Ísafjarðarbær á eina íbúð á hverja þrjátíu íbúa Heimir Már Pétursson skrifar 9. febrúar 2021 12:02 Ísafjarðarbær á í dag 27 íbúðir í húsnæði Hlífar sem sést aftan við sjúkrahúsið á þessari mynd. Stöð 2/Egill Formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar segir óeðlilegt að bærinn eigi hlutfallslega fleiri félagslegar íbúðir en önnur bæjarfélög en bærinn stefni að því að selja hundrað íbúðir í eigu bæjarins sem og íbúðir fyrir aldraða til óhagnaðardrifinna félaga. Afraksturinn yrði meðal annars notaður til að auka framboð á húsnæði fyrir aldraða. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn mynda meirihluta í Ísafjarðarbæ. Daníel Jakobsson oddviti Sjálfstæðismanna og formaður bæjarráðs segir að við sameiningu sveitarfélaga í Ísafjarðarbæ hafi bærinn átt 190 íbúðir sem smátt og smátt hafi fækkað niður í eitt hundrað. Nú eigi bærinn eina íbúð á hverja þrjátíu íbúa í bænum. Um tuttugu prósent þeirra megi skilgreina sem félagslegar íbúðir. Daníel segir áform um sölu þessarra íbúða ekki á skjön við stefnu stjórnvalda og verkalýðshreyfingar um uppbyggingu almennra íbúða á betri kjörum til þeirra lægst launuðu. Daníel Jakobsson formaður bæjarráðs segir sölu íbúða í eigu bæjarins geta skapað hátt á þrjá milljarða í tekjur fyrir bæinn. Þær tekjur yrðu meðal annars nýttar til að fjölga leiguíbúðum fyrir aldraða.Stöð 2/Baldur „Þar erum við í raun og veru að horfa til þess að taka á okkur sama hlutverk og ríkið er að gera. Að bjóða þeim sem eru í íbúðunum í dag að kaupa þær af okkur. Annað hvort með hlutdeildarláni frá bænum eða þá að bærinn fjármagni það sem upp á vanti. Þannig að þeir íbúar sem eru í þeim væru kannski að eignast íbúðirnar fyrir minni mánaðrlegar greiðslu en þeir eru að greiða okkur í leigu í dag,“ segir Daníel. Svipað sé upp á teningnum varðandi þjónustuíbúðir fyrir aldraða. Í dag eigi bærinn 27 íbúðir af sjötíu og tveimur fyrir eldri borgara í húsi Hlífar. „Varðandi íbúðirnar fyrir eldri borgara er hugmyndin að finna einhvern kaupanda sem hefur þessi markmið sem þú lýstir áðan. Þannig að það verði virkur leigumarkaður fyrir eldri borgara í þessu húsi,“ segir Daníel. Stefnt sé að því að selja til óhagnaðardrifinna félaga. Nú sé lögð meiri áhersla á heimaþjónustu og síðan taki hjúkrunarheimilin við. Formaður bæjarráðs segir Ísafjarðarbæ eiga fleiri íbúðir miðað við höfðatölu en nokkurt annað sveitarfélag. Létta þurfi á rekstri bæjarins og auka svigrúm til fjárfestinga.Stöð 2/Egill Málið sé hins vegar allt á frumstigi og óvíst hvort slíkir kaupendur finnist en málið verði tekið fyrir í bæjarstjórn í næstu viku. Áfram yrði stefnt að því að ákveðin fjöldi almennra íbúða yrði innan félagslegra íbúðakerfsins annað hvort með eignarhaldi bæjarins eða leigusamningum. „Það er alla vega ekki æskilegt í mínum huga að það sé einhver að kaupa sem ætli annað hvort að segja leigunni upp eða hækka leiguna umtalsvert,“ segir formaður bæjarráðs. Þessar hugmyndir séu ekki eingöngu drifnar af fjármögnun á nýju knattspyrnuhúsi sem kosti um 600 milljóir króna, sömu upphæð og bærinn hafi til fjárfestinga á hverju ári að jafnaði. Heldur til að minnka umfang rekstrar bæjarins. Sala eigna gæti fært bænum hátt á þriðja milljarð króna. „Það er engin ástæða fyrir Ísafjarðarbæ að eiga miklu, miklu fleiri félagslegar íbúðir en nokkuð annað sveitarfélag eftir höfðatölu. Þannig að verkefnið er í raun og veru kannski bara að straumlínulaga aðeins hjá okkur reksturinn til að geta sótt fram,“ segir Daníel Jakobsson. Ísafjarðarbær Húsnæðismál Eldri borgarar Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Fleiri fréttir „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn mynda meirihluta í Ísafjarðarbæ. Daníel Jakobsson oddviti Sjálfstæðismanna og formaður bæjarráðs segir að við sameiningu sveitarfélaga í Ísafjarðarbæ hafi bærinn átt 190 íbúðir sem smátt og smátt hafi fækkað niður í eitt hundrað. Nú eigi bærinn eina íbúð á hverja þrjátíu íbúa í bænum. Um tuttugu prósent þeirra megi skilgreina sem félagslegar íbúðir. Daníel segir áform um sölu þessarra íbúða ekki á skjön við stefnu stjórnvalda og verkalýðshreyfingar um uppbyggingu almennra íbúða á betri kjörum til þeirra lægst launuðu. Daníel Jakobsson formaður bæjarráðs segir sölu íbúða í eigu bæjarins geta skapað hátt á þrjá milljarða í tekjur fyrir bæinn. Þær tekjur yrðu meðal annars nýttar til að fjölga leiguíbúðum fyrir aldraða.Stöð 2/Baldur „Þar erum við í raun og veru að horfa til þess að taka á okkur sama hlutverk og ríkið er að gera. Að bjóða þeim sem eru í íbúðunum í dag að kaupa þær af okkur. Annað hvort með hlutdeildarláni frá bænum eða þá að bærinn fjármagni það sem upp á vanti. Þannig að þeir íbúar sem eru í þeim væru kannski að eignast íbúðirnar fyrir minni mánaðrlegar greiðslu en þeir eru að greiða okkur í leigu í dag,“ segir Daníel. Svipað sé upp á teningnum varðandi þjónustuíbúðir fyrir aldraða. Í dag eigi bærinn 27 íbúðir af sjötíu og tveimur fyrir eldri borgara í húsi Hlífar. „Varðandi íbúðirnar fyrir eldri borgara er hugmyndin að finna einhvern kaupanda sem hefur þessi markmið sem þú lýstir áðan. Þannig að það verði virkur leigumarkaður fyrir eldri borgara í þessu húsi,“ segir Daníel. Stefnt sé að því að selja til óhagnaðardrifinna félaga. Nú sé lögð meiri áhersla á heimaþjónustu og síðan taki hjúkrunarheimilin við. Formaður bæjarráðs segir Ísafjarðarbæ eiga fleiri íbúðir miðað við höfðatölu en nokkurt annað sveitarfélag. Létta þurfi á rekstri bæjarins og auka svigrúm til fjárfestinga.Stöð 2/Egill Málið sé hins vegar allt á frumstigi og óvíst hvort slíkir kaupendur finnist en málið verði tekið fyrir í bæjarstjórn í næstu viku. Áfram yrði stefnt að því að ákveðin fjöldi almennra íbúða yrði innan félagslegra íbúðakerfsins annað hvort með eignarhaldi bæjarins eða leigusamningum. „Það er alla vega ekki æskilegt í mínum huga að það sé einhver að kaupa sem ætli annað hvort að segja leigunni upp eða hækka leiguna umtalsvert,“ segir formaður bæjarráðs. Þessar hugmyndir séu ekki eingöngu drifnar af fjármögnun á nýju knattspyrnuhúsi sem kosti um 600 milljóir króna, sömu upphæð og bærinn hafi til fjárfestinga á hverju ári að jafnaði. Heldur til að minnka umfang rekstrar bæjarins. Sala eigna gæti fært bænum hátt á þriðja milljarð króna. „Það er engin ástæða fyrir Ísafjarðarbæ að eiga miklu, miklu fleiri félagslegar íbúðir en nokkuð annað sveitarfélag eftir höfðatölu. Þannig að verkefnið er í raun og veru kannski bara að straumlínulaga aðeins hjá okkur reksturinn til að geta sótt fram,“ segir Daníel Jakobsson.
Ísafjarðarbær Húsnæðismál Eldri borgarar Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Fleiri fréttir „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Sjá meira