Verslunum Geysis lokað og öllum sagt upp Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. febrúar 2021 10:45 Geysir lokaði verslun sinni að Skólavörðustíg 16 í gær eftir tíu ár í húsinu. Verslunni var flutt á Skólavörðustíg 12 beint á móti Geysir Konur. Þær verslanir voru óvænt lokaðar í gær. Geysir Verslanir Geysis voru lokaðar í gær á fyrsta degi febrúarmánaðar. Þá hefur öllu starfsfólki verið sagt upp störfum samkvæmt heimildum fréttastofu. Fyrirtækið hefur verið í rekstrarvanda vegna fárra ferðamanna í kórónuveirufaraldrinum. Fréttastofa hefur í sólarhring reynt án árangurs að ná í Jóhann Guðlaugsson, framkvæmdastjóra Arctic Shopping sem verslanirnar heyra undir. Þá hefur enginn svarað símanum í verslunum Geysis og það starfsfólk sem hefur náðst í ekki viljað tjá sig um stöðu mála og vísa á Jóhann. Geysir rekur þrjár verslanir á Skólavörðustíg, eina í Kringlunni og aðra á Akureyri auk Fjallraven á Laugavegi sem til stóð að flytja á Skólavörðustíg. Öllu starfsfólki verslananna sem telur nokkra tugi var sagt upp um helgina samkvæmt heimildum fréttastofu. Verslun Geysis í Haukadal er rekin í öðru félagi Geysir Shops ehf og mun starfsfólki þeirrar verslunar ekki hafa verið sagt upp störfum. Sigurjón Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar, segir í samtali við fréttastofu að verslunin í Kringlunni hafi verið lokuð í gær og honum verið tilkynnt að breytingar væru í vændum. Hann hafði ekki frekari upplýsingar um verslun Geysis í Kringlunni og vísaði á Jóhann framkvæmdastjóra. Fram kom í Morgunblaðinu í desember að hrun í komu ferðamanna hefði haft alvarleg áhrif á starfsemi Geysisverslana. Var vísað til skýrslu stjórnar í ársreikningi þar sem fram kom að starfsfólki hefði verið fækkað, sóttur hefði verið stuðningur í aðgerðarpakka ríkisstjórnar auk þess sem félagið ætti í viðræðum við viðskiptabanka sína um endurskipulagningu á skuldum þeirra. Arctic Shopping rekur sömuleiðis verslanir Lundans, Óðinn, Thor og Jólahúsið við Ingólfstorg en þeim var öllum lokað síðastliðið vor þegar ljóst var að mikil óvissa ríkti um komu ferðamanna vegna faraldursins. Leitast hefur verið eftir skýringum hjá Jóhanni Guðlaugssyni framkvæmdastjóra og verður gerð grein fyrir þeim þegar þau berast. Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Verslun Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Reykjavík Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira
Fréttastofa hefur í sólarhring reynt án árangurs að ná í Jóhann Guðlaugsson, framkvæmdastjóra Arctic Shopping sem verslanirnar heyra undir. Þá hefur enginn svarað símanum í verslunum Geysis og það starfsfólk sem hefur náðst í ekki viljað tjá sig um stöðu mála og vísa á Jóhann. Geysir rekur þrjár verslanir á Skólavörðustíg, eina í Kringlunni og aðra á Akureyri auk Fjallraven á Laugavegi sem til stóð að flytja á Skólavörðustíg. Öllu starfsfólki verslananna sem telur nokkra tugi var sagt upp um helgina samkvæmt heimildum fréttastofu. Verslun Geysis í Haukadal er rekin í öðru félagi Geysir Shops ehf og mun starfsfólki þeirrar verslunar ekki hafa verið sagt upp störfum. Sigurjón Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar, segir í samtali við fréttastofu að verslunin í Kringlunni hafi verið lokuð í gær og honum verið tilkynnt að breytingar væru í vændum. Hann hafði ekki frekari upplýsingar um verslun Geysis í Kringlunni og vísaði á Jóhann framkvæmdastjóra. Fram kom í Morgunblaðinu í desember að hrun í komu ferðamanna hefði haft alvarleg áhrif á starfsemi Geysisverslana. Var vísað til skýrslu stjórnar í ársreikningi þar sem fram kom að starfsfólki hefði verið fækkað, sóttur hefði verið stuðningur í aðgerðarpakka ríkisstjórnar auk þess sem félagið ætti í viðræðum við viðskiptabanka sína um endurskipulagningu á skuldum þeirra. Arctic Shopping rekur sömuleiðis verslanir Lundans, Óðinn, Thor og Jólahúsið við Ingólfstorg en þeim var öllum lokað síðastliðið vor þegar ljóst var að mikil óvissa ríkti um komu ferðamanna vegna faraldursins. Leitast hefur verið eftir skýringum hjá Jóhanni Guðlaugssyni framkvæmdastjóra og verður gerð grein fyrir þeim þegar þau berast. Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Verslun Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Reykjavík Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira