Moderna vill fjölga skömmtum í hverju glasi til að auka framleiðslu Eiður Þór Árnason skrifar 2. febrúar 2021 14:03 Geyma þarf bóluefni Moderna við um 20 gráðu frost. Charlie Riedel/AP Bandaríska lyfjafyrirtækið Moderna vill fjölga þeim skömmtum sem fást úr hverju hettuglasi af bóluefni fyrirtækisins gegn Covid-19. Með þessu hyggst Moderna auka framleiðslugetu sína sem nálgast nú milljón bóluefnaskammta á dag. Ef áformin ganga eftir verða fimmtán skammtar í hverju glasi í stað tíu líkt og nú er en fram kemur í tilkynningu frá Moderna að fyrirtækið þurfi samþykki bandarísku Lyfja- og matvælastofnunarinnar áður en hægt verður að ráðast í breytinguna. Að sögn Stephen Hoge, forsvarsmanns Moderna, myndi aukningin hjálpa fyrirtækinu að bregðast við framleiðslutakmörkunum sem takmarka þann fjölda glasa sem hægt sé að fylla á hverjum tíma. Fram kemur í frétt Reuters-fréttastofunnar að fyrst hafi borist fregnir af því á föstudag að Moderna hafi óskað eftir áðurnefndu leyfi hjá Matvæla- og lyfjastofnuninni. Ísland fær 128 þúsund skammta Bóluefni Moderna gegn Covid-19 var veitt skilyrt markaðsleyfi á Íslandi þann 6. janúar og hófst bólusetning með efninu viku síðar. Hafa nú 1.259 einstaklingar verið bólusettir með efni Moderna hér á landi, samkvæmt nýjustu upplýsingum á vefnum covid.is. Alls hafa íslensk stjórnvöld samið um afhendingu 128 þúsund skammta af bóluefninu og er áætlað að Ísland verði búið að fá um fimm þúsund skammta fyrir lok febrúar. Ekki liggur fyrir hvaða áhrif möguleg framleiðsluaukning Moderna mun hafa á afhendingaráætlun Íslands. Í desember kom í ljós að fleiri skammtar næðust í sumum tilfellum úr glösum af bóluefni Pfizer og BioNTech við Covid-19 en gert var ráð fyrir, eða sex í stað fimm. Í síðustu viku greindi sænska blaðið Dagens Nyheter frá því að Pfizer væri farið að rukka stjórnvöld fyrir sjötta skammtinn, við mikla óanægju samninganefndar framkvæmdastjórnar ESB. Var þá haft eftir Anders Tegnell, sóttvarnalækni Svíþjóðar, að Lýðheilsustofnun Svíþjóðar muni ekki greiða viðbótarreikningana frá Pfizer fyrr en samkomulag hafi náðst í deilunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Pfizer farið að rukka fyrir sjötta skammtinn Eftir að fram kom að hægt er að ná sex bóluefnaskömmtum út úr flöskum Pfizer í stað fimm, er bandaríski lyfjaframleiðandinn nú farinn að rukka fyrir sjötta skammtinn. Hærri reikningar Pfizer eru þó sendir út án samþykkis frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. 26. janúar 2021 11:34 Bóluefni Moderna virðist virka gegn nýjum afbrigðum veirunnar Bóluefni frá Moderna virðist virka gegn afbrigðum kórónuveirunnar nýju sem kennd hafa verið við Bretland og Suður-Afríku. BBC greinir frá og hefur eftir vísindamönnum hjá lyfjafyrirtækinu sem rannsökuðu blóðsýni úr átta manns sem höfðu verið bólusett með tveimur skömmum af bóluefninu frá Moderna. 25. janúar 2021 14:54 Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Ef áformin ganga eftir verða fimmtán skammtar í hverju glasi í stað tíu líkt og nú er en fram kemur í tilkynningu frá Moderna að fyrirtækið þurfi samþykki bandarísku Lyfja- og matvælastofnunarinnar áður en hægt verður að ráðast í breytinguna. Að sögn Stephen Hoge, forsvarsmanns Moderna, myndi aukningin hjálpa fyrirtækinu að bregðast við framleiðslutakmörkunum sem takmarka þann fjölda glasa sem hægt sé að fylla á hverjum tíma. Fram kemur í frétt Reuters-fréttastofunnar að fyrst hafi borist fregnir af því á föstudag að Moderna hafi óskað eftir áðurnefndu leyfi hjá Matvæla- og lyfjastofnuninni. Ísland fær 128 þúsund skammta Bóluefni Moderna gegn Covid-19 var veitt skilyrt markaðsleyfi á Íslandi þann 6. janúar og hófst bólusetning með efninu viku síðar. Hafa nú 1.259 einstaklingar verið bólusettir með efni Moderna hér á landi, samkvæmt nýjustu upplýsingum á vefnum covid.is. Alls hafa íslensk stjórnvöld samið um afhendingu 128 þúsund skammta af bóluefninu og er áætlað að Ísland verði búið að fá um fimm þúsund skammta fyrir lok febrúar. Ekki liggur fyrir hvaða áhrif möguleg framleiðsluaukning Moderna mun hafa á afhendingaráætlun Íslands. Í desember kom í ljós að fleiri skammtar næðust í sumum tilfellum úr glösum af bóluefni Pfizer og BioNTech við Covid-19 en gert var ráð fyrir, eða sex í stað fimm. Í síðustu viku greindi sænska blaðið Dagens Nyheter frá því að Pfizer væri farið að rukka stjórnvöld fyrir sjötta skammtinn, við mikla óanægju samninganefndar framkvæmdastjórnar ESB. Var þá haft eftir Anders Tegnell, sóttvarnalækni Svíþjóðar, að Lýðheilsustofnun Svíþjóðar muni ekki greiða viðbótarreikningana frá Pfizer fyrr en samkomulag hafi náðst í deilunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Pfizer farið að rukka fyrir sjötta skammtinn Eftir að fram kom að hægt er að ná sex bóluefnaskömmtum út úr flöskum Pfizer í stað fimm, er bandaríski lyfjaframleiðandinn nú farinn að rukka fyrir sjötta skammtinn. Hærri reikningar Pfizer eru þó sendir út án samþykkis frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. 26. janúar 2021 11:34 Bóluefni Moderna virðist virka gegn nýjum afbrigðum veirunnar Bóluefni frá Moderna virðist virka gegn afbrigðum kórónuveirunnar nýju sem kennd hafa verið við Bretland og Suður-Afríku. BBC greinir frá og hefur eftir vísindamönnum hjá lyfjafyrirtækinu sem rannsökuðu blóðsýni úr átta manns sem höfðu verið bólusett með tveimur skömmum af bóluefninu frá Moderna. 25. janúar 2021 14:54 Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Pfizer farið að rukka fyrir sjötta skammtinn Eftir að fram kom að hægt er að ná sex bóluefnaskömmtum út úr flöskum Pfizer í stað fimm, er bandaríski lyfjaframleiðandinn nú farinn að rukka fyrir sjötta skammtinn. Hærri reikningar Pfizer eru þó sendir út án samþykkis frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. 26. janúar 2021 11:34
Bóluefni Moderna virðist virka gegn nýjum afbrigðum veirunnar Bóluefni frá Moderna virðist virka gegn afbrigðum kórónuveirunnar nýju sem kennd hafa verið við Bretland og Suður-Afríku. BBC greinir frá og hefur eftir vísindamönnum hjá lyfjafyrirtækinu sem rannsökuðu blóðsýni úr átta manns sem höfðu verið bólusett með tveimur skömmum af bóluefninu frá Moderna. 25. janúar 2021 14:54