Martha ætlar að vera skynsamari en eftir sterasprautuna í desember Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2021 13:01 Martha Hermannsdóttir vonast til að geta byrjað að spila aftur með KA/Þór liðinu eftir fjórar vikur. Skjámynd/S2 Sport Þjálfari KA/Þór var búinn að afskrifa fyrirliða sinn á þessu tímabili en Martha Hermannsdóttir vonast til að það séu bara fjórar vikur í sig. Martha Hermannsdóttir er hvergi nærri hætt í handbolta eins og kom fram á Vísi í morgun. Hún fór betur yfir meiðsli sín í viðtali í Seinni bylgjunni og það að hún ætlar sér að ná úrslitakeppninni með KA/Þór KA/Þór hefur verið án leiðtoga síns í síðustu leikjum en hin 37 ára gamla Martha Hermannsdóttir er farin að hlaupa og vonast til að geta byrjað aftur eftir þrjár til fjórar vikur. „Ég fékk í hælinn í október. Ég missteig mig sem endaði með einhverri bólgu í liðböndunum undir hælnum eða undir ilinni. Ég fór í sterasprautu í desember en byrjaði kannski aðeins of snemma aftur. Ég var á æfingu fyrir jól og þá var eins og ég fengi hníf upp í hælinn aftur. Þá var ég aftur á byrjunarreit,“ sagði Martha Hermannsdóttir í viðtali í Seinni bylgjunni en það má sjá það hér fyrir neðan. „Ég fór aftur í sprautu fyrir viku og þá sögðu þeir að ég mætti byrja aftur í handbolta eftir svona fjórar vikur. Ég þarf að leyfa þessu að grófa og svoleiðis. Ég er byrjuð að hlaupa aðeins inn á æfingu og ætla bara að vera skynsöm. Vonandi verð ég bara komin aftur á völlinn eftir þrjár eða fjórar vikur,“ sagði Martha. „Andri Snær (Stefánsson, þjálfari KA/Þór) var búinn að segja að Martha yrði ekkert meira með á tímabilinu. Ég veit ekki hverjum skal trúa en það er eitthvað sem segir mér að Martha hafi ekki ætlað að hætta svona,“ sagði Svava Kristín Grétarsdóttir umsjónarkona Seinni bylgjunnar þegar skipt var aftur í myndverið eftir viðtalið. „Hún segir líka að hún eigi að hvíla í fjórar vikur en að hún verði mætt eftir svona þrjár til fjórar. Hún er greinilega að fara að koma aftur,“ sagði Þorgerður Anna Atladóttir, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Hér fyrir neðan má sjá viðtalið og viðbrögð sérfræðinganna í Seinni bylgjunni. Klippa: Seinni bylgjan: Viðtal við Mörthu um meiðslin Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Þór Akureyri KA Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Martha Hermannsdóttir er hvergi nærri hætt í handbolta eins og kom fram á Vísi í morgun. Hún fór betur yfir meiðsli sín í viðtali í Seinni bylgjunni og það að hún ætlar sér að ná úrslitakeppninni með KA/Þór KA/Þór hefur verið án leiðtoga síns í síðustu leikjum en hin 37 ára gamla Martha Hermannsdóttir er farin að hlaupa og vonast til að geta byrjað aftur eftir þrjár til fjórar vikur. „Ég fékk í hælinn í október. Ég missteig mig sem endaði með einhverri bólgu í liðböndunum undir hælnum eða undir ilinni. Ég fór í sterasprautu í desember en byrjaði kannski aðeins of snemma aftur. Ég var á æfingu fyrir jól og þá var eins og ég fengi hníf upp í hælinn aftur. Þá var ég aftur á byrjunarreit,“ sagði Martha Hermannsdóttir í viðtali í Seinni bylgjunni en það má sjá það hér fyrir neðan. „Ég fór aftur í sprautu fyrir viku og þá sögðu þeir að ég mætti byrja aftur í handbolta eftir svona fjórar vikur. Ég þarf að leyfa þessu að grófa og svoleiðis. Ég er byrjuð að hlaupa aðeins inn á æfingu og ætla bara að vera skynsöm. Vonandi verð ég bara komin aftur á völlinn eftir þrjár eða fjórar vikur,“ sagði Martha. „Andri Snær (Stefánsson, þjálfari KA/Þór) var búinn að segja að Martha yrði ekkert meira með á tímabilinu. Ég veit ekki hverjum skal trúa en það er eitthvað sem segir mér að Martha hafi ekki ætlað að hætta svona,“ sagði Svava Kristín Grétarsdóttir umsjónarkona Seinni bylgjunnar þegar skipt var aftur í myndverið eftir viðtalið. „Hún segir líka að hún eigi að hvíla í fjórar vikur en að hún verði mætt eftir svona þrjár til fjórar. Hún er greinilega að fara að koma aftur,“ sagði Þorgerður Anna Atladóttir, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Hér fyrir neðan má sjá viðtalið og viðbrögð sérfræðinganna í Seinni bylgjunni. Klippa: Seinni bylgjan: Viðtal við Mörthu um meiðslin Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Þór Akureyri KA Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti