Þórólfur væntir samningsdraga frá Pfizer Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. febrúar 2021 16:49 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði í viðtali fyrr í dag að viðræður við Pfizer væru ekki á þeim stað að tilefni væri að segja frá þeim. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist bíða samningsdraga frá Pfizer. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kannast ekki við að neinn samningur sé í höfn við lyfjaframleiðandann Pfizer. Hann segist bíða eftir samningsdrögum frá lyfjaframleiðandanum og í framhaldinu verði að taka afstöðu til þess hvort samningurinn sé ásættanlegur fyrir Íslands. Fundur er fyrirhugaður í næstu viku. Hávær orðrómur hefur verið á kreiki undanfarna daga að samningur við Pfizer sé í höfn og að því sé von á mörg hundruð þúsund skömmtum af bóluefninu til landsins svo hægt verði að framkvæma rannsóknina. Þessi orðrómur var til umræðu í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem Þórólfur var gestur. Þáttastjórnendur sögðu orðróminn það háværan að samningur væri sagður í höfn og jafnvel komin dagsetning á komu bóluefnis til landsins. „Það er undarlegt. Ég veit um enga dagsetningu og engan samning. Ég hef ekki séð nein drög, það hafa engin samningsdrög komið,“ sagði Þórólfur. Hann viti ekki hvaðan þessi orðrómur sé kominn um dagsetningar og annað slíkt. „Það eina sem ég get sagt er að ekkert af því sem þið eruð að tala um er rétt,“ sagði Þórólfur. „Við erum í samskiptum við Pfizer og munum eiga með þeim fund í næstu viku. Við erum að bíða eftir þessum samningsdrögum sem við vonumst til að fá sem fyrst. Þá vitum við meira hvar við stöndum og þurfum að taka afstöðu til þess. Það er bara ekki komið.“ Hann segist þó jákvæður á verkefnið og rannsóknina. „Tengiliðir okkar við Pfizer sem við höfum rætt við hafa verið mjög jákvæðir. Það er kannski ekki nóg,“ segir Þórólfur. „Þetta mál kemst ekki í neina höfn fyrr en við fáum samning og sjáum um hvað málið snýst raunverulega og endanlega. Það er ekki fyrr en við fáum samningsdrög í hendurna.“ Málið verði bara að skýrast. „Það er það sem við erum að bíða eftir að við fáum einhvern samning eða samningsdrög sem við getum þá skoðað. Er þetta ásættanlegt eða ekki? Menn taka afstöðu til þess. Þá endar þetta annaðhvort með já eða nei. Þá er bara málið komið í höfn og allir fá að vita hvernig það er. En þangað til er ekkert meira um það að segja.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Svandís um viðræður við Pfizer: „Ekkert sem að hægt er að segja frá“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir boltann hjá lyfjaframleiðandanum Pfizer varðandi mögulegan samning við Ísland um mikið magn bóluefnis sem gæti borist til Íslands í rannsóknarskyni. Þannig mætti bólusetja stóran hluta þjóðarinnar á skömmum tíma. 5. febrúar 2021 13:33 Bóluefni AstraZeneca gefið fólki yngra en 65 ára hér á landi Bóluefni AstraZeneca gegn Covid-19 verður gefið fólki yngra en 65 ára hér á landi, líkt og gert verður í Þýskalandi, Svíþjóð, Frakklandi og Noregi. 4. febrúar 2021 11:15 Rannsaka virkni þess að gefa sitthvort bóluefnið í fyrri og seinni skammt Vísindamenn við Oxford-háskóla í Bretlandi ætla að rannsaka hvort það gefist eins vel að gefa fólki sitthvort bóluefnið gegn Covid-19 í fyrri og seinni sprautu bólusetningar í stað þess að gefa sama bóluefnið tvisvar líkt og nú er gert. 4. febrúar 2021 07:13 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Hávær orðrómur hefur verið á kreiki undanfarna daga að samningur við Pfizer sé í höfn og að því sé von á mörg hundruð þúsund skömmtum af bóluefninu til landsins svo hægt verði að framkvæma rannsóknina. Þessi orðrómur var til umræðu í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem Þórólfur var gestur. Þáttastjórnendur sögðu orðróminn það háværan að samningur væri sagður í höfn og jafnvel komin dagsetning á komu bóluefnis til landsins. „Það er undarlegt. Ég veit um enga dagsetningu og engan samning. Ég hef ekki séð nein drög, það hafa engin samningsdrög komið,“ sagði Þórólfur. Hann viti ekki hvaðan þessi orðrómur sé kominn um dagsetningar og annað slíkt. „Það eina sem ég get sagt er að ekkert af því sem þið eruð að tala um er rétt,“ sagði Þórólfur. „Við erum í samskiptum við Pfizer og munum eiga með þeim fund í næstu viku. Við erum að bíða eftir þessum samningsdrögum sem við vonumst til að fá sem fyrst. Þá vitum við meira hvar við stöndum og þurfum að taka afstöðu til þess. Það er bara ekki komið.“ Hann segist þó jákvæður á verkefnið og rannsóknina. „Tengiliðir okkar við Pfizer sem við höfum rætt við hafa verið mjög jákvæðir. Það er kannski ekki nóg,“ segir Þórólfur. „Þetta mál kemst ekki í neina höfn fyrr en við fáum samning og sjáum um hvað málið snýst raunverulega og endanlega. Það er ekki fyrr en við fáum samningsdrög í hendurna.“ Málið verði bara að skýrast. „Það er það sem við erum að bíða eftir að við fáum einhvern samning eða samningsdrög sem við getum þá skoðað. Er þetta ásættanlegt eða ekki? Menn taka afstöðu til þess. Þá endar þetta annaðhvort með já eða nei. Þá er bara málið komið í höfn og allir fá að vita hvernig það er. En þangað til er ekkert meira um það að segja.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Svandís um viðræður við Pfizer: „Ekkert sem að hægt er að segja frá“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir boltann hjá lyfjaframleiðandanum Pfizer varðandi mögulegan samning við Ísland um mikið magn bóluefnis sem gæti borist til Íslands í rannsóknarskyni. Þannig mætti bólusetja stóran hluta þjóðarinnar á skömmum tíma. 5. febrúar 2021 13:33 Bóluefni AstraZeneca gefið fólki yngra en 65 ára hér á landi Bóluefni AstraZeneca gegn Covid-19 verður gefið fólki yngra en 65 ára hér á landi, líkt og gert verður í Þýskalandi, Svíþjóð, Frakklandi og Noregi. 4. febrúar 2021 11:15 Rannsaka virkni þess að gefa sitthvort bóluefnið í fyrri og seinni skammt Vísindamenn við Oxford-háskóla í Bretlandi ætla að rannsaka hvort það gefist eins vel að gefa fólki sitthvort bóluefnið gegn Covid-19 í fyrri og seinni sprautu bólusetningar í stað þess að gefa sama bóluefnið tvisvar líkt og nú er gert. 4. febrúar 2021 07:13 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Svandís um viðræður við Pfizer: „Ekkert sem að hægt er að segja frá“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir boltann hjá lyfjaframleiðandanum Pfizer varðandi mögulegan samning við Ísland um mikið magn bóluefnis sem gæti borist til Íslands í rannsóknarskyni. Þannig mætti bólusetja stóran hluta þjóðarinnar á skömmum tíma. 5. febrúar 2021 13:33
Bóluefni AstraZeneca gefið fólki yngra en 65 ára hér á landi Bóluefni AstraZeneca gegn Covid-19 verður gefið fólki yngra en 65 ára hér á landi, líkt og gert verður í Þýskalandi, Svíþjóð, Frakklandi og Noregi. 4. febrúar 2021 11:15
Rannsaka virkni þess að gefa sitthvort bóluefnið í fyrri og seinni skammt Vísindamenn við Oxford-háskóla í Bretlandi ætla að rannsaka hvort það gefist eins vel að gefa fólki sitthvort bóluefnið gegn Covid-19 í fyrri og seinni sprautu bólusetningar í stað þess að gefa sama bóluefnið tvisvar líkt og nú er gert. 4. febrúar 2021 07:13