„Í alvöru talað, hvað var þetta Jói?“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2021 12:31 Það var örugglega ekki skemmtilegt fyrir Jónatan Þór Magnússon, þjálfara KA, að horfa aftur á lokakafla leiksins á móti Aftureldingu. Vísir/Hulda Margrét KA-menn buðu mögulega upp á klúður ársins í tapleiknum á móti Aftureldingu í KA-húsinu í síðustu umferð Olís deild karla í handbolta. KA-liðið missti frá sér nánast unnin leik á móti Aftureldingu á dögunum en Seinni bylgjan skoðaði betur hvað var í gangi hjá KA-liðinu á þessum afdrifaríku lokamínútum leiksins. Afturelding vann leikinn 25-24 en bæði lið voru að spila sinn fyrsta leik eftir langa hléið vegna kórónuveirufaraldursins. Henry Birgir Gunnarsson kallaði eftir viðbrögðum frá sérfræðingum sínum í Seinni bylgjunni sem voru þeir Einar Andri Einarsson og Jóhann Gunnar Einarsson að þessu sinni. „Þá var eins og þetta rauða spjald hafi virkað hrikalega illa á KA-menn því KA missti bara allt niður um sig og ég man ekki eftir öðrum eins viðsnúningi,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson og beindi orðum sínum til Einars Andra Einarssonar. Klippa: Seinni bylgjan: Klúður ársins hjá KA „Sem gamall þjálfari núna, þá eru þetta leikir sem maður langar ekki að setjast niður og skoða, klippa og greina. Maður er með unnin leik eftir fimmtíu mínútur og þú útskýrir þetta ekkert,“ sagði Einar Andri. „19-15 í 19-22 eftir rauða spjaldið. Í alvöru talað, hvað var þetta Jói,“ spurði Henry Birgir. „Við sáum þarna mikið bara mörkin sem Afturelding skoraði. Þetta voru mikið hraðaupphlaup og Monsi átti þarna stóran hlut. Ég held að hann hafi skorað fimm mörk í röð. Þú varst að tala um það þegar KA-þjálfararnir fara að klippa þetta þá eiga þeir eftir að verða létt tjúllaðir þegar þeir horfa á þennan kafla. Sóknarlína KA bara hrundi. Ég hef aldrei séð annað eins,“ sagði Jóhann Gunnar. „Þeir voru 19-15 yfir og voru búnir að vera með forystuna allan tímann. Afturelding var í rosalegum vandræðum og höfðu róterað mikið í sókninni. Þetta var rosalegt ströggl og margir sem voru ekki komnir í gang. KA-menn voru algjörlega með þennan leik í höndunum,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson en það má sjá þetta í myndbandinu hér fyrir ofan. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Olís-deild karla Seinni bylgjan KA Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Sjá meira
KA-liðið missti frá sér nánast unnin leik á móti Aftureldingu á dögunum en Seinni bylgjan skoðaði betur hvað var í gangi hjá KA-liðinu á þessum afdrifaríku lokamínútum leiksins. Afturelding vann leikinn 25-24 en bæði lið voru að spila sinn fyrsta leik eftir langa hléið vegna kórónuveirufaraldursins. Henry Birgir Gunnarsson kallaði eftir viðbrögðum frá sérfræðingum sínum í Seinni bylgjunni sem voru þeir Einar Andri Einarsson og Jóhann Gunnar Einarsson að þessu sinni. „Þá var eins og þetta rauða spjald hafi virkað hrikalega illa á KA-menn því KA missti bara allt niður um sig og ég man ekki eftir öðrum eins viðsnúningi,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson og beindi orðum sínum til Einars Andra Einarssonar. Klippa: Seinni bylgjan: Klúður ársins hjá KA „Sem gamall þjálfari núna, þá eru þetta leikir sem maður langar ekki að setjast niður og skoða, klippa og greina. Maður er með unnin leik eftir fimmtíu mínútur og þú útskýrir þetta ekkert,“ sagði Einar Andri. „19-15 í 19-22 eftir rauða spjaldið. Í alvöru talað, hvað var þetta Jói,“ spurði Henry Birgir. „Við sáum þarna mikið bara mörkin sem Afturelding skoraði. Þetta voru mikið hraðaupphlaup og Monsi átti þarna stóran hlut. Ég held að hann hafi skorað fimm mörk í röð. Þú varst að tala um það þegar KA-þjálfararnir fara að klippa þetta þá eiga þeir eftir að verða létt tjúllaðir þegar þeir horfa á þennan kafla. Sóknarlína KA bara hrundi. Ég hef aldrei séð annað eins,“ sagði Jóhann Gunnar. „Þeir voru 19-15 yfir og voru búnir að vera með forystuna allan tímann. Afturelding var í rosalegum vandræðum og höfðu róterað mikið í sókninni. Þetta var rosalegt ströggl og margir sem voru ekki komnir í gang. KA-menn voru algjörlega með þennan leik í höndunum,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson en það má sjá þetta í myndbandinu hér fyrir ofan. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Olís-deild karla Seinni bylgjan KA Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Sjá meira
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn