Mótvægisaðgerðir Þórarins L. Þröstur Ólafsson skrifar 9. febrúar 2021 23:32 Það er ljóður á ráði manna að halla réttu máli til að upphefja eigin málflutning. Grein Þórarins Lárussonar Mótvægisaðgerðir ... o.s.frv. hér á Vísi 8. febr. s.l. ber því miður með sér þennan löst. Greinin er barmafull af rangfærslum og villandi fullyrðingum. Votlendissjóður var ekki settur á laggirnar af opiberri hálfu. Hann var stofnaður af samfélagslega ábyrgum einstakingum, fyrirtækjum og stofnunum. Hann nýtur hvorki styrkja úr ríkissjóði né er hann hagnaðardrifinn.Stjórn hans er ekki launuð. Sjóðurinn hefur aðeins einn launaðan starfsmann. Í kingum hann er ekkert “lið ráðið af ríkinu”. Höfundur vandar ekki verk sitt, þegar hann telur sig vera að veita upplýsingar um Votlendissjóð. Óþarfi er að eyða frekari orðum að dylgjum Þórarins um “svonefndan Votlendissjóð”. Endurheimt votlendis er mikið alvöru mál sem ekki ber að hafa í flimtingum. Í samræmi við útreikninga og rannsóknir okkar eigin vísindamanna þá losar hver hektari af framræstri mýri um 20 tonn af koldíoxíðsígildium. Framræst land ber ábyrgð á yfir 60% af allri losun landsins af gróðurhúsalofttegundum – hvorki meira né minna. Aðeins lítill hluti af framræstu landi er notaður til búvöruframleiðslu eða tengdra nota. Það er margyfirlýst stefna sjóðsins að ekki verði leitast eftir neinu landi sem nýtt sé til landbúnaðar. Vandinn sem við einbeinum sjónum okkar að, er þessi ógnarmikla losum gróðurhúsalofttegunda af landi sem ekki er nýtt. Þótt reynt verði að binda kolefni með margs konar gróðri, sem er góðra gjalda vert og nauðsynlegt, heldur losunin ótrauð áfram. Meðan hún er ekki stöðvuð jafngildir binding kolefnis í jarðvegi og gróðri því “ að verið sé að sópa vandanum undir teppið.” Hve öflug er svo binding koldíoxíðsígilda af jarðargróðri ? Höfum til viðmiðunar þau 20 tonn af kolefnisbindingu sem endurheimt votlendis stöðvar árlega á hektara. Skógrækt er talin binda að meðaltali 4,4 tonn árlega af kolefniseiningum (en er þó afar breytileg eftir tegundum), landgræðsla milli 1,5 og 2,1 tonn. Eitt tré bindur um 110 til 310 kg. í heil 90 ár ! Skógrækt og landgræðsla eru allra góðra gjalda verðar og nauðsynlegar en jákvæður árangur þeirra kemur ekki í veg fyrir þá losun sem framræstur jarðvegur veldur. Aðalmunurinn er sá að skógrækt og landgræðsla, sem báðar eru mikilvægar, stöðva ekki losunina. Ekkert kemur í stað þess að stöðva losunina annað en endurheimt votlendis.. Loftslagsváin er alvarlegasta ógnun mannkyns. Glímuna við hana má ekki kæfa í draumórum um óraunhæfa og ósjálfbæra framleiðslu á vöru sem nóg er af í okkar heimshluta, og lítil áhrif hefðu á framgang ofhitunar umhverfisins.Við verðum að stöðva útblástur koldíoxíðs hvar sem það ríkur út í andrúmsloftið. Ef fram heldur sem horfir með hlýnun lofthjúpsins, sjávarins og jarðarinnar munum við Íslendingar þurfa að takast á við mun alvarlegri viðfangsefni sem ekki leysast með ræktun hamps eða repju. Vinnum af skynsamlegu viti gegn þessari vá. Við munum þurfa á öllu okkar hugviti að halda. Höfundur er stjórnarformaður Votlendissjóðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Þröstur Ólafsson Tengdar fréttir Mótvægisaðgerðir vegna framræslu votlendis aðrar en endurheimt með því að moka ofan í skurði Til að minnka kolefnisspor í framræstu landi virðist eins og helsta ráðið til þess sé að moka ofan í framræsluskurðina aftur, eins og fram hefur komið í fréttum nýverið og kallað endurheimt votlendis. Um þetta hefur af opinberri hálfu verið settur á laggirnar svonefndur Votlendissjóður, sem hefur valið að einkavæða verkið og ráðið til þess hóp fólks. 8. febrúar 2021 09:30 Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Það er ljóður á ráði manna að halla réttu máli til að upphefja eigin málflutning. Grein Þórarins Lárussonar Mótvægisaðgerðir ... o.s.frv. hér á Vísi 8. febr. s.l. ber því miður með sér þennan löst. Greinin er barmafull af rangfærslum og villandi fullyrðingum. Votlendissjóður var ekki settur á laggirnar af opiberri hálfu. Hann var stofnaður af samfélagslega ábyrgum einstakingum, fyrirtækjum og stofnunum. Hann nýtur hvorki styrkja úr ríkissjóði né er hann hagnaðardrifinn.Stjórn hans er ekki launuð. Sjóðurinn hefur aðeins einn launaðan starfsmann. Í kingum hann er ekkert “lið ráðið af ríkinu”. Höfundur vandar ekki verk sitt, þegar hann telur sig vera að veita upplýsingar um Votlendissjóð. Óþarfi er að eyða frekari orðum að dylgjum Þórarins um “svonefndan Votlendissjóð”. Endurheimt votlendis er mikið alvöru mál sem ekki ber að hafa í flimtingum. Í samræmi við útreikninga og rannsóknir okkar eigin vísindamanna þá losar hver hektari af framræstri mýri um 20 tonn af koldíoxíðsígildium. Framræst land ber ábyrgð á yfir 60% af allri losun landsins af gróðurhúsalofttegundum – hvorki meira né minna. Aðeins lítill hluti af framræstu landi er notaður til búvöruframleiðslu eða tengdra nota. Það er margyfirlýst stefna sjóðsins að ekki verði leitast eftir neinu landi sem nýtt sé til landbúnaðar. Vandinn sem við einbeinum sjónum okkar að, er þessi ógnarmikla losum gróðurhúsalofttegunda af landi sem ekki er nýtt. Þótt reynt verði að binda kolefni með margs konar gróðri, sem er góðra gjalda vert og nauðsynlegt, heldur losunin ótrauð áfram. Meðan hún er ekki stöðvuð jafngildir binding kolefnis í jarðvegi og gróðri því “ að verið sé að sópa vandanum undir teppið.” Hve öflug er svo binding koldíoxíðsígilda af jarðargróðri ? Höfum til viðmiðunar þau 20 tonn af kolefnisbindingu sem endurheimt votlendis stöðvar árlega á hektara. Skógrækt er talin binda að meðaltali 4,4 tonn árlega af kolefniseiningum (en er þó afar breytileg eftir tegundum), landgræðsla milli 1,5 og 2,1 tonn. Eitt tré bindur um 110 til 310 kg. í heil 90 ár ! Skógrækt og landgræðsla eru allra góðra gjalda verðar og nauðsynlegar en jákvæður árangur þeirra kemur ekki í veg fyrir þá losun sem framræstur jarðvegur veldur. Aðalmunurinn er sá að skógrækt og landgræðsla, sem báðar eru mikilvægar, stöðva ekki losunina. Ekkert kemur í stað þess að stöðva losunina annað en endurheimt votlendis.. Loftslagsváin er alvarlegasta ógnun mannkyns. Glímuna við hana má ekki kæfa í draumórum um óraunhæfa og ósjálfbæra framleiðslu á vöru sem nóg er af í okkar heimshluta, og lítil áhrif hefðu á framgang ofhitunar umhverfisins.Við verðum að stöðva útblástur koldíoxíðs hvar sem það ríkur út í andrúmsloftið. Ef fram heldur sem horfir með hlýnun lofthjúpsins, sjávarins og jarðarinnar munum við Íslendingar þurfa að takast á við mun alvarlegri viðfangsefni sem ekki leysast með ræktun hamps eða repju. Vinnum af skynsamlegu viti gegn þessari vá. Við munum þurfa á öllu okkar hugviti að halda. Höfundur er stjórnarformaður Votlendissjóðs.
Mótvægisaðgerðir vegna framræslu votlendis aðrar en endurheimt með því að moka ofan í skurði Til að minnka kolefnisspor í framræstu landi virðist eins og helsta ráðið til þess sé að moka ofan í framræsluskurðina aftur, eins og fram hefur komið í fréttum nýverið og kallað endurheimt votlendis. Um þetta hefur af opinberri hálfu verið settur á laggirnar svonefndur Votlendissjóður, sem hefur valið að einkavæða verkið og ráðið til þess hóp fólks. 8. febrúar 2021 09:30
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun