„Hefði aldrei trúað því að ég myndi enda í Harvard“ Sindri Sverrisson skrifar 8. febrúar 2021 08:00 Kristján Gunnarsson mun spila í Ivy League með Harvard næsta vetur. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Það er allt spennandi við þetta,“ segir knattspyrnumaðurinn Kristján Gunnarsson sem er á leið í hinn virta Harvard-háskóla í Bandaríkjunum í haust. Kristján er í hópi 4,6% umsækjenda sem tókst að þræða nálaraugað og komast inn í Harvard og það er ekki síst fótboltahæfileikunum að þakka. Fleira spilar þó inn í en Kristján útskrifast frá Verslunarskóla Íslands í vor þar sem hann hefur verið afar virkur í félagsstörfum og náð mjög góðum námsárangri. „Þetta er samt náttúrulega bara ótrúlegt. Ég byrjaði að pæla í þessu fyrir svona tveimur árum og langaði alltaf að komast í toppháskóla en ég hefði aldrei trúað því að ég myndi enda í Harvard,“ segir Kristján. Að minnsta kosti 40 milljóna króna virði Segja má að með fótboltahæfileikum sínum hafi Kristján unnið sér inn 40 milljóna króna vinning ef horft er til þess hvað nám í Harvard kostar, burtséð frá því hvað námsgráða frá skólanum er svo mikils virði að námi loknu. View this post on Instagram A post shared by Soccer and Education USA (@soccerandeducationusa) „Fótboltinn hjálpaði alla vega gríðarlega mikið. Þjálfararnir vildu fá mig inn í skólann og hjálpuðu mér við umsóknarferlið. Íþróttamenn eru mikils metnir í Bandaríkjunum. Það eru eflaust ýmsir með betri einkunnir en ég en félags- og íþróttastörf hjálpuðu mér að skara fram úr,“ segir Kristján sem hefur setið í ýmsum nefndum í Versló og segir það einnig kunna að hafa hjálpað sér að hafa verið á vinnumarkaðnum frá því að hann var í 8. bekk. Nýr þjálfari og stefnan sett hátt Kristján segir stefnuna setta á hagfræðinám. Hann er 18 ára gamall og hefur verið leikmaður Breiðabliks síðustu ár en er þessa dagana að íhuga hvar hann ætlar að spila fótbolta í sumar. Hann var viðloðandi meistaraflokk Blika síðasta sumar og kom inn á í einum bikarleik, í 3-0 sigri á Gróttu. Kristján Gunnarsson náði að spila einn leik með meistaraflokki Breiðabliks á síðustu leiktíð, þá 17 ára gamall.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Næsta vetur mun Kristján svo spila fótbolta í Ivy League þar sem flestir af elítuháskólum Bandaríkjanna tefla fram liði. Þar ætla Harvard-menn sér stærri hluti en undanfarin ár: „Þeir hafa ekki verið neitt sérstakir, svona um miðja deild síðustu ár, en það var að koma nýr þjálfari sem hefur gengið mjög vel þarna úti. Síðan er árangurinn minn og árgangurinn á undan með sterka leikmenn, svo að framtíðin er björt. Þeir ætla sér bara að vinna deildina á næstu árum.“ Yrði sáttur með að spila í Pepsi Max deildinni Kristján er hógvær þegar hann er spurður út í getu sína á fótboltavellinum, kveðst þó fínasti sóknarbakvörður, snöggur og með mikið þol, en hvað vill hann ná langt á því sviði? „Ég stefni ennþá á að ná eins langt og ég get í fótboltanum, ásamt því að það nám sem ég fæ þarna muni nýtast mér allt mitt líf. Ég er ekkert endilega að stefna á atvinnumennsku eða eitthvað slíkt, en yrði bara sáttur með að spila í Pepsi Max-deildinni á Íslandi og nýta gráðuna mína til að gera eitthvað á vinnumarkaðnum.“ Bandaríkin Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fleiri fréttir Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Sjá meira
Kristján er í hópi 4,6% umsækjenda sem tókst að þræða nálaraugað og komast inn í Harvard og það er ekki síst fótboltahæfileikunum að þakka. Fleira spilar þó inn í en Kristján útskrifast frá Verslunarskóla Íslands í vor þar sem hann hefur verið afar virkur í félagsstörfum og náð mjög góðum námsárangri. „Þetta er samt náttúrulega bara ótrúlegt. Ég byrjaði að pæla í þessu fyrir svona tveimur árum og langaði alltaf að komast í toppháskóla en ég hefði aldrei trúað því að ég myndi enda í Harvard,“ segir Kristján. Að minnsta kosti 40 milljóna króna virði Segja má að með fótboltahæfileikum sínum hafi Kristján unnið sér inn 40 milljóna króna vinning ef horft er til þess hvað nám í Harvard kostar, burtséð frá því hvað námsgráða frá skólanum er svo mikils virði að námi loknu. View this post on Instagram A post shared by Soccer and Education USA (@soccerandeducationusa) „Fótboltinn hjálpaði alla vega gríðarlega mikið. Þjálfararnir vildu fá mig inn í skólann og hjálpuðu mér við umsóknarferlið. Íþróttamenn eru mikils metnir í Bandaríkjunum. Það eru eflaust ýmsir með betri einkunnir en ég en félags- og íþróttastörf hjálpuðu mér að skara fram úr,“ segir Kristján sem hefur setið í ýmsum nefndum í Versló og segir það einnig kunna að hafa hjálpað sér að hafa verið á vinnumarkaðnum frá því að hann var í 8. bekk. Nýr þjálfari og stefnan sett hátt Kristján segir stefnuna setta á hagfræðinám. Hann er 18 ára gamall og hefur verið leikmaður Breiðabliks síðustu ár en er þessa dagana að íhuga hvar hann ætlar að spila fótbolta í sumar. Hann var viðloðandi meistaraflokk Blika síðasta sumar og kom inn á í einum bikarleik, í 3-0 sigri á Gróttu. Kristján Gunnarsson náði að spila einn leik með meistaraflokki Breiðabliks á síðustu leiktíð, þá 17 ára gamall.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Næsta vetur mun Kristján svo spila fótbolta í Ivy League þar sem flestir af elítuháskólum Bandaríkjanna tefla fram liði. Þar ætla Harvard-menn sér stærri hluti en undanfarin ár: „Þeir hafa ekki verið neitt sérstakir, svona um miðja deild síðustu ár, en það var að koma nýr þjálfari sem hefur gengið mjög vel þarna úti. Síðan er árangurinn minn og árgangurinn á undan með sterka leikmenn, svo að framtíðin er björt. Þeir ætla sér bara að vinna deildina á næstu árum.“ Yrði sáttur með að spila í Pepsi Max deildinni Kristján er hógvær þegar hann er spurður út í getu sína á fótboltavellinum, kveðst þó fínasti sóknarbakvörður, snöggur og með mikið þol, en hvað vill hann ná langt á því sviði? „Ég stefni ennþá á að ná eins langt og ég get í fótboltanum, ásamt því að það nám sem ég fæ þarna muni nýtast mér allt mitt líf. Ég er ekkert endilega að stefna á atvinnumennsku eða eitthvað slíkt, en yrði bara sáttur með að spila í Pepsi Max-deildinni á Íslandi og nýta gráðuna mína til að gera eitthvað á vinnumarkaðnum.“
Bandaríkin Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fleiri fréttir Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Sjá meira