Drottningin fékk lögum breytt til að sveipa auðæfi sín leyndarhjúp Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. febrúar 2021 19:47 Auður drottningarinnar hefur aldrei verið gefinn upp en hann er talinn hlaupa á hundruðum milljóna punda. epa/Will Oliver Elísabetu drottningu tókst að fá stjórnvöld til að gera breytingar á lagafrumvarpi til að koma í veg fyrir að almenningur fengi upplýsingar um persónuleg auðæfi hennar. Þetta kemur fram í minnisblöðum sem blaðamenn Guardian fundu í breska þjóðskjalasafninu. Minnisblöðin leiða í ljós að persónulegur lögmaður Elísabetar beitti ráðherra þrýstingi til að gera nauðsynlegar breytingar á fyrirliggjandi frumvarpi. Í kjölfarið var ákvæði bætt við sem gerði ríkisstjórninni kleift að veita fyrirtækjum þjóðarleiðtoga undanþágur frá nýjum reglum um gegnsæi. Samkvæmt Guardian var fyrirkomulagið, sem er sagt hafa tekið gildi á 8. áratug síðustu aldar, nýtt til að búa til skúffufyrirtæki til að sveipa eignir og fjárfestingar drottningarinnar leyndarhjúp. Draumur hagsmunavarðarins Upp komst um málið við rannsókn Guardian á fornu fyrirbæri í lögum sem kallast „samþykki drottningar“ (e. Queen's consent). Umrædd hefð kveður á um að ráðherrar láti drottninguna vita áður en frumvarp sem kann að hafa áhrif á krúnuna er tekið til atkvæðagreiðslu. Lögspekingar hafa álitið „samþykki drottningar“ ógegnsæja en skaðlausa tilhögun en Guardian segir minnisblöðin leiða í ljós að um sé að ræða glufu sem gerir drottningunni og lögmönnum hennar kleyft að lesa frumvörp áður en þau eru tekin til umræðu og hafa áhrif á innihald þeirra. Thomas Andres, sérfræðingur í stjórnskipun við Oxford University, segir minnisblöðin sýna að drottningin hafi áhrifavald sem hagsmunaverðir geta aðeins látið sig dreyma um. Ítarlega frétt um málið er að finna hjá Guardian. Kóngafólk Bretland Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fleiri fréttir Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Sjá meira
Minnisblöðin leiða í ljós að persónulegur lögmaður Elísabetar beitti ráðherra þrýstingi til að gera nauðsynlegar breytingar á fyrirliggjandi frumvarpi. Í kjölfarið var ákvæði bætt við sem gerði ríkisstjórninni kleift að veita fyrirtækjum þjóðarleiðtoga undanþágur frá nýjum reglum um gegnsæi. Samkvæmt Guardian var fyrirkomulagið, sem er sagt hafa tekið gildi á 8. áratug síðustu aldar, nýtt til að búa til skúffufyrirtæki til að sveipa eignir og fjárfestingar drottningarinnar leyndarhjúp. Draumur hagsmunavarðarins Upp komst um málið við rannsókn Guardian á fornu fyrirbæri í lögum sem kallast „samþykki drottningar“ (e. Queen's consent). Umrædd hefð kveður á um að ráðherrar láti drottninguna vita áður en frumvarp sem kann að hafa áhrif á krúnuna er tekið til atkvæðagreiðslu. Lögspekingar hafa álitið „samþykki drottningar“ ógegnsæja en skaðlausa tilhögun en Guardian segir minnisblöðin leiða í ljós að um sé að ræða glufu sem gerir drottningunni og lögmönnum hennar kleyft að lesa frumvörp áður en þau eru tekin til umræðu og hafa áhrif á innihald þeirra. Thomas Andres, sérfræðingur í stjórnskipun við Oxford University, segir minnisblöðin sýna að drottningin hafi áhrifavald sem hagsmunaverðir geta aðeins látið sig dreyma um. Ítarlega frétt um málið er að finna hjá Guardian.
Kóngafólk Bretland Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fleiri fréttir Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Sjá meira