Nýi Keflvíkingurinn vinsæll en á ekki roð í litlu systur á samfélagsmiðlum Sindri Sverrisson skrifar 4. febrúar 2021 08:00 Max Montana er með hátt í 20 þúsund fylgjendur á TikTok og tæplega 40 þúsund á Instagram en systir hans er þó mun vinsælli. TikTok og Instagram/@maxx.montana Nýjasti liðsmaður körfuboltaliðs Keflavíkur væri eflaust titlaður samfélagsmiðlastjarna ef hann væri íslenskur. Hann breytti nafninu sínu til að geta borið það fram og ætti að geta þreytt frumraun sína á Íslandi í stórleiknum gegn KR annað kvöld. Max Montana er 25 ára gamall Bandaríkjamaður með þýskt vegabréf. Hann er mættur til landsins og ætti að losna úr sóttkví áður en topplið Keflavíkur fer í Vesturbæinn á morgun. Montana hét áður Max Hoetzel en faðir hans er Þjóðverji og móðir hans Dani. Hann viðurkenndi í viðtali við San Diego Union-Tribune að til að bera Hoetzel-nafnið fram þyrftu menn að tala reiprennandi þýsku. Hann ætti sjálfur í vandræðum með að bera það rétt fram. Föður þessa hávaxna körfuboltamanns leiddist alltaf að fólk kynni ekki að skrifa nafnið eða bera það fram. Á endanum skiptu Max og systur hans yfir í Montana, sem áður var millinafn sem foreldrar þeirra völdu vegna þess hve hrifin þau urðu af fylkinu. View this post on Instagram A post shared by @maxx.montana Max og systur hans eru nokkuð vinsæl á samfélagsmiðlum. Max er til að mynda með tæplega 40 þúsund fylgjendur á Instagram og um 20 þúsund á Youtube og TikTok. Yngri systir hans, Luna, er þó mun vinsælli með tæplega 600 þúsund áskrifendur á Youtube-rás sinni og 244 þúsund fylgjendur á Instagram. Eldri systirin, söngkonan Zolita, er með hátt í 200 þúsund hlustendur í mánuði á Spotify. Max hefur spilað í tveimur efstu deildum Þýskalands eftir að hann hætti námi í Bandaríkjunum og gerðist atvinnumaður 2018. Síðast lék hann þó í Bandaríkjunum, í G-deildinni svokölluðu sem er eins konar þróunardeild fyrir NBA-deildina þar sem hvert lið tengist liði úr NBA-deildinni. Max lék fyrir Greensboro Swarm, sem tengist Charlotte Hornets, og skoraði 3,7 stig að meðaltali í leik. Keflvíkingar binda miklar vonir við að að Max Montana styrki liðið í baráttunni sem framundan er í Dominos-deildinni en þeir eru á toppi deildarinnar með 12 stig eftir sjö umferðir. KR, sem er handhafi sex síðustu Íslandsmeistaratitla, er með átta stig. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Keflavík ÍF Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - ÍR 86-79 | Keflvíkingar svöruðu skellinum með sigri Borche Ilievski sagði í viðtali við Stöð 2 Sport fyrir leik að sínir menn yrðu að mæta mjög agaðir til leiks gegn góðu liði Keflavíkur en það gekk ekki alveg eftir. Heimamenn byrjuðu leikinn af mun meiri krafti. 1. febrúar 2021 19:51 Keflavík og ÍR fá rúmlega tveggja metra menn Keflavík og ÍR hafa styrkt sig fyrir komandi átök í Domino’s deild karla en liðin tilkynntu um nýja leikmenn um helgina. 31. janúar 2021 12:16 Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Max Montana er 25 ára gamall Bandaríkjamaður með þýskt vegabréf. Hann er mættur til landsins og ætti að losna úr sóttkví áður en topplið Keflavíkur fer í Vesturbæinn á morgun. Montana hét áður Max Hoetzel en faðir hans er Þjóðverji og móðir hans Dani. Hann viðurkenndi í viðtali við San Diego Union-Tribune að til að bera Hoetzel-nafnið fram þyrftu menn að tala reiprennandi þýsku. Hann ætti sjálfur í vandræðum með að bera það rétt fram. Föður þessa hávaxna körfuboltamanns leiddist alltaf að fólk kynni ekki að skrifa nafnið eða bera það fram. Á endanum skiptu Max og systur hans yfir í Montana, sem áður var millinafn sem foreldrar þeirra völdu vegna þess hve hrifin þau urðu af fylkinu. View this post on Instagram A post shared by @maxx.montana Max og systur hans eru nokkuð vinsæl á samfélagsmiðlum. Max er til að mynda með tæplega 40 þúsund fylgjendur á Instagram og um 20 þúsund á Youtube og TikTok. Yngri systir hans, Luna, er þó mun vinsælli með tæplega 600 þúsund áskrifendur á Youtube-rás sinni og 244 þúsund fylgjendur á Instagram. Eldri systirin, söngkonan Zolita, er með hátt í 200 þúsund hlustendur í mánuði á Spotify. Max hefur spilað í tveimur efstu deildum Þýskalands eftir að hann hætti námi í Bandaríkjunum og gerðist atvinnumaður 2018. Síðast lék hann þó í Bandaríkjunum, í G-deildinni svokölluðu sem er eins konar þróunardeild fyrir NBA-deildina þar sem hvert lið tengist liði úr NBA-deildinni. Max lék fyrir Greensboro Swarm, sem tengist Charlotte Hornets, og skoraði 3,7 stig að meðaltali í leik. Keflvíkingar binda miklar vonir við að að Max Montana styrki liðið í baráttunni sem framundan er í Dominos-deildinni en þeir eru á toppi deildarinnar með 12 stig eftir sjö umferðir. KR, sem er handhafi sex síðustu Íslandsmeistaratitla, er með átta stig. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Keflavík ÍF Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - ÍR 86-79 | Keflvíkingar svöruðu skellinum með sigri Borche Ilievski sagði í viðtali við Stöð 2 Sport fyrir leik að sínir menn yrðu að mæta mjög agaðir til leiks gegn góðu liði Keflavíkur en það gekk ekki alveg eftir. Heimamenn byrjuðu leikinn af mun meiri krafti. 1. febrúar 2021 19:51 Keflavík og ÍR fá rúmlega tveggja metra menn Keflavík og ÍR hafa styrkt sig fyrir komandi átök í Domino’s deild karla en liðin tilkynntu um nýja leikmenn um helgina. 31. janúar 2021 12:16 Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - ÍR 86-79 | Keflvíkingar svöruðu skellinum með sigri Borche Ilievski sagði í viðtali við Stöð 2 Sport fyrir leik að sínir menn yrðu að mæta mjög agaðir til leiks gegn góðu liði Keflavíkur en það gekk ekki alveg eftir. Heimamenn byrjuðu leikinn af mun meiri krafti. 1. febrúar 2021 19:51
Keflavík og ÍR fá rúmlega tveggja metra menn Keflavík og ÍR hafa styrkt sig fyrir komandi átök í Domino’s deild karla en liðin tilkynntu um nýja leikmenn um helgina. 31. janúar 2021 12:16