„Vekur miklar vonir um það að við náum hraðar hjarðónæmi“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. janúar 2021 16:31 Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisfræðideildar Landspítalans. Vísir/Vilhelm Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir á ónæmisfræðideild Landspítalans, segir niðurstöður rannsókna á bóluefnum AstraZeneca og Janssen lofa góðu. Hann sé bjartsýnn á virkni þeirra og telur þau hafa sambærilega virkni og bóluefni Pfizer og Moderna. Björn segir niðurstöður úr prófunum AstraZeneca og Janssen lofa góðu. Þrátt fyrir að bóluefni Pfizer og Moderna hafi talsvert meiri virkni sé mikill munur á þátttakendum í rannsóknum lyfjaframleiðendanna. „Það sem er svolítið athyglisvert í rannsóknarþýðinu hjá AstraZeneca, það er annars vegar í Bretlandi og hins vegar í Brasilíu. Það má ekki gleyma því að núna er í gangi svakaleg bylgja á báðum stöðum sem var ekki jafn mikið áberandi þegar fasa 2 og 3 rannsóknir voru í gangi Moderna og Pfizer bóluefnin,“ segir Björn Rúnar í samtali við fréttastofu. „Það sem er annað frábrugðið með AstraZeneca rannsóknarþýðinu er að það eru 18 ára og eldri og líka fólk með undirliggjandi sjúkdóma, langvinna sjúkdóma sem eru samt vel stýrðir. Þetta er allt fólk sem er í áhættu fyrir því að fá Covid. Þetta eru ekki alveg sambærilegir hópar,“ segir Björn. Hærri virkni en í bóluefni við inflúensu Hann segir það þekkt að fólk með langvinna undirliggjandi sjúkdóma svari ekki jafn vel bóluefnum eins og þeir sem hraustir eru og ekki með neina undirliggjandi sjúkdóma. Það þurfi að taka með í reikninginn. Rannsóknarhóparnir séu ekki sambærilegir. „Þess vegna eru þessar niðurstöður mjög jákvæðar. Þær eru mjög jákvæðar, að það sé þarna frá 60 og upp í 70 prósent sem eru að veita vörn, sérstaklega hjá 18-55 ára. Það vantar aðeins meiri heildarfjölda hjá 65 ára og eldri, það voru samt sannarlega 65 ára og eldri sem voru bólusettir og hugsanlega veitir það vörn þar líka og eru allar forsendur fyrir því að það geri það,“ segir Björn. „Mín fyrsta tilfinning er að þessi bóluefni séu með mjög sambærilega virkni.“ Hann segir niðurstöður rannsókna á bóluefni Janssen mjög spennandi. Um sé að ræða 44 þúsund einstaklinga sem bólusettir hafa verið með efninu í fjölda landa og niðurstöðurnar séu mjög jákvæðar. „Það er að veita vörn frá 60 og upp í 70 og yfir sjötíu prósent. Það sem er kannski mikilvægast í þessu er að ef við erum að bólusetja fyrst og fremst til að koma í veg fyrir alvarlega sjúkdóma og í veg fyrir það að fólk sé að deyja, það veitti vörn í yfir 85 prósent tilvika í því. Og þetta er jafnvel á svæðum þar sem heilbrigðisástand er ekki jafn gott eins og hjá okkur á Vesturlöndum,“ segir Björn. Til samanburðar veita flest bóluefni við inflúensu 60 prósenta vörn. „Eins og við vitum öll þá svínvirka þau og gerbreyta öllu hvað varðar varnir okkar gegn inflúensunni,“ segir Björn. Kostur að bóluefni Janssen sé gefið í einum skammti Björn Rúnar segist almennt mjög jákvæður gagnvart öllum bóluefnum sem eru komin fram núna. „Við verðum bara að horfa á þessar rannsóknir og sjá hvernig þetta þróast áfram. Þetta eru fyrstu niðurstöðurnar, þær lofa mjög góðu. Við megum heldur ekki gleyma því að við viljum almennt ná svona 50-60 prósent vörn á bóluefnum til að við teljum að þau séu góð. Þessi eru sannarlega í þeim flokki,“ segir Björn. Hann segir mikinn kost við Janssen bóluefnið að það þurfi aðeins að gefa í einum skammti, ólíkt bóluefnum Pfizer, Moderna og AstraZeneca, sem þarf að gefa í tveimur skömmtum. Hann segist jákvæður fyrir því að bóluefni Janssen fái markaðsleyfi í Evrópu von bráðar. Hann segir einnig mikilvægt að hafa í huga að rannsóknir AstraZeneca og Janssen voru gerðar mánuði eftir að bóluefnin voru gefin. Miðað við það að aðeins mánuður hafi liðið á milli sýni það mjög góða virkni. „Á meðan hin, Pfizer og Moderna, þá er verið að horfa eftir lengri tíma eftir að viðkomandi var bólusettur,“ segir Björn. „Það að fá svona góða vörn eins og ég nefndi varðandi Janssen er ótrúlega gott eftir bara einn mánuð og vekur miklar vonir um það að við náum hraðar hjarðónæmi,“ segir Björn Rúnar. Hver er staðan á bóluefnabirgðum Íslendinga? Bólusetningar eru þegar hafnar með bóluefni Pfizer og BioNTech og bóluefni Moderna. Bólusetning með bóluefni Pfizer hófst 29. desember og mun Ísland fá um 250 þúsund skammta af því. Þá munu 128 þúsund skammtar af bóluefni Moderna koma hingað til lands og gert er ráð fyrir að fimm þúsund þeirra komi í janúar og febrúar. Samningur hefur verið gerður um kaup á bóluefni AstraZeneca og hefur Lyfjastofnun Íslands veitt því skilyrt markaðsleyfi. Hingað munu koma 230 þúsund skammtar af efninu og er gert ráð fyrir því að fyrstu skammtar komi hingað til lands 12. febrúar. Þá hefur Ísland gert samning við lyfjaframleiðandann Janssen um kaup á bóluefni og mun Ísland fá bóluefni fyrir 235 þúsund einstaklinga frá Janssen. Áætlað er að afhending þess hefjist á þriðja ársfjórðungi þessa árs en bóluefnið hefur hvorki fengið markaðsleyfi í Evrópu né á Íslandi. Þá er Ísland í samningaviðræðum við bóluefnaframleiðandann CureVac um kaup á bóluefni en upplýsingar um fjölda skammta fyrir Ísland liggja ekki fyrir. Bóluefnið er enn í annars fasa prófunum og á leið í fasa þrjú. Bóluefni Pfizer veitir 95 prósent vörn og bóluefni Moderna veitir 90 prósenta vörn gegn veirunni en bóluefni AstraZeneca veitir um 70 prósenta vörn gegn veirunni. Bóluefni AstraZeneca hefur ekki fengið markaðsleyfi í Evrópu til bólusetningar þeirra sem eru 65 ára og eldri. Bóluefnið er sagt ekki tryggja eldra fólki næga vörn gegn Covid-19. Bóluefni Janssen veitir vörn gegn veirunni í 66 prósentum tilvika. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Áhugavert“ bóluefni sem lofar mjög góðu Sérfræðingur í ónæmisfræðum segir bóluefni Janssen gegn kórónuveirunni, sem Íslendingar gætu átt von á til landsins á fyrsta ársfjórðungi, áhugavert bóluefni, sem svipi mjög til bóluefnis AstraZeneca. Niðurstöður úr fyrsta og öðrum fasa rannsókna lofi mjög góðu. 26. janúar 2021 19:53 Hver er munurinn á bóluefnum Pfizer og Moderna? Bóluefni lyfjaframleiðendanna Pfizer og Moderna, fyrstu bóluefnanna gegn kórónuveirunni sem komast í notkun á Íslandi, byggja á sömu tækni og eru um margt lík. Sérfræðingur í ónæmisfræði segir efnin jafnörugg en meginmunurinn liggi í geymsluþolinu og vikum milli skammta. Ekkert liggi fyrir um hvort annað efnið sé betra fyrir ákveðna hópa en hitt. 12. janúar 2021 17:03 Segir stjórnvöld hafa gert mistök í að elta Evrópusambandið í bóluefnamálum Prófessor í ónæmisfræði furðar sig á því að Ísland skuli hafa hengt sig á Evrópusambandið við kaup á bóluefni, þegar það sé yfirlýst stefna hérlendra stjórnvalda að vera utan þess. Íslenska þjóðin hefði getað tekið forystu í bólusetningum og þannig klárað að bólusetja alla þjóðina á skömmum tíma. 10. janúar 2021 17:50 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Sjá meira
Björn segir niðurstöður úr prófunum AstraZeneca og Janssen lofa góðu. Þrátt fyrir að bóluefni Pfizer og Moderna hafi talsvert meiri virkni sé mikill munur á þátttakendum í rannsóknum lyfjaframleiðendanna. „Það sem er svolítið athyglisvert í rannsóknarþýðinu hjá AstraZeneca, það er annars vegar í Bretlandi og hins vegar í Brasilíu. Það má ekki gleyma því að núna er í gangi svakaleg bylgja á báðum stöðum sem var ekki jafn mikið áberandi þegar fasa 2 og 3 rannsóknir voru í gangi Moderna og Pfizer bóluefnin,“ segir Björn Rúnar í samtali við fréttastofu. „Það sem er annað frábrugðið með AstraZeneca rannsóknarþýðinu er að það eru 18 ára og eldri og líka fólk með undirliggjandi sjúkdóma, langvinna sjúkdóma sem eru samt vel stýrðir. Þetta er allt fólk sem er í áhættu fyrir því að fá Covid. Þetta eru ekki alveg sambærilegir hópar,“ segir Björn. Hærri virkni en í bóluefni við inflúensu Hann segir það þekkt að fólk með langvinna undirliggjandi sjúkdóma svari ekki jafn vel bóluefnum eins og þeir sem hraustir eru og ekki með neina undirliggjandi sjúkdóma. Það þurfi að taka með í reikninginn. Rannsóknarhóparnir séu ekki sambærilegir. „Þess vegna eru þessar niðurstöður mjög jákvæðar. Þær eru mjög jákvæðar, að það sé þarna frá 60 og upp í 70 prósent sem eru að veita vörn, sérstaklega hjá 18-55 ára. Það vantar aðeins meiri heildarfjölda hjá 65 ára og eldri, það voru samt sannarlega 65 ára og eldri sem voru bólusettir og hugsanlega veitir það vörn þar líka og eru allar forsendur fyrir því að það geri það,“ segir Björn. „Mín fyrsta tilfinning er að þessi bóluefni séu með mjög sambærilega virkni.“ Hann segir niðurstöður rannsókna á bóluefni Janssen mjög spennandi. Um sé að ræða 44 þúsund einstaklinga sem bólusettir hafa verið með efninu í fjölda landa og niðurstöðurnar séu mjög jákvæðar. „Það er að veita vörn frá 60 og upp í 70 og yfir sjötíu prósent. Það sem er kannski mikilvægast í þessu er að ef við erum að bólusetja fyrst og fremst til að koma í veg fyrir alvarlega sjúkdóma og í veg fyrir það að fólk sé að deyja, það veitti vörn í yfir 85 prósent tilvika í því. Og þetta er jafnvel á svæðum þar sem heilbrigðisástand er ekki jafn gott eins og hjá okkur á Vesturlöndum,“ segir Björn. Til samanburðar veita flest bóluefni við inflúensu 60 prósenta vörn. „Eins og við vitum öll þá svínvirka þau og gerbreyta öllu hvað varðar varnir okkar gegn inflúensunni,“ segir Björn. Kostur að bóluefni Janssen sé gefið í einum skammti Björn Rúnar segist almennt mjög jákvæður gagnvart öllum bóluefnum sem eru komin fram núna. „Við verðum bara að horfa á þessar rannsóknir og sjá hvernig þetta þróast áfram. Þetta eru fyrstu niðurstöðurnar, þær lofa mjög góðu. Við megum heldur ekki gleyma því að við viljum almennt ná svona 50-60 prósent vörn á bóluefnum til að við teljum að þau séu góð. Þessi eru sannarlega í þeim flokki,“ segir Björn. Hann segir mikinn kost við Janssen bóluefnið að það þurfi aðeins að gefa í einum skammti, ólíkt bóluefnum Pfizer, Moderna og AstraZeneca, sem þarf að gefa í tveimur skömmtum. Hann segist jákvæður fyrir því að bóluefni Janssen fái markaðsleyfi í Evrópu von bráðar. Hann segir einnig mikilvægt að hafa í huga að rannsóknir AstraZeneca og Janssen voru gerðar mánuði eftir að bóluefnin voru gefin. Miðað við það að aðeins mánuður hafi liðið á milli sýni það mjög góða virkni. „Á meðan hin, Pfizer og Moderna, þá er verið að horfa eftir lengri tíma eftir að viðkomandi var bólusettur,“ segir Björn. „Það að fá svona góða vörn eins og ég nefndi varðandi Janssen er ótrúlega gott eftir bara einn mánuð og vekur miklar vonir um það að við náum hraðar hjarðónæmi,“ segir Björn Rúnar. Hver er staðan á bóluefnabirgðum Íslendinga? Bólusetningar eru þegar hafnar með bóluefni Pfizer og BioNTech og bóluefni Moderna. Bólusetning með bóluefni Pfizer hófst 29. desember og mun Ísland fá um 250 þúsund skammta af því. Þá munu 128 þúsund skammtar af bóluefni Moderna koma hingað til lands og gert er ráð fyrir að fimm þúsund þeirra komi í janúar og febrúar. Samningur hefur verið gerður um kaup á bóluefni AstraZeneca og hefur Lyfjastofnun Íslands veitt því skilyrt markaðsleyfi. Hingað munu koma 230 þúsund skammtar af efninu og er gert ráð fyrir því að fyrstu skammtar komi hingað til lands 12. febrúar. Þá hefur Ísland gert samning við lyfjaframleiðandann Janssen um kaup á bóluefni og mun Ísland fá bóluefni fyrir 235 þúsund einstaklinga frá Janssen. Áætlað er að afhending þess hefjist á þriðja ársfjórðungi þessa árs en bóluefnið hefur hvorki fengið markaðsleyfi í Evrópu né á Íslandi. Þá er Ísland í samningaviðræðum við bóluefnaframleiðandann CureVac um kaup á bóluefni en upplýsingar um fjölda skammta fyrir Ísland liggja ekki fyrir. Bóluefnið er enn í annars fasa prófunum og á leið í fasa þrjú. Bóluefni Pfizer veitir 95 prósent vörn og bóluefni Moderna veitir 90 prósenta vörn gegn veirunni en bóluefni AstraZeneca veitir um 70 prósenta vörn gegn veirunni. Bóluefni AstraZeneca hefur ekki fengið markaðsleyfi í Evrópu til bólusetningar þeirra sem eru 65 ára og eldri. Bóluefnið er sagt ekki tryggja eldra fólki næga vörn gegn Covid-19. Bóluefni Janssen veitir vörn gegn veirunni í 66 prósentum tilvika.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Áhugavert“ bóluefni sem lofar mjög góðu Sérfræðingur í ónæmisfræðum segir bóluefni Janssen gegn kórónuveirunni, sem Íslendingar gætu átt von á til landsins á fyrsta ársfjórðungi, áhugavert bóluefni, sem svipi mjög til bóluefnis AstraZeneca. Niðurstöður úr fyrsta og öðrum fasa rannsókna lofi mjög góðu. 26. janúar 2021 19:53 Hver er munurinn á bóluefnum Pfizer og Moderna? Bóluefni lyfjaframleiðendanna Pfizer og Moderna, fyrstu bóluefnanna gegn kórónuveirunni sem komast í notkun á Íslandi, byggja á sömu tækni og eru um margt lík. Sérfræðingur í ónæmisfræði segir efnin jafnörugg en meginmunurinn liggi í geymsluþolinu og vikum milli skammta. Ekkert liggi fyrir um hvort annað efnið sé betra fyrir ákveðna hópa en hitt. 12. janúar 2021 17:03 Segir stjórnvöld hafa gert mistök í að elta Evrópusambandið í bóluefnamálum Prófessor í ónæmisfræði furðar sig á því að Ísland skuli hafa hengt sig á Evrópusambandið við kaup á bóluefni, þegar það sé yfirlýst stefna hérlendra stjórnvalda að vera utan þess. Íslenska þjóðin hefði getað tekið forystu í bólusetningum og þannig klárað að bólusetja alla þjóðina á skömmum tíma. 10. janúar 2021 17:50 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Sjá meira
„Áhugavert“ bóluefni sem lofar mjög góðu Sérfræðingur í ónæmisfræðum segir bóluefni Janssen gegn kórónuveirunni, sem Íslendingar gætu átt von á til landsins á fyrsta ársfjórðungi, áhugavert bóluefni, sem svipi mjög til bóluefnis AstraZeneca. Niðurstöður úr fyrsta og öðrum fasa rannsókna lofi mjög góðu. 26. janúar 2021 19:53
Hver er munurinn á bóluefnum Pfizer og Moderna? Bóluefni lyfjaframleiðendanna Pfizer og Moderna, fyrstu bóluefnanna gegn kórónuveirunni sem komast í notkun á Íslandi, byggja á sömu tækni og eru um margt lík. Sérfræðingur í ónæmisfræði segir efnin jafnörugg en meginmunurinn liggi í geymsluþolinu og vikum milli skammta. Ekkert liggi fyrir um hvort annað efnið sé betra fyrir ákveðna hópa en hitt. 12. janúar 2021 17:03
Segir stjórnvöld hafa gert mistök í að elta Evrópusambandið í bóluefnamálum Prófessor í ónæmisfræði furðar sig á því að Ísland skuli hafa hengt sig á Evrópusambandið við kaup á bóluefni, þegar það sé yfirlýst stefna hérlendra stjórnvalda að vera utan þess. Íslenska þjóðin hefði getað tekið forystu í bólusetningum og þannig klárað að bólusetja alla þjóðina á skömmum tíma. 10. janúar 2021 17:50
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent