„Enginn samningur, engar dagsetningar og engar flugvélar“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. febrúar 2021 08:19 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundi á dögunum. Í bakgrunni sést Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Almannavarnir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir ekkert í hendi varðandi samning við lyfjafyrirtækið Pfizer um að gera hér rannsókn á bólusetningu íslensku þjóðarinnar með bóluefni fyrirtækisins gegn Covid-19. Hávær orðrómur hefur verið á kreiki undanfarna daga að samningur við Pfizer sé í höfn og að því sé von á mörg hundruð þúsund skömmtum af bóluefninu til landsins svo hægt verði að framkvæma rannsóknina. „Ég hef bara gaman af þessum sögum öllum. Þetta sýnir að Íslendingar eru góð söguþjóð og sagnaþjóð,“ sagði Þórólfur léttur í bragði í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði ekkert nýtt að frétta af mögulegum samningi við Pfizer. Aðspurður hvort fyrirtækið væri að draga lappirnar þar sem Þórólfur hefði sagt í þarsíðustu viku og þeirri síðustu að hann vænti frétta um hvort af rannsókninni yrði sagði hann: „Jú, ég hef sagt þetta ansi langt að ég hefði búist við því fyrr en það er bara eins og það er. Maður getur ekki meira gert í því, ég bíð bara og sé til hvað kemur út úr því. En á meðan er ekkert nýtt að frétta í sjálfu sér. Það er ekkert í hendi, enginn samningur, engar dagsetningar og engar flugvélar.“ Hann sagði að ákveðið hefði verið í byrjun síðustu viku að funda með Pfizer í þessari viku og enn væri stefnt á það. Þá væri heldur ekkert nýtt að frétta varðandi fleiri skammta af bóluefnum annarra framleiðenda. Sama plan væri á borðinu og verið hefur og sagði Þórólfur liggja fyrir hversu marga skammta við fáum þar til í lok mars. Fram kom á upplýsingafundi í liðinni viku að alls kæmu 74 þúsund skammtar af bóluefni til landsins fyrir mánaðamótin mars/apríl. Hlusta má á viðtalið við Þórólf í Bítinu í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni en það hefst á mínútu 11:12. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bólusetningar Bítið Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Sjá meira
Hávær orðrómur hefur verið á kreiki undanfarna daga að samningur við Pfizer sé í höfn og að því sé von á mörg hundruð þúsund skömmtum af bóluefninu til landsins svo hægt verði að framkvæma rannsóknina. „Ég hef bara gaman af þessum sögum öllum. Þetta sýnir að Íslendingar eru góð söguþjóð og sagnaþjóð,“ sagði Þórólfur léttur í bragði í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði ekkert nýtt að frétta af mögulegum samningi við Pfizer. Aðspurður hvort fyrirtækið væri að draga lappirnar þar sem Þórólfur hefði sagt í þarsíðustu viku og þeirri síðustu að hann vænti frétta um hvort af rannsókninni yrði sagði hann: „Jú, ég hef sagt þetta ansi langt að ég hefði búist við því fyrr en það er bara eins og það er. Maður getur ekki meira gert í því, ég bíð bara og sé til hvað kemur út úr því. En á meðan er ekkert nýtt að frétta í sjálfu sér. Það er ekkert í hendi, enginn samningur, engar dagsetningar og engar flugvélar.“ Hann sagði að ákveðið hefði verið í byrjun síðustu viku að funda með Pfizer í þessari viku og enn væri stefnt á það. Þá væri heldur ekkert nýtt að frétta varðandi fleiri skammta af bóluefnum annarra framleiðenda. Sama plan væri á borðinu og verið hefur og sagði Þórólfur liggja fyrir hversu marga skammta við fáum þar til í lok mars. Fram kom á upplýsingafundi í liðinni viku að alls kæmu 74 þúsund skammtar af bóluefni til landsins fyrir mánaðamótin mars/apríl. Hlusta má á viðtalið við Þórólf í Bítinu í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni en það hefst á mínútu 11:12.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bólusetningar Bítið Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Sjá meira