„Verðum að læra af liðum sem hafa unnið og KR er eitt af þessum liðum“ Atli Arason skrifar 1. febrúar 2021 21:01 Milka var öflugur, sem fyrr, í kvöld. vísir/vilhelm Dominykas Milka, leikmaður Keflavíkur, var mjög ánægður með 86-79 sigur sinna gegn ÍR-ingum í kvöld en sérstaklega í ljósi þess að Keflavík tapaði stórt gegn Stjörnunni í síðasta leik sínum. „Við vildum ná sigri eftir tapið á föstudag. Við vildum sýna hærra orkustig í dag en við gerðum þá. Fyrir okkur snýst þetta bara um að vera betri með hverjum degi. Ég, Hössi og Deane verðum sýna að við séum leiðtogar og leiða liðið áfram að reyna að verða betri í vörn og sókn,” sagði Milka í viðtali strax eftir leik. Keflavík byrjaði leik liðanna töluvert betur í kvöld og náði strax yfirburða forskoti áður en þeir hleyptu ÍR aftur inn í leikinn og gestirnir náðu að jafna í 67-67 snemma í fjórða leikhluta. „Við eigum enn þá eftir að læra hvernig á að drepa leikinn, það vantar aðeins í drápseðlið hjá okkur. Við náðum 19 stiga forskoti og þá fórum við að reyna að taka snögg skot og þvinga leikinn aðeins. ÍR er með sterkt lið, þeir gáfu okkur ákveðin “match-up” vandamál því þeir eru með snögga leikmenn og marga góða skorara. Þeir náðu fyrir rest að finna taktinn sinn og ná mörgum góðum skotum í röð.” Milka átti enn einn stórleikinn fyrir Keflavík í kvöld með 34 stig, 10 fráköst og eina stoðsendingu. Alls 36 framlagspunktar frá Litháanum knáa. Aðspurður um frammistöðu sína í kvöld var Milka þó hógvær „Ég er bara að reyna að spila eins vel og ég get. Reyna að leiða liðið með því að sýna ákveðið fordæmi. Strákarnir voru að finna mig vel í kvöld. Ég er bara að reyna mitt besta,” svaraði Milka. Næsti leikur Keflavíkur er í Vesturbænum gegn núverandi Íslandsmeisturum í KR. Milka er mjög spenntur fyrir þeim leik. „Síðan ég kom til Íslands þá er KR eina liðið sem við höfum ekki unnið enn þá, eða eina liðið sem ég hef ekki unnið enn þá. Við töpuðum tvisvar fyrir þeim í fyrra. Núna er frábært tækifæri fyrir okkur að mæta þeim. Þrátt fyrir að þeir hafa misst marga góða leikmenn þá eru þeir með meistara ættbókina. Þeir eru með leikmenn sem hafa farið í gegnum margt. Ég held að þessi leikur verði frábært próf fyrir okkur sem lið. Ef við viljum vinna titla þá verðum við að læra af liðum sem hafa verið þar og KR er eitt af þessum liðum,” sagði Dominykas Milka að lokum. Dominos-deild karla Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - ÍR 86-79 | Keflvíkingar svöruðu skellinum með sigri Keflavík er aftur komið á sigurbraut, eftir að liðinu var skellt rækilega niður á jörðina gegn Stjörnunni í síðustu umferð. 1. febrúar 2021 19:51 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Sjá meira
„Við vildum ná sigri eftir tapið á föstudag. Við vildum sýna hærra orkustig í dag en við gerðum þá. Fyrir okkur snýst þetta bara um að vera betri með hverjum degi. Ég, Hössi og Deane verðum sýna að við séum leiðtogar og leiða liðið áfram að reyna að verða betri í vörn og sókn,” sagði Milka í viðtali strax eftir leik. Keflavík byrjaði leik liðanna töluvert betur í kvöld og náði strax yfirburða forskoti áður en þeir hleyptu ÍR aftur inn í leikinn og gestirnir náðu að jafna í 67-67 snemma í fjórða leikhluta. „Við eigum enn þá eftir að læra hvernig á að drepa leikinn, það vantar aðeins í drápseðlið hjá okkur. Við náðum 19 stiga forskoti og þá fórum við að reyna að taka snögg skot og þvinga leikinn aðeins. ÍR er með sterkt lið, þeir gáfu okkur ákveðin “match-up” vandamál því þeir eru með snögga leikmenn og marga góða skorara. Þeir náðu fyrir rest að finna taktinn sinn og ná mörgum góðum skotum í röð.” Milka átti enn einn stórleikinn fyrir Keflavík í kvöld með 34 stig, 10 fráköst og eina stoðsendingu. Alls 36 framlagspunktar frá Litháanum knáa. Aðspurður um frammistöðu sína í kvöld var Milka þó hógvær „Ég er bara að reyna að spila eins vel og ég get. Reyna að leiða liðið með því að sýna ákveðið fordæmi. Strákarnir voru að finna mig vel í kvöld. Ég er bara að reyna mitt besta,” svaraði Milka. Næsti leikur Keflavíkur er í Vesturbænum gegn núverandi Íslandsmeisturum í KR. Milka er mjög spenntur fyrir þeim leik. „Síðan ég kom til Íslands þá er KR eina liðið sem við höfum ekki unnið enn þá, eða eina liðið sem ég hef ekki unnið enn þá. Við töpuðum tvisvar fyrir þeim í fyrra. Núna er frábært tækifæri fyrir okkur að mæta þeim. Þrátt fyrir að þeir hafa misst marga góða leikmenn þá eru þeir með meistara ættbókina. Þeir eru með leikmenn sem hafa farið í gegnum margt. Ég held að þessi leikur verði frábært próf fyrir okkur sem lið. Ef við viljum vinna titla þá verðum við að læra af liðum sem hafa verið þar og KR er eitt af þessum liðum,” sagði Dominykas Milka að lokum.
Dominos-deild karla Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - ÍR 86-79 | Keflvíkingar svöruðu skellinum með sigri Keflavík er aftur komið á sigurbraut, eftir að liðinu var skellt rækilega niður á jörðina gegn Stjörnunni í síðustu umferð. 1. febrúar 2021 19:51 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - ÍR 86-79 | Keflvíkingar svöruðu skellinum með sigri Keflavík er aftur komið á sigurbraut, eftir að liðinu var skellt rækilega niður á jörðina gegn Stjörnunni í síðustu umferð. 1. febrúar 2021 19:51
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum