„Alltaf erfiðara að verja titil en að vinna hann“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. febrúar 2021 07:00 Heimir Guðjónsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals. Vísir/Sigurjón Ólason Heimir Guðjónsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu, segir það forréttindi að æfa við þær aðstæður sem Valur býður upp á. Kom þetta fram í viðtali Heimis við Stöð 2 Sport. Valur hefur ákveðið að færa umhverfi meistaraflokks karla nær því sem þekkist í atvinnumennsku erlendis. Æfir liðið tvisvar á dag tvo daga vikunnar ásamt hefðbundnum æfingum og leikjum þess á milli. „Eins og við höfum talað um þá vildum við byrja þetta. Þessi hugmynd kom í haust þegar við vorum að fara yfir síðasta tímabil og við ákváðum að prófa þetta í átta vikur. Þetta hefur farið vel af stað og við erum ánægðir með þetta. Svo eigum við auðvitað eftir að gera einver mistök á leiðinni en þá reynum við bara að bæta þau,“ sagði Heimir í viðtalinu. „Að mínu mati þurfum við að æfa meira ef við ætlum að verða betri og þetta er einn liður í því.“ Um leikmannahóp Vals „Við erum að leita. Við höfum misst menn úr vörninni og miðjunni, við erum vel mannaðir fram á við en eins og staðan er í dag er markaðurinn gríðarlega erfiður. Vonandi verða einhverjar opnanir núna í febrúar.“ „Ég las það en ég hef ekki talað við hann og hann er bara hjá Óla Kristjáns,“ sagði Heimir og glotti aðspurður út í þá orðróma að framherjinn Kjartan Henry Finnbogason – nú leikmaður Esbjerg í Danmörku og KR-ingur mikil – gæti verið á leið til Vals. „Aron Bjarnason er leikmaður Újpest í Ungverjalandi og auðvitað höfum við hug að því að fá hann aftur. Stóð sig gríðarlega vel á síðustu leiktíð en tíminn verður að leiða það í ljós,“ bætti Heimir við. Um vinstri bakvarðarstöðu Vals „Við erum að leita mönnum í varnarlínuna. Í góðum liðum kemur maður í manns stað og Orri [Sigurður Ómarsson] hefur verið að leysa þetta mjög vel í Reykjavíkurmótinu og svo skoðum við stöðuna í febrúar.“ „Ég les þetta eins en ég hef ekkert talað við hann og held að hann sé með samning eitt ár í viðbót,“ sagði Heimir spakur um áhuga Íslandsmeistaranna á Davíði Kristjáni Ólafssyni, leikmanni Álasunds í Noregi. Að lokum var Heimir spurður út í til vörn Vals. „Við þurfum að leggja harðar að okkur en við gerðum á síðustu leiktíð. Eins og ég nefndi áðan er þetta einn liður í því. Það er alltaf erfiðara að verja titil heldur en að vinna hann.“ Fótbolti Íslenski boltinn Valur Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
Valur hefur ákveðið að færa umhverfi meistaraflokks karla nær því sem þekkist í atvinnumennsku erlendis. Æfir liðið tvisvar á dag tvo daga vikunnar ásamt hefðbundnum æfingum og leikjum þess á milli. „Eins og við höfum talað um þá vildum við byrja þetta. Þessi hugmynd kom í haust þegar við vorum að fara yfir síðasta tímabil og við ákváðum að prófa þetta í átta vikur. Þetta hefur farið vel af stað og við erum ánægðir með þetta. Svo eigum við auðvitað eftir að gera einver mistök á leiðinni en þá reynum við bara að bæta þau,“ sagði Heimir í viðtalinu. „Að mínu mati þurfum við að æfa meira ef við ætlum að verða betri og þetta er einn liður í því.“ Um leikmannahóp Vals „Við erum að leita. Við höfum misst menn úr vörninni og miðjunni, við erum vel mannaðir fram á við en eins og staðan er í dag er markaðurinn gríðarlega erfiður. Vonandi verða einhverjar opnanir núna í febrúar.“ „Ég las það en ég hef ekki talað við hann og hann er bara hjá Óla Kristjáns,“ sagði Heimir og glotti aðspurður út í þá orðróma að framherjinn Kjartan Henry Finnbogason – nú leikmaður Esbjerg í Danmörku og KR-ingur mikil – gæti verið á leið til Vals. „Aron Bjarnason er leikmaður Újpest í Ungverjalandi og auðvitað höfum við hug að því að fá hann aftur. Stóð sig gríðarlega vel á síðustu leiktíð en tíminn verður að leiða það í ljós,“ bætti Heimir við. Um vinstri bakvarðarstöðu Vals „Við erum að leita mönnum í varnarlínuna. Í góðum liðum kemur maður í manns stað og Orri [Sigurður Ómarsson] hefur verið að leysa þetta mjög vel í Reykjavíkurmótinu og svo skoðum við stöðuna í febrúar.“ „Ég les þetta eins en ég hef ekkert talað við hann og held að hann sé með samning eitt ár í viðbót,“ sagði Heimir spakur um áhuga Íslandsmeistaranna á Davíði Kristjáni Ólafssyni, leikmanni Álasunds í Noregi. Að lokum var Heimir spurður út í til vörn Vals. „Við þurfum að leggja harðar að okkur en við gerðum á síðustu leiktíð. Eins og ég nefndi áðan er þetta einn liður í því. Það er alltaf erfiðara að verja titil heldur en að vinna hann.“
Fótbolti Íslenski boltinn Valur Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira