Handbolti

Sjáðu þessar glórulausu sendingar og stórfurðulegu ákvarðanir

Sindri Sverrisson skrifar
Það gekk ýmislegt á í liðnum Hvað ertu að gera maður?, í Seinni bylgjunni.
Það gekk ýmislegt á í liðnum Hvað ertu að gera maður?, í Seinni bylgjunni.

Glórulausar sendingar, misheppnaðar reddingar og stórfurðulegar ákvarðanir eru meðal þess sem sjá má í liðnum Hvað ertu að gera maður, í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport.

Það var létt yfir þeim Henry Birgi, Jóhanni Gunnari og Ásgeiri Erni þegar þeir renndu yfir skondin og skemmtileg atvik úr síðustu umferð í Olís-deildinni í handbolta.

Allt of háar sendingar leikmanna út í hornin fengu reyndar Jóhann til að staldra við og segja: „Ég þoli ekki þessi mistök. Þetta var ekkert svona en er allt of oft að gerast.“

Mistakasyrpuna má sjá hér að neðan.

Klippa: Seinni bylgjan - Hvað ertu að gera maður?

Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×