„Hefði aldrei trúað því að ég myndi enda í Harvard“ Sindri Sverrisson skrifar 8. febrúar 2021 08:00 Kristján Gunnarsson mun spila í Ivy League með Harvard næsta vetur. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Það er allt spennandi við þetta,“ segir knattspyrnumaðurinn Kristján Gunnarsson sem er á leið í hinn virta Harvard-háskóla í Bandaríkjunum í haust. Kristján er í hópi 4,6% umsækjenda sem tókst að þræða nálaraugað og komast inn í Harvard og það er ekki síst fótboltahæfileikunum að þakka. Fleira spilar þó inn í en Kristján útskrifast frá Verslunarskóla Íslands í vor þar sem hann hefur verið afar virkur í félagsstörfum og náð mjög góðum námsárangri. „Þetta er samt náttúrulega bara ótrúlegt. Ég byrjaði að pæla í þessu fyrir svona tveimur árum og langaði alltaf að komast í toppháskóla en ég hefði aldrei trúað því að ég myndi enda í Harvard,“ segir Kristján. Að minnsta kosti 40 milljóna króna virði Segja má að með fótboltahæfileikum sínum hafi Kristján unnið sér inn 40 milljóna króna vinning ef horft er til þess hvað nám í Harvard kostar, burtséð frá því hvað námsgráða frá skólanum er svo mikils virði að námi loknu. View this post on Instagram A post shared by Soccer and Education USA (@soccerandeducationusa) „Fótboltinn hjálpaði alla vega gríðarlega mikið. Þjálfararnir vildu fá mig inn í skólann og hjálpuðu mér við umsóknarferlið. Íþróttamenn eru mikils metnir í Bandaríkjunum. Það eru eflaust ýmsir með betri einkunnir en ég en félags- og íþróttastörf hjálpuðu mér að skara fram úr,“ segir Kristján sem hefur setið í ýmsum nefndum í Versló og segir það einnig kunna að hafa hjálpað sér að hafa verið á vinnumarkaðnum frá því að hann var í 8. bekk. Nýr þjálfari og stefnan sett hátt Kristján segir stefnuna setta á hagfræðinám. Hann er 18 ára gamall og hefur verið leikmaður Breiðabliks síðustu ár en er þessa dagana að íhuga hvar hann ætlar að spila fótbolta í sumar. Hann var viðloðandi meistaraflokk Blika síðasta sumar og kom inn á í einum bikarleik, í 3-0 sigri á Gróttu. Kristján Gunnarsson náði að spila einn leik með meistaraflokki Breiðabliks á síðustu leiktíð, þá 17 ára gamall.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Næsta vetur mun Kristján svo spila fótbolta í Ivy League þar sem flestir af elítuháskólum Bandaríkjanna tefla fram liði. Þar ætla Harvard-menn sér stærri hluti en undanfarin ár: „Þeir hafa ekki verið neitt sérstakir, svona um miðja deild síðustu ár, en það var að koma nýr þjálfari sem hefur gengið mjög vel þarna úti. Síðan er árangurinn minn og árgangurinn á undan með sterka leikmenn, svo að framtíðin er björt. Þeir ætla sér bara að vinna deildina á næstu árum.“ Yrði sáttur með að spila í Pepsi Max deildinni Kristján er hógvær þegar hann er spurður út í getu sína á fótboltavellinum, kveðst þó fínasti sóknarbakvörður, snöggur og með mikið þol, en hvað vill hann ná langt á því sviði? „Ég stefni ennþá á að ná eins langt og ég get í fótboltanum, ásamt því að það nám sem ég fæ þarna muni nýtast mér allt mitt líf. Ég er ekkert endilega að stefna á atvinnumennsku eða eitthvað slíkt, en yrði bara sáttur með að spila í Pepsi Max-deildinni á Íslandi og nýta gráðuna mína til að gera eitthvað á vinnumarkaðnum.“ Bandaríkin Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfarinn lofaði Mikael: „Var okkar besti maður“ Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Mitrovic fór á spítala vegna óreglulegs hjartsláttar Sonur Buffons spilaði sinn fyrsta leik Sjáðu stórleik Cecilíu gegn meisturunum Kynnir fyrsta hópinn á miðvikudag Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Sjá meira
Kristján er í hópi 4,6% umsækjenda sem tókst að þræða nálaraugað og komast inn í Harvard og það er ekki síst fótboltahæfileikunum að þakka. Fleira spilar þó inn í en Kristján útskrifast frá Verslunarskóla Íslands í vor þar sem hann hefur verið afar virkur í félagsstörfum og náð mjög góðum námsárangri. „Þetta er samt náttúrulega bara ótrúlegt. Ég byrjaði að pæla í þessu fyrir svona tveimur árum og langaði alltaf að komast í toppháskóla en ég hefði aldrei trúað því að ég myndi enda í Harvard,“ segir Kristján. Að minnsta kosti 40 milljóna króna virði Segja má að með fótboltahæfileikum sínum hafi Kristján unnið sér inn 40 milljóna króna vinning ef horft er til þess hvað nám í Harvard kostar, burtséð frá því hvað námsgráða frá skólanum er svo mikils virði að námi loknu. View this post on Instagram A post shared by Soccer and Education USA (@soccerandeducationusa) „Fótboltinn hjálpaði alla vega gríðarlega mikið. Þjálfararnir vildu fá mig inn í skólann og hjálpuðu mér við umsóknarferlið. Íþróttamenn eru mikils metnir í Bandaríkjunum. Það eru eflaust ýmsir með betri einkunnir en ég en félags- og íþróttastörf hjálpuðu mér að skara fram úr,“ segir Kristján sem hefur setið í ýmsum nefndum í Versló og segir það einnig kunna að hafa hjálpað sér að hafa verið á vinnumarkaðnum frá því að hann var í 8. bekk. Nýr þjálfari og stefnan sett hátt Kristján segir stefnuna setta á hagfræðinám. Hann er 18 ára gamall og hefur verið leikmaður Breiðabliks síðustu ár en er þessa dagana að íhuga hvar hann ætlar að spila fótbolta í sumar. Hann var viðloðandi meistaraflokk Blika síðasta sumar og kom inn á í einum bikarleik, í 3-0 sigri á Gróttu. Kristján Gunnarsson náði að spila einn leik með meistaraflokki Breiðabliks á síðustu leiktíð, þá 17 ára gamall.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Næsta vetur mun Kristján svo spila fótbolta í Ivy League þar sem flestir af elítuháskólum Bandaríkjanna tefla fram liði. Þar ætla Harvard-menn sér stærri hluti en undanfarin ár: „Þeir hafa ekki verið neitt sérstakir, svona um miðja deild síðustu ár, en það var að koma nýr þjálfari sem hefur gengið mjög vel þarna úti. Síðan er árangurinn minn og árgangurinn á undan með sterka leikmenn, svo að framtíðin er björt. Þeir ætla sér bara að vinna deildina á næstu árum.“ Yrði sáttur með að spila í Pepsi Max deildinni Kristján er hógvær þegar hann er spurður út í getu sína á fótboltavellinum, kveðst þó fínasti sóknarbakvörður, snöggur og með mikið þol, en hvað vill hann ná langt á því sviði? „Ég stefni ennþá á að ná eins langt og ég get í fótboltanum, ásamt því að það nám sem ég fæ þarna muni nýtast mér allt mitt líf. Ég er ekkert endilega að stefna á atvinnumennsku eða eitthvað slíkt, en yrði bara sáttur með að spila í Pepsi Max-deildinni á Íslandi og nýta gráðuna mína til að gera eitthvað á vinnumarkaðnum.“
Bandaríkin Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfarinn lofaði Mikael: „Var okkar besti maður“ Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Mitrovic fór á spítala vegna óreglulegs hjartsláttar Sonur Buffons spilaði sinn fyrsta leik Sjáðu stórleik Cecilíu gegn meisturunum Kynnir fyrsta hópinn á miðvikudag Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Sjá meira