Hún segir að skógarþrestir og starrar komi aðallega í mat, stundum svartþrestir þó þeir séu svolítið feimnir. Andrea býr sjálf til fóðrið sem samanstendur af bleikjufóðri, tólg, óssöltuðu smjöri, höfrum og sólblómafræjum.

Á laugardögum fá fuglarnir svo lúxusbita með rúsinum, mjölormum og eplum. Hún áætlar að fuglarnir éti um 14 til 21 kíló af fóðri á viku. Hún passar uppá að hafa volgt vatn fyrir þá sérstaklega þegar frost er svo þeir geti baðað sig.
Hin árlega garðfuglahelgi Fuglaverndar hófst í gær og stendur til 1. febrúar. Þá er fólk beðið um að senda félaginu upplýsingar um fjölda og tegundir smáfugla í heimagörðum.