Harmi slegið samstarfsfólk Freyju fær áfallahjálp Margrét Helga Erlingsdóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 4. febrúar 2021 14:21 Fréttamaður okkar í Danmörku, Elín Margrét Böðvarsdóttir, tók þessa ljósmynd af heimili Freyju. Freyja var vinamörg og vinsæl en fjölmargir hafa lagt blóm við heimili hennar í Malling á Jótlandi. Vísir/Elín Margrét Anni Andersen forstöðukona þjónustukjarnans Stenslundcentret í Odder, þar sem Freyja Egilsdóttir vann, kallaði nánasta samstarfsfólk Freyju til fundar í hádeginu í dag til að veita því stuðning og sálræna aðstoð. Tveir sálfræðingar voru kallaðir til. Öllum, sem á þurfa að halda, verður boðin sálræn hjálp til að takast á við áfallið. Fáni við þjónustukjarnann hefur verið dreginn í hálfa stöng. Á fundinum var starfsfólkinu sagt frá helstu staðreyndum þessa skelfilega máls og greint var frá gangi lögreglurannsóknarinnar. B.T. hefur eftir Anni að málið væri svakalegt áfall fyrir starfsmennina, sumir þeirra hafi verið afar nánir Freyju. Sjá nánar: Maðurinn sem myrti Freyju áður verið dæmdur fyrir morð Í gærkvöldi greindu danskir fjölmiðlar frá baksögu mannsins sem, fyrir dómi í gær, sagðist hafa banað Freyju. Árið 1996 hlaut maðurinn dóm fyrir hrottafengið morð á annarri barnsmóður sinni. Þau áttu saman dreng sem þá var tveggja ára. Vinir, fjölskylda og nágrannar Freyju komu saman í gærkvöldi til að sýna hvert öðru stuðning í þeirri miklu sorg sem nú ríkir vegna fráfalls Freyju. Vísir/Elín Margrét Freyja og hinn grunaði voru hjón en þau höfðu nýverið slitið samvistum. Saman áttu þau tvö ung börn, dreng og stúlku. Í gær komu saman til kyrrðar-og sorgarstundar vinir, nágrannar og kunningjar Freyju. Aðstandendur hennar lögðu blóm og kerti við heimili hennar í smábænum Malling. Heimilið er nú rannsóknarvettvangur því árásin átti sér stað þar. Fjölmiðillinn B.T. ræddi við fjölmarga vini og nágranna Freyju og en enginn þeirra vildi tjá sig opinberlega um málið, enda sé það afar viðkvæmt. Einn þeirra sem vildi ekki koma fram undir nafni sagði að það væri hans tilfinning að fólkið væri harmi slegið. Það vilji halda sig svolítið til hlés fyrst um sinn. Morð í Malling Danmörk Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Maðurinn sem myrti Freyju áður verið dæmdur fyrir morð Karlmaðurinn sem játað hefur að hafa myrt Freyju Egilsdóttur í Malling á Jótlandi hefur áður verið dæmdur fyrir morð. Árið 1996 hlaut hann dóm fyrir morðið á annarri barnsmóður sinni, en sonur þeirra var þá tveggja ára gamall. 3. febrúar 2021 21:13 „Hún var vinsæl og vinamörg, við erum í algjöru áfalli“ Vinir Freyju Egilsdóttur sem fannst látin á heimili sínu í nótt segja mikla sorg ríkja í Malling þar sem hún bjó. Þeir tóku þátt í leit að henni í gær, ásamt fjölmennu lögregluliði. Kerti og blóm hafa streymt að heimili hennar í dag. 3. febrúar 2021 19:00 Rannsaka bakgrunn og eðli sambands Freyju og hins grunaða Eftir að grunur vaknaði um að fyrrverandi sambýlismaður og eiginmaður Freyju Egilsdóttur væri sekur um manndráp hefur meginþungi rannsóknar Lögreglunnar á Jótlandi falist í að kortleggja bakgrunn hins grunaða og í því að finna mögulegt tilefni drápsins. 3. febrúar 2021 15:41 Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Innlent Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Erlent Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Holtavörðuheiðinni lokað Innlent Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Erlent Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar Innlent Fleiri fréttir „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Sjá meira
Öllum, sem á þurfa að halda, verður boðin sálræn hjálp til að takast á við áfallið. Fáni við þjónustukjarnann hefur verið dreginn í hálfa stöng. Á fundinum var starfsfólkinu sagt frá helstu staðreyndum þessa skelfilega máls og greint var frá gangi lögreglurannsóknarinnar. B.T. hefur eftir Anni að málið væri svakalegt áfall fyrir starfsmennina, sumir þeirra hafi verið afar nánir Freyju. Sjá nánar: Maðurinn sem myrti Freyju áður verið dæmdur fyrir morð Í gærkvöldi greindu danskir fjölmiðlar frá baksögu mannsins sem, fyrir dómi í gær, sagðist hafa banað Freyju. Árið 1996 hlaut maðurinn dóm fyrir hrottafengið morð á annarri barnsmóður sinni. Þau áttu saman dreng sem þá var tveggja ára. Vinir, fjölskylda og nágrannar Freyju komu saman í gærkvöldi til að sýna hvert öðru stuðning í þeirri miklu sorg sem nú ríkir vegna fráfalls Freyju. Vísir/Elín Margrét Freyja og hinn grunaði voru hjón en þau höfðu nýverið slitið samvistum. Saman áttu þau tvö ung börn, dreng og stúlku. Í gær komu saman til kyrrðar-og sorgarstundar vinir, nágrannar og kunningjar Freyju. Aðstandendur hennar lögðu blóm og kerti við heimili hennar í smábænum Malling. Heimilið er nú rannsóknarvettvangur því árásin átti sér stað þar. Fjölmiðillinn B.T. ræddi við fjölmarga vini og nágranna Freyju og en enginn þeirra vildi tjá sig opinberlega um málið, enda sé það afar viðkvæmt. Einn þeirra sem vildi ekki koma fram undir nafni sagði að það væri hans tilfinning að fólkið væri harmi slegið. Það vilji halda sig svolítið til hlés fyrst um sinn.
Morð í Malling Danmörk Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Maðurinn sem myrti Freyju áður verið dæmdur fyrir morð Karlmaðurinn sem játað hefur að hafa myrt Freyju Egilsdóttur í Malling á Jótlandi hefur áður verið dæmdur fyrir morð. Árið 1996 hlaut hann dóm fyrir morðið á annarri barnsmóður sinni, en sonur þeirra var þá tveggja ára gamall. 3. febrúar 2021 21:13 „Hún var vinsæl og vinamörg, við erum í algjöru áfalli“ Vinir Freyju Egilsdóttur sem fannst látin á heimili sínu í nótt segja mikla sorg ríkja í Malling þar sem hún bjó. Þeir tóku þátt í leit að henni í gær, ásamt fjölmennu lögregluliði. Kerti og blóm hafa streymt að heimili hennar í dag. 3. febrúar 2021 19:00 Rannsaka bakgrunn og eðli sambands Freyju og hins grunaða Eftir að grunur vaknaði um að fyrrverandi sambýlismaður og eiginmaður Freyju Egilsdóttur væri sekur um manndráp hefur meginþungi rannsóknar Lögreglunnar á Jótlandi falist í að kortleggja bakgrunn hins grunaða og í því að finna mögulegt tilefni drápsins. 3. febrúar 2021 15:41 Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Innlent Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Erlent Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Holtavörðuheiðinni lokað Innlent Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Erlent Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar Innlent Fleiri fréttir „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Sjá meira
Maðurinn sem myrti Freyju áður verið dæmdur fyrir morð Karlmaðurinn sem játað hefur að hafa myrt Freyju Egilsdóttur í Malling á Jótlandi hefur áður verið dæmdur fyrir morð. Árið 1996 hlaut hann dóm fyrir morðið á annarri barnsmóður sinni, en sonur þeirra var þá tveggja ára gamall. 3. febrúar 2021 21:13
„Hún var vinsæl og vinamörg, við erum í algjöru áfalli“ Vinir Freyju Egilsdóttur sem fannst látin á heimili sínu í nótt segja mikla sorg ríkja í Malling þar sem hún bjó. Þeir tóku þátt í leit að henni í gær, ásamt fjölmennu lögregluliði. Kerti og blóm hafa streymt að heimili hennar í dag. 3. febrúar 2021 19:00
Rannsaka bakgrunn og eðli sambands Freyju og hins grunaða Eftir að grunur vaknaði um að fyrrverandi sambýlismaður og eiginmaður Freyju Egilsdóttur væri sekur um manndráp hefur meginþungi rannsóknar Lögreglunnar á Jótlandi falist í að kortleggja bakgrunn hins grunaða og í því að finna mögulegt tilefni drápsins. 3. febrúar 2021 15:41