Sama frumvarp, hæstvirtur dómsmálaráðherra? Þórarinn Ingi Pétursson skrifar 3. febrúar 2021 17:00 Í gær lagði undirritaður fram frumvarp ásamt fleirum þingmönnum Framsóknar, sem snýr að auknum stuðningi til smærri innlendra áfengisframleiðenda. Frumvarpið er tvíþætt og leggur til að veita skuli allt að 50% afslátt af áfengisgjöldum til smærri innlenda áfengisframleiðenda ásamt því að leyfa þeim að selja framleiðsluvörur sínar í smásölu á framleiðslustað. Um gott mál er að ræða sem stuðlar að aukinni nýsköpun, auknu frelsi, auknum atvinnutækifærum um allt land og samkeppnishæfi smærri áfengisframleiðenda á erfiðum markaði. Hæstvirtur dómsmálaráðherra heldur því fram að frumvarp Framsóknar sé sama frumvarpið nema með örlitlum breytingum. Vert er að fara stuttlega yfir grundvallarmismun beggja frumvarpa: Frumvarp Framsóknar leggur til allt að 50% afslátt af áfengisgjaldi til smærri innlenda áfengisframleiðenda. Frumvarp dómsmálaráðherra inniheldur engan slíkan afslátt né sambærilegar ívilnanir. Frumvarp dómsmálaráðherra leggur til stuðning við áfengisframleiðendur sem framleiða allt að 500.000 lítra á almanaksári. Þá má benda á að ýmsir framleiðendur, til dæmis Bruggsmiðjan (Kaldi), falla ekki undir það takmark. Frumvarp Framsóknar leggur til stuðning við áfengisframleiðendur sem framleiða allt að 1.000.000 lítra á almanaksári. Frumvarp dómsmálaráðherra leggur til stuðning við áfengisframleiðendur sem framleiða allt að 12% áfengi, þ.e. einungis öl. Frumvarp Framsóknar leggur til stuðning við áfengisframleiðendur sem framleiða allt að 50% áfengi, og þar falla inn vörur eins og gin, viskí o.fl. Frumvarp dómsmálaráðherra leggur til leyfi fyrir ótakmarkaðri sölu brugghúsa á öllu öli. Frumvarp Framsóknar leggur til þrepaskipta sölu á ákveðnu magni áfengis og fjölda eintaka af framleiðsluvöru framleiðanda. Þessi takmörk eru lögð fram með lýðheilsusjónarmið til hliðsjónar, en fyrirvari þingmanna við mál dómsmálaráðherra varðar þau sjónarmið. Auðvelt er að útskýra þau sjónarmið og ekki ættu þau ekki að koma á óvart. Þá eru væntanlega lögð fram sambærileg rök í báðum frumvörpum, enda eru flutningsmenn frumvarps Framsóknar ekki ósammála frumvarpi dómsmálaráðherra. Þvert á móti þá viljum við bæta í, auka stuðning til íslenskrar framleiðslu og gera gott mál betra. Dómsmálaráðherra nefnir einnig að með stuðningi við frelsi og íslenska framleiðslu sé um sinn eigin málstað að ræða og að Framsókn hafi loksins „séð ljósið“. Slík fullyrðing vekur furðu, enda hefur Framsókn talað fyrir auknu frelsi, atvinnutækifærum um allt land og stuðningi við innlenda framleiðslu í rúm 104 ár. Því er varla hægt að telja umrætt frumvarp sem nýnæmi við stefnu Framsóknar. Það er sérstaklega ánægjulegt að sjá ráðherra styðja rúmlega 100 ára málstað Framsóknar þó svo að það sé með þessum hætti. Það hefur einnig verið vilji undirritaðs að leggja til þann stuðning sem fram kemur í frumvarpi Framsóknar í töluverðan tíma. Undirritaður hefur, rétt eins og aðrir þingmenn, átt í miklum samskiptum við innlenda áfengisframleiðendur og hugleitt málið lengi. Undirritaður er varaþingmaður sem fór inn á þing eftir síðastliðin áramót og lagði umrætt frumvarp fram strax við fyrsta tækifæri. Þar sem hæstvirtur dómsmálaráðherra lýsir yfir vilja til að ná þeim breytingum sem frumvarp Framsóknar leggur til ásamt því að lýsa yfir ánægju sinni yfir frumvarpinu þá vil ég formlega bjóða hæstvirtum ráðherra að gerast meðflutningsmaður með umræddu frumvarpi Framsóknar. Af málflutningi ráðherra í viðtölum gærdagsins má ráða að ráðherra hafi áhuga á því, enda um töluvert meiri stuðning til innlendrar framleiðslu að ræða. Þannig er einnig hægt að koma í veg fyrir átök beggja frumvarpa og leiða til samþykkis á auknum stuðningi við smærri innlenda áfengisframleiðendur á Alþingi. Með von um samþykki. Þórarinn Ingi Pétursson, þingmaður Framsóknar í Norðausturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Alþingi Þórarinn Ingi Pétursson Tengdar fréttir Ný tækifæri í smærri innlendri áfengisframleiðslu Mikil gróska hefur verið í innlendri áfengisframleiðslu síðastliðin ár, og þá sérstaklega hjá smærri innlendum framleiðendum á öli og sterku áfengi. 2. febrúar 2021 16:30 Framsóknarmenn „hafi séð ljósið“ og hljóti nú að styðja frumvarp sitt um brugghús Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segist hljóta að líta á frumvarp þriggja þingmanna Framsóknarmanna um breytingar á áfengislögum, sem stuðning við sitt eigið frumvarp sama efnis. Áslaug segir sitt frumvarp ítrekað hafa mætt mótstöðu og gerðir við það fyrirvarar í ríkisstjórn og í þingflokkum samstarfsflokkanna og því skjóti skökku við að þingmenn Framsóknarflokksins, þeir sömu og sett hafi fyrirvara við hennar mál, leggi nú fram sambærilegt frumvarp í eigin nafni. 2. febrúar 2021 22:24 Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Í gær lagði undirritaður fram frumvarp ásamt fleirum þingmönnum Framsóknar, sem snýr að auknum stuðningi til smærri innlendra áfengisframleiðenda. Frumvarpið er tvíþætt og leggur til að veita skuli allt að 50% afslátt af áfengisgjöldum til smærri innlenda áfengisframleiðenda ásamt því að leyfa þeim að selja framleiðsluvörur sínar í smásölu á framleiðslustað. Um gott mál er að ræða sem stuðlar að aukinni nýsköpun, auknu frelsi, auknum atvinnutækifærum um allt land og samkeppnishæfi smærri áfengisframleiðenda á erfiðum markaði. Hæstvirtur dómsmálaráðherra heldur því fram að frumvarp Framsóknar sé sama frumvarpið nema með örlitlum breytingum. Vert er að fara stuttlega yfir grundvallarmismun beggja frumvarpa: Frumvarp Framsóknar leggur til allt að 50% afslátt af áfengisgjaldi til smærri innlenda áfengisframleiðenda. Frumvarp dómsmálaráðherra inniheldur engan slíkan afslátt né sambærilegar ívilnanir. Frumvarp dómsmálaráðherra leggur til stuðning við áfengisframleiðendur sem framleiða allt að 500.000 lítra á almanaksári. Þá má benda á að ýmsir framleiðendur, til dæmis Bruggsmiðjan (Kaldi), falla ekki undir það takmark. Frumvarp Framsóknar leggur til stuðning við áfengisframleiðendur sem framleiða allt að 1.000.000 lítra á almanaksári. Frumvarp dómsmálaráðherra leggur til stuðning við áfengisframleiðendur sem framleiða allt að 12% áfengi, þ.e. einungis öl. Frumvarp Framsóknar leggur til stuðning við áfengisframleiðendur sem framleiða allt að 50% áfengi, og þar falla