Tap Icelandair á síðasta ári nam að jafnaði 140 milljónum króna á degi hverjum en Bogi Nils Bogason kynnti ársreikningana á fjárfestafundi í morgun.
Hann sagði Icelandair með sterka lausafjárstöðu og efnahagsreikning og þola langt óvissutímabil til viðbótar en kvaðst þó vongóður um að brátt sæi til sólar.
Alþingi samþykkti síðastliðið haust að veita Icelandair ríkisábyrgð að lánum og var Bogi spurður um hvort félagið þyrfti að ganga á ábyrgðina.
Hér má heyra svör Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair: