Hrós og hvatning til starfsfólks Ljóssins á alþjóðlegum degi krabbameins Erna Magnúsdóttir skrifar 4. febrúar 2021 09:30 Það eru forréttindi að starfa með slíkum hópi fagfólks og mig langar til að nota daginn í dag til að senda þeim öllum hrós og hvatningu. Deila smá G-vítamíni eins og flottu vinir okkar hjá Geðhjálp minna okkur á þessa dagana. Ljósið er orðinn stór vinnustaður. Miðstöðin sem byrjaði með einum starfsmanni fyrir rúmum 15 árum státar nú af yfir 30 manna þverfaglegu teymi sem starfar saman sem öflug liðsheild. Starfsfólkið er sérhæft í að mæta fólki þar sem það er statt í lífinu í sínu veikindaferli. Það tekur á móti einstaklingum sem eru oft á tíðum á erfiðum stað þar sem tilveran er á hvolfi. Allt í einu er ekkert í dag eins og það var í gær. Hvernig verður þetta allt saman? Get ég hugsað um börnin mín? Heimilið? Hvað með vinnuna? Tómstundirnar? Vinina? Af hverju þurfti þetta að koma fyrir mig? Þetta eru dæmi um spurningar sem starfsfólkið okkar fær oft í viku. Þetta eru ekki bara nokkrir einstaklingar heldur yfir 500 manns á mánuði sem sækir endurhæfingu- og stuðning til miðstöðvarinnar. Kærleikur, fagmennska og natni Það getur tekið á að sitja hinum megin við borðið og vera sá sem hughreystir, styrkir og fær fólk til að huga að bjartari tímum. Það sem einkennir einstaklinga sem vinna slík störf er umhyggja fyrir þeim sem á þurfa að halda og trúin á að framlagið verði til þess að bæta heilsu og líðan. Við erum heppin að hafa í Ljósinu stóran hóp af vel menntuðu og reynslumiklu fagfólki á sviði endurhæfingar krabbameinsgreindra. Fagfólk sem lætur sér annt um að fylgjast með öllum þeim nýjungum sem verða á sviði endurhæfingar, hvort sem um er að ræða líkamlega getu eða andlega og félagslega þætti. Hrósum meira Með þessum pisti langar mig að ekki einungis að þakka starfsfólki Ljóssins heldur líka öllum þeim sem vinna að endurhæfingarmálum og stuðningi við krabbameinsgreinda á Íslandi. Takk fyrir að vinna að því að bæta heilsu og efla lífsgæði þessa hóps með kærleik, natni og fagmennsku. Íslenskt samfélag er heppið að eiga flottan hóp fagfólks sem lýsir upp myrkrið þegar það verður hvað mest. Með gleði, grósku, fagmennsku og áræðni höldum við saman inn í framtíðina. Höfundur er forstöðukona Ljóssins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Það eru forréttindi að starfa með slíkum hópi fagfólks og mig langar til að nota daginn í dag til að senda þeim öllum hrós og hvatningu. Deila smá G-vítamíni eins og flottu vinir okkar hjá Geðhjálp minna okkur á þessa dagana. Ljósið er orðinn stór vinnustaður. Miðstöðin sem byrjaði með einum starfsmanni fyrir rúmum 15 árum státar nú af yfir 30 manna þverfaglegu teymi sem starfar saman sem öflug liðsheild. Starfsfólkið er sérhæft í að mæta fólki þar sem það er statt í lífinu í sínu veikindaferli. Það tekur á móti einstaklingum sem eru oft á tíðum á erfiðum stað þar sem tilveran er á hvolfi. Allt í einu er ekkert í dag eins og það var í gær. Hvernig verður þetta allt saman? Get ég hugsað um börnin mín? Heimilið? Hvað með vinnuna? Tómstundirnar? Vinina? Af hverju þurfti þetta að koma fyrir mig? Þetta eru dæmi um spurningar sem starfsfólkið okkar fær oft í viku. Þetta eru ekki bara nokkrir einstaklingar heldur yfir 500 manns á mánuði sem sækir endurhæfingu- og stuðning til miðstöðvarinnar. Kærleikur, fagmennska og natni Það getur tekið á að sitja hinum megin við borðið og vera sá sem hughreystir, styrkir og fær fólk til að huga að bjartari tímum. Það sem einkennir einstaklinga sem vinna slík störf er umhyggja fyrir þeim sem á þurfa að halda og trúin á að framlagið verði til þess að bæta heilsu og líðan. Við erum heppin að hafa í Ljósinu stóran hóp af vel menntuðu og reynslumiklu fagfólki á sviði endurhæfingar krabbameinsgreindra. Fagfólk sem lætur sér annt um að fylgjast með öllum þeim nýjungum sem verða á sviði endurhæfingar, hvort sem um er að ræða líkamlega getu eða andlega og félagslega þætti. Hrósum meira Með þessum pisti langar mig að ekki einungis að þakka starfsfólki Ljóssins heldur líka öllum þeim sem vinna að endurhæfingarmálum og stuðningi við krabbameinsgreinda á Íslandi. Takk fyrir að vinna að því að bæta heilsu og efla lífsgæði þessa hóps með kærleik, natni og fagmennsku. Íslenskt samfélag er heppið að eiga flottan hóp fagfólks sem lýsir upp myrkrið þegar það verður hvað mest. Með gleði, grósku, fagmennsku og áræðni höldum við saman inn í framtíðina. Höfundur er forstöðukona Ljóssins
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun „Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun