Luis Suarez með enn betri byrjun en Cristiano Ronaldo og nútímamet Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. febrúar 2021 11:31 Luis Suarez fagnar hér öðru marka sinna fyrir Atletico Madrid á móti Celta Vigo í gærkvöldi. AP/Jose Breton Luis Suarez hefur heldur betur sýnt fram á það að það voru mikil mistök hjá Barcelona að losa sig við hann í sumar. Luis Suarez bætti met Cristiano Ronaldo í gærkvöldi þegar hann skoraði tvívegis fyrir Atletico Madrid í 2-2 jafntefli við Celta Vigo. Enginn annar leikmaður hefur byrjað betur hjá félagi í spænsku deildinni á þessari öld. Suarez er með sextán mörk í fyrstu sautján leikjum sínum með Atletico Madrid en besti árangurinn á 21. öldinni voru 15 mörk Cristiano Ronaldo í fyrstu sautján leikjum sínum með Real Madrid tímabilið 2009-10. Suarez er nú með þriggja marka forskot á listanum yfir markahæstu leikmenn spænsku deildarinnar. 16 - Luis Suárez has scored 16 goals in his first 17 games for Atlético de Madrid in LaLiga, becoming the fastest player to reach 16 goals for the same club in the competition in the 21st century (Cristiano Ronaldo - 15 goals for Real Madrid in 2009/10). Amazing. pic.twitter.com/wHbLRFdA7P— OptaJose (@OptaJose) February 8, 2021 Suarez er orðinn 34 ára gamall og Ronaldo Koeman afskrifaði hann þegar hann tók við sem þjálfari Barcelona í sumar. Lionel Messi var einn af þeim sem var mjög ósáttur með þá ákvörðun. Atletico Madrid steig fram og samdi við Suarez sem hefur verið frábær á tímabilinu. Luis Suarez hefur hjálpað Atletico liðinu að ná átta stiga forystu á toppi spænsku deildarinnar og er á góðri leið með að verða spænskur meistari með nýja liðinu sínu. Luis Suarez spilaði með Barcelona frá 2014 til 2020 og skoraði 147 mörk í 191 deildarleik. Hann var með 16 mörk í 38 deildarleikjum á síðasta tímabili sínu með liðinu. Suarez vann spænsku deildina fjórum sinnum og Meistaradeildina einu sinni sem leikmaður Barcelona. Top scorer in La Liga Broken a record set by Cristiano RonaldoBarcelona let Luis Suarez leave for virtually nothing last summer. Atletico Madrid are now eight points clear at the top of La Liga. https://t.co/TUWOlaZtKl— SPORTbible (@sportbible) February 9, 2021 Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Spænski boltinn Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Í beinni: Vestri - Fram | Keppst um fjórða sætið Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Sjá meira
Luis Suarez bætti met Cristiano Ronaldo í gærkvöldi þegar hann skoraði tvívegis fyrir Atletico Madrid í 2-2 jafntefli við Celta Vigo. Enginn annar leikmaður hefur byrjað betur hjá félagi í spænsku deildinni á þessari öld. Suarez er með sextán mörk í fyrstu sautján leikjum sínum með Atletico Madrid en besti árangurinn á 21. öldinni voru 15 mörk Cristiano Ronaldo í fyrstu sautján leikjum sínum með Real Madrid tímabilið 2009-10. Suarez er nú með þriggja marka forskot á listanum yfir markahæstu leikmenn spænsku deildarinnar. 16 - Luis Suárez has scored 16 goals in his first 17 games for Atlético de Madrid in LaLiga, becoming the fastest player to reach 16 goals for the same club in the competition in the 21st century (Cristiano Ronaldo - 15 goals for Real Madrid in 2009/10). Amazing. pic.twitter.com/wHbLRFdA7P— OptaJose (@OptaJose) February 8, 2021 Suarez er orðinn 34 ára gamall og Ronaldo Koeman afskrifaði hann þegar hann tók við sem þjálfari Barcelona í sumar. Lionel Messi var einn af þeim sem var mjög ósáttur með þá ákvörðun. Atletico Madrid steig fram og samdi við Suarez sem hefur verið frábær á tímabilinu. Luis Suarez hefur hjálpað Atletico liðinu að ná átta stiga forystu á toppi spænsku deildarinnar og er á góðri leið með að verða spænskur meistari með nýja liðinu sínu. Luis Suarez spilaði með Barcelona frá 2014 til 2020 og skoraði 147 mörk í 191 deildarleik. Hann var með 16 mörk í 38 deildarleikjum á síðasta tímabili sínu með liðinu. Suarez vann spænsku deildina fjórum sinnum og Meistaradeildina einu sinni sem leikmaður Barcelona. Top scorer in La Liga Broken a record set by Cristiano RonaldoBarcelona let Luis Suarez leave for virtually nothing last summer. Atletico Madrid are now eight points clear at the top of La Liga. https://t.co/TUWOlaZtKl— SPORTbible (@sportbible) February 9, 2021 Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski boltinn Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Í beinni: Vestri - Fram | Keppst um fjórða sætið Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Sjá meira