Fólki fækkar í Hafnarfirði vegna úrræðaleysis meirihlutans Stefán Már Gunnlaugsson skrifar 1. febrúar 2021 14:32 Í fyrsta skiptið síðan árið 1939 var fólksfækkun í Hafnarfirði, en íbúum fækkaði um 1% á síðasta ári og á sama tíma fjölgaði íbúum á höfuðborgarsvæðinu um 1.5%. Hæg uppbygging íbúðarhúsnæðis Ástæðan fyrir fólksfækkuninni er afar hæg uppbygging íbúðarhúsnæðis í Hafnarfirði, en samkvæmt talningu Samtaka iðnaðarins voru aðeins 164 íbúðir í byggingu í september 2020. Í bæði Garðabæ og Mosfellsbæ voru yfir 300 íbúðir í byggingu á sama tíma, enda fjölgaði íbúum þar meira en 4% á síðasti ári. Það hefur stundum verið sagt að fólk kjósi með fótunum. Í því ljósi er augljóst að hafnfirskir kjósendur eru að flýja meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. Mikil eftirspurn eftir húsnæði Á húsnæðismarkaðnum í Hafnarfirði er meiri eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði en framboð. Raunar er staðan svo þröng að Hafnarfjarðarbær nær ekki að nýta fjárheimildir til að kaupa húsnæði til að stytta langa biðlista eftir félagslegu húsnæði. Þéttingaráform út um þúfur Mikið hefur verið rætt um þéttingu byggðar með tilheyrandi áætlunum, skipulagi og kostnaði. Í þeim málum hefur ekkert gerst – ekkert hús verið byggt. Dvergsreiturinn hefur frá síðustu kosningum staðið auður, eins og minnismerki í miðbæ Hafnarfjarðar um aðgerðarleysi meirihlutans í skipulags- og byggingarmálum. Þá eru ótalin fjölmörg dæmi um hringlanda meirihlutans í skipulagsmálum og hvernig málum er þvælt fram og til baka innan kerfisins. Fögur fyrirheit ein og sér byggja ekki íbúðir Fólksfækkun og lítil uppbygging hefur alvarlegar afleiðingar fyrir fjárhag bæjarins með minnkandi tekjum, enda var fyrsta verk meirihlutans á nýju ári að taka lán. Málflutningur meirihlutans undanfarin ár hefur verið að framtíðin sé björt í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis, en lítið bólar á efndum og alla framtíðarsýn skortir. Tölurnar tala sínu máli og þær segja einfaldlega að Hafnarfjörður er neðstur á listanum þegar kemur að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu. Þannig er það því miður. Nú þarf að láta verkin tala, blása til sóknar og setja uppbyggingu íbúða í forgang með áherslu á fjölbreytt búsetuform og hagkvæmar íbúðir. Höfundur er varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði og fulltrúi í skipulags- og byggingaráði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Stefán Már Gunnlaugsson Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Byggjum undir velferð með nýjum verkfærum Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Velferð fyrir alla í Garðabæ Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í fyrsta skiptið síðan árið 1939 var fólksfækkun í Hafnarfirði, en íbúum fækkaði um 1% á síðasta ári og á sama tíma fjölgaði íbúum á höfuðborgarsvæðinu um 1.5%. Hæg uppbygging íbúðarhúsnæðis Ástæðan fyrir fólksfækkuninni er afar hæg uppbygging íbúðarhúsnæðis í Hafnarfirði, en samkvæmt talningu Samtaka iðnaðarins voru aðeins 164 íbúðir í byggingu í september 2020. Í bæði Garðabæ og Mosfellsbæ voru yfir 300 íbúðir í byggingu á sama tíma, enda fjölgaði íbúum þar meira en 4% á síðasti ári. Það hefur stundum verið sagt að fólk kjósi með fótunum. Í því ljósi er augljóst að hafnfirskir kjósendur eru að flýja meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. Mikil eftirspurn eftir húsnæði Á húsnæðismarkaðnum í Hafnarfirði er meiri eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði en framboð. Raunar er staðan svo þröng að Hafnarfjarðarbær nær ekki að nýta fjárheimildir til að kaupa húsnæði til að stytta langa biðlista eftir félagslegu húsnæði. Þéttingaráform út um þúfur Mikið hefur verið rætt um þéttingu byggðar með tilheyrandi áætlunum, skipulagi og kostnaði. Í þeim málum hefur ekkert gerst – ekkert hús verið byggt. Dvergsreiturinn hefur frá síðustu kosningum staðið auður, eins og minnismerki í miðbæ Hafnarfjarðar um aðgerðarleysi meirihlutans í skipulags- og byggingarmálum. Þá eru ótalin fjölmörg dæmi um hringlanda meirihlutans í skipulagsmálum og hvernig málum er þvælt fram og til baka innan kerfisins. Fögur fyrirheit ein og sér byggja ekki íbúðir Fólksfækkun og lítil uppbygging hefur alvarlegar afleiðingar fyrir fjárhag bæjarins með minnkandi tekjum, enda var fyrsta verk meirihlutans á nýju ári að taka lán. Málflutningur meirihlutans undanfarin ár hefur verið að framtíðin sé björt í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis, en lítið bólar á efndum og alla framtíðarsýn skortir. Tölurnar tala sínu máli og þær segja einfaldlega að Hafnarfjörður er neðstur á listanum þegar kemur að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu. Þannig er það því miður. Nú þarf að láta verkin tala, blása til sóknar og setja uppbyggingu íbúða í forgang með áherslu á fjölbreytt búsetuform og hagkvæmar íbúðir. Höfundur er varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði og fulltrúi í skipulags- og byggingaráði
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun