófana á bóluefni belgíska lyfjafyrirtækisins Janssen sýna að bóluefnið hefur 66% virkni gegn kórónuveirunni en allt að 72% virkni í Bandaríkjunum. 29. janúar 2021 15:31 „Hún þarf bara eitt gott partí og þá er ballið byrjað“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að lítið þurfi út af að bregða til að kórónuveirufaraldurinn fari aftur af stað. Veiran sé enn úti í samfélaginu, þó það sé í litlum mæli. Fara þurfi mjög hægt í tilslakanir. 27. janúar 2021 18:35 Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Sjá meira
Belgíska lyfjafyrirtækið Janssen, sem heyrir undir lyfjarisann Johnson & Johnson, tilkynnti í dag að niðurstöður þriðja fasa rannsóknar á bóluefninu sýni að efnið veiti 66 prósent vernd gegn kórónuveirunni en allt að 72 prósent virkni í Bandaríkjunum. Ingileif tekur fréttirnar til umfjöllunar á Facebook-síðu sinni í dag. „Ótrúlega góðar fréttir. Einn skammtur af bóluefni J&J/Janssen sýnir öryggi og góða vernd gegn alvarlegum og meðal-alvarlegum COVID-19 sjúkdómi, bóluefni sem Ísland hefur tryggt sér 235 þúsund skammta af!“ skrifar hún. Bóluefnið er svokallað veiruferjubólefni en Ingileif útskýrir að í heild sýndi rannsókn að einn skammtur veiti 66 prósent vernd gegn meðalalvarlegum og alvarlegum Covid-19-sjúkdómi, 28 dögum eftir bólusetningu. Verndin hafi verið 72 prósent í þeim hluta rannsóknarinnar sem fór fram í Bandaríkjunum, þar sem 19.302 tóku þátt, 66 prósent í Suður- og Mið-Ameríku, þar sem 17.905 tóku þátt og 57 prósent í Suður-Afríku, þar sem þátttakendur voru 6.576. Ótrúlega góðar fréttir. Einn skammtur af bóluefni J&J/Janssen sýnir öryggi og góða vernd gegn alvarlegum og...Posted by Ingileif Jónsdóttir on Föstudagur, 29. janúar 2021 Verndi gegn suðurafríska stofninum Alls tóku 43.783 þátt í rannsókninni en þeir hafi ýmist fengið einn skammt af bóluefninu eða lyfleysu. Ingileif bendir á að 568 hafi fengið Covid-19-sjúkdóm með einkenni. Vernd gegn alvarlegum sjúkdómi, með sjúkrahúsinnlögn og dauðsföllum, hafi verið 85 prósent. Þá hafi verndin reynst svipuð óhæð kynþætti, aldri, undirliggjandi sjúkdómum, búsetu og gegn ólíkum stofnum veirunnar. „Bóluefnið verndaði gegn Suður-Afríska stofninum B.1.351 en hann olli 95% tilfella í Suður-Afríku þar sem verndin var 57%,“ segir Ingileif. Þá hafi öryggi bóluefnisins reynst gott. „Í heildina fengu 9% hita og 0.2% fengu alvarlegar aukaverkanir (stig 3). Alvarlegar aukaverkanir voru færri hjá þeim sem fengu bóluefni en þeim sem fengu lyfleysu. Enginn fékk ofnæmislost,“ segir Ingileif. Þá bendir hún á að geymsluþol bóluefnis Janssen sé gott en það geymist við tveggja til átta stiga hita í þrjá mánuði og yfir tvö ár við tuttugu stiga frost. Auk þess standi nú yfir 30 þúsund manna rannsókn á vernd tveggja skammta af bóluefninu, sem gefnir eru með þriggja mánaða millibili. Henni ljúki í maí. Ísland hefur tryggt sér 235 þúsund skammta af bóluefni Janssen, sem dugar fyrir jafnmarga. Í tilkynningu frá Jannsen kemur fram að fyrirtækið hyggist sækja um bráðabirgðaleyfi fyrir bóluefninu í næstu viku í þeirri von um að fá markaðsleyfi í lok febrúar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Segir mikilvægt að bólusetja marga hratt vegna nýrra afbrigða Dr. Anthony Fauci, sóttvarnalæknir Bandaríkjanna, segir mikilvægt að bólusetja sem flesta á sem skömmum tíma og hægt er. Að ný afbrigði af nýju kórónuveirunni, sem veldur Covid-19, þýði að vísindamenn verði að vera á tánum. 29. janúar 2021 17:14 Bóluefni Janssen með 66 prósent virkni Niðurstöður þriðja fasa prófana á bóluefni belgíska lyfjafyrirtækisins Janssen sýna að bóluefnið hefur 66% virkni gegn kórónuveirunni en allt að 72% virkni í Bandaríkjunum. 29. janúar 2021 15:31 „Hún þarf bara eitt gott partí og þá er ballið byrjað“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að lítið þurfi út af að bregða til að kórónuveirufaraldurinn fari aftur af stað. Veiran sé enn úti í samfélaginu, þó það sé í litlum mæli. Fara þurfi mjög hægt í tilslakanir. 27. janúar 2021 18:35 Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Sjá meira
Segir mikilvægt að bólusetja marga hratt vegna nýrra afbrigða Dr. Anthony Fauci, sóttvarnalæknir Bandaríkjanna, segir mikilvægt að bólusetja sem flesta á sem skömmum tíma og hægt er. Að ný afbrigði af nýju kórónuveirunni, sem veldur Covid-19, þýði að vísindamenn verði að vera á tánum. 29. janúar 2021 17:14
Bóluefni Janssen með 66 prósent virkni Niðurstöður þriðja fasa prófana á bóluefni belgíska lyfjafyrirtækisins Janssen sýna að bóluefnið hefur 66% virkni gegn kórónuveirunni en allt að 72% virkni í Bandaríkjunum. 29. janúar 2021 15:31
„Hún þarf bara eitt gott partí og þá er ballið byrjað“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að lítið þurfi út af að bregða til að kórónuveirufaraldurinn fari aftur af stað. Veiran sé enn úti í samfélaginu, þó það sé í litlum mæli. Fara þurfi mjög hægt í tilslakanir. 27. janúar 2021 18:35