inn vörur eins og gin, viskí o.fl. Frumvarp dómsmálaráðherra leggur til leyfi fyrir ótakmarkaðri sölu brugghúsa á öllu öli. Frumvarp Framsóknar leggur til þrepaskipta sölu á ákveðnu magni áfengis og fjölda eintaka af framleiðsluvöru framleiðanda. Þessi takmörk eru lögð fram með lýðheilsusjónarmið til hliðsjónar, en fyrirvari þingmanna við mál dómsmálaráðherra varðar þau sjónarmið. Auðvelt er að útskýra þau sjónarmið og ekki ættu þau ekki að koma á óvart. Þá eru væntanlega lögð fram sambærileg rök í báðum frumvörpum, enda eru flutningsmenn frumvarps Framsóknar ekki ósammála frumvarpi dómsmálaráðherra. Þvert á móti þá viljum við bæta í, auka stuðning til íslenskrar framleiðslu og gera gott mál betra. Dómsmálaráðherra nefnir einnig að með stuðningi við frelsi og íslenska framleiðslu sé um sinn eigin málstað að ræða og að Framsókn hafi loksins „séð ljósið“. Slík fullyrðing vekur furðu, enda hefur Framsókn talað fyrir auknu frelsi, atvinnutækifærum um allt land og stuðningi við innlenda framleiðslu í rúm 104 ár. Því er varla hægt að telja umrætt frumvarp sem nýnæmi við stefnu Framsóknar. Það er sérstaklega ánægjulegt að sjá ráðherra styðja rúmlega 100 ára málstað Framsóknar þó svo að það sé með þessum hætti. Það hefur einnig verið vilji undirritaðs að leggja til þann stuðning sem fram kemur í frumvarpi Framsóknar í töluverðan tíma. Undirritaður hefur, rétt eins og aðrir þingmenn, átt í miklum samskiptum við innlenda áfengisframleiðendur og hugleitt málið lengi. Undirritaður er varaþingmaður sem fór inn á þing eftir síðastliðin áramót og lagði umrætt frumvarp fram strax við fyrsta tækifæri. Þar sem hæstvirtur dómsmálaráðherra lýsir yfir vilja til að ná þeim breytingum sem frumvarp Framsóknar leggur til ásamt því að lýsa yfir ánægju sinni yfir frumvarpinu þá vil ég formlega bjóða hæstvirtum ráðherra að gerast meðflutningsmaður með umræddu frumvarpi Framsóknar. Af málflutningi ráðherra í viðtölum gærdagsins má ráða að ráðherra hafi áhuga á því, enda um töluvert meiri stuðning til innlendrar framleiðslu að ræða. Þannig er einnig hægt að koma í veg fyrir átök beggja frumvarpa og leiða til samþykkis á auknum stuðningi við smærri innlenda áfengisframleiðendur á Alþingi. Með von um samþykki. Þórarinn Ingi Pétursson, þingmaður Framsóknar í Norðausturkjördæmi
Ný tækifæri í smærri innlendri áfengisframleiðslu Mikil gróska hefur verið í innlendri áfengisframleiðslu síðastliðin ár, og þá sérstaklega hjá smærri innlendum framleiðendum á öli og sterku áfengi. 2. febrúar 2021 16:30
Framsóknarmenn „hafi séð ljósið“ og hljóti nú að styðja frumvarp sitt um brugghús Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segist hljóta að líta á frumvarp þriggja þingmanna Framsóknarmanna um breytingar á áfengislögum, sem stuðning við sitt eigið frumvarp sama efnis. Áslaug segir sitt frumvarp ítrekað hafa mætt mótstöðu og gerðir við það fyrirvarar í ríkisstjórn og í þingflokkum samstarfsflokkanna og því skjóti skökku við að þingmenn Framsóknarflokksins, þeir sömu og sett hafi fyrirvara við hennar mál, leggi nú fram sambærilegt frumvarp í eigin nafni. 2. febrúar 2021 22:24
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun