Hrós og hvatning til starfsfólks Ljóssins á alþjóðlegum degi krabbameins Erna Magnúsdóttir skrifar 4. febrúar 2021 09:30 Það eru forréttindi að starfa með slíkum hópi fagfólks og mig langar til að nota daginn í dag til að senda þeim öllum hrós og hvatningu. Deila smá G-vítamíni eins og flottu vinir okkar hjá Geðhjálp minna okkur á þessa dagana. Ljósið er orðinn stór vinnustaður. Miðstöðin sem byrjaði með einum starfsmanni fyrir rúmum 15 árum státar nú af yfir 30 manna þverfaglegu teymi sem starfar saman sem öflug liðsheild. Starfsfólkið er sérhæft í að mæta fólki þar sem það er statt í lífinu í sínu veikindaferli. Það tekur á móti einstaklingum sem eru oft á tíðum á erfiðum stað þar sem tilveran er á hvolfi. Allt í einu er ekkert í dag eins og það var í gær. Hvernig verður þetta allt saman? Get ég hugsað um börnin mín? Heimilið? Hvað með vinnuna? Tómstundirnar? Vinina? Af hverju þurfti þetta að koma fyrir mig? Þetta eru dæmi um spurningar sem starfsfólkið okkar fær oft í viku. Þetta eru ekki bara nokkrir einstaklingar heldur yfir 500 manns á mánuði sem sækir endurhæfingu- og stuðning til miðstöðvarinnar. Kærleikur, fagmennska og natni Það getur tekið á að sitja hinum megin við borðið og vera sá sem hughreystir, styrkir og fær fólk til að huga að bjartari tímum. Það sem einkennir einstaklinga sem vinna slík störf er umhyggja fyrir þeim sem á þurfa að halda og trúin á að framlagið verði til þess að bæta heilsu og líðan. Við erum heppin að hafa í Ljósinu stóran hóp af vel menntuðu og reynslumiklu fagfólki á sviði endurhæfingar krabbameinsgreindra. Fagfólk sem lætur sér annt um að fylgjast með öllum þeim nýjungum sem verða á sviði endurhæfingar, hvort sem um er að ræða líkamlega getu eða andlega og félagslega þætti. Hrósum meira Með þessum pisti langar mig að ekki einungis að þakka starfsfólki Ljóssins heldur líka öllum þeim sem vinna að endurhæfingarmálum og stuðningi við krabbameinsgreinda á Íslandi. Takk fyrir að vinna að því að bæta heilsu og efla lífsgæði þessa hóps með kærleik, natni og fagmennsku. Íslenskt samfélag er heppið að eiga flottan hóp fagfólks sem lýsir upp myrkrið þegar það verður hvað mest. Með gleði, grósku, fagmennsku og áræðni höldum við saman inn í framtíðina. Höfundur er forstöðukona Ljóssins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Það eru forréttindi að starfa með slíkum hópi fagfólks og mig langar til að nota daginn í dag til að senda þeim öllum hrós og hvatningu. Deila smá G-vítamíni eins og flottu vinir okkar hjá Geðhjálp minna okkur á þessa dagana. Ljósið er orðinn stór vinnustaður. Miðstöðin sem byrjaði með einum starfsmanni fyrir rúmum 15 árum státar nú af yfir 30 manna þverfaglegu teymi sem starfar saman sem öflug liðsheild. Starfsfólkið er sérhæft í að mæta fólki þar sem það er statt í lífinu í sínu veikindaferli. Það tekur á móti einstaklingum sem eru oft á tíðum á erfiðum stað þar sem tilveran er á hvolfi. Allt í einu er ekkert í dag eins og það var í gær. Hvernig verður þetta allt saman? Get ég hugsað um börnin mín? Heimilið? Hvað með vinnuna? Tómstundirnar? Vinina? Af hverju þurfti þetta að koma fyrir mig? Þetta eru dæmi um spurningar sem starfsfólkið okkar fær oft í viku. Þetta eru ekki bara nokkrir einstaklingar heldur yfir 500 manns á mánuði sem sækir endurhæfingu- og stuðning til miðstöðvarinnar. Kærleikur, fagmennska og natni Það getur tekið á að sitja hinum megin við borðið og vera sá sem hughreystir, styrkir og fær fólk til að huga að bjartari tímum. Það sem einkennir einstaklinga sem vinna slík störf er umhyggja fyrir þeim sem á þurfa að halda og trúin á að framlagið verði til þess að bæta heilsu og líðan. Við erum heppin að hafa í Ljósinu stóran hóp af vel menntuðu og reynslumiklu fagfólki á sviði endurhæfingar krabbameinsgreindra. Fagfólk sem lætur sér annt um að fylgjast með öllum þeim nýjungum sem verða á sviði endurhæfingar, hvort sem um er að ræða líkamlega getu eða andlega og félagslega þætti. Hrósum meira Með þessum pisti langar mig að ekki einungis að þakka starfsfólki Ljóssins heldur líka öllum þeim sem vinna að endurhæfingarmálum og stuðningi við krabbameinsgreinda á Íslandi. Takk fyrir að vinna að því að bæta heilsu og efla lífsgæði þessa hóps með kærleik, natni og fagmennsku. Íslenskt samfélag er heppið að eiga flottan hóp fagfólks sem lýsir upp myrkrið þegar það verður hvað mest. Með gleði, grósku, fagmennsku og áræðni höldum við saman inn í framtíðina. Höfundur er forstöðukona Ljóssins
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun