Olíumengun í Elliðaánum Samúel Karl Ólason skrifar 10. febrúar 2021 17:41 Olíumengunarvörnum var komið fyrir þar sem olían barst út í árnar. Reykjavíkurborg Starfsmenn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur fengu í dag tilkynningu um olíumengun í Elliðaánum. Þá barst olía út í árnar úr frárennsli fyrir ofan stíflu Árbæjarmegin í Elliðaárdalnum. Í tilkynningu frá borginni segir að hratt hafi verið brugðist við og starfsfólk reksturs og umhirðu Reykjavíkurborgar hafi verið fljótt á staðinn með mengunarvarnabúnað. Búið sé að loka fyrir eins og hægt sé til að koma í veg fyrir að frekari mengun berist í árnar. Verið er að kanna hvort mengunin hafi áhrif á umhverfið og er sömuleiðis unnið að því að finna uppruna mengunarinnar. Veitur hafa komið borginni til aðstoðar í því en leitin hefur þó engan árangur borið. Mögulegt er að einhverjir dagar séu liðnir síðan olían barst í fráveitukerfið og hafi ekki borist í árnar fyrr en nú vegna lítillar úrkomu að undanförnu. Ítrekað er fyrir borgarbúum að afar mikilvægt sé að koma í veg fyrir að mengun berist í árnar og hafi áhrif á viðkvæmt lífríki þeirra. Þá er bent á að ekki eigi að hella efnum í niðurföll eins málningu, þynni, fitu eða olíu. Spilliefni eigi að skila á endurvinnslustöðvar. Sömuleiðis eigi að láta vita af því ef olía leki af ökutæki eða vinnutæki. Annað hvort Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur eða slökkviliðið svo koma megi í veg fyrir dreifingu mengunarefna. Ef einhver hefur ábendingar um uppruna lekans sem kom nánar tiltekið úr frárennsli fyrir neðan Árbæjarkirkjusvæðið er viðkomandi beðinn um að hafa samband við Heilbrigðiseftirlitið. Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira
Í tilkynningu frá borginni segir að hratt hafi verið brugðist við og starfsfólk reksturs og umhirðu Reykjavíkurborgar hafi verið fljótt á staðinn með mengunarvarnabúnað. Búið sé að loka fyrir eins og hægt sé til að koma í veg fyrir að frekari mengun berist í árnar. Verið er að kanna hvort mengunin hafi áhrif á umhverfið og er sömuleiðis unnið að því að finna uppruna mengunarinnar. Veitur hafa komið borginni til aðstoðar í því en leitin hefur þó engan árangur borið. Mögulegt er að einhverjir dagar séu liðnir síðan olían barst í fráveitukerfið og hafi ekki borist í árnar fyrr en nú vegna lítillar úrkomu að undanförnu. Ítrekað er fyrir borgarbúum að afar mikilvægt sé að koma í veg fyrir að mengun berist í árnar og hafi áhrif á viðkvæmt lífríki þeirra. Þá er bent á að ekki eigi að hella efnum í niðurföll eins málningu, þynni, fitu eða olíu. Spilliefni eigi að skila á endurvinnslustöðvar. Sömuleiðis eigi að láta vita af því ef olía leki af ökutæki eða vinnutæki. Annað hvort Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur eða slökkviliðið svo koma megi í veg fyrir dreifingu mengunarefna. Ef einhver hefur ábendingar um uppruna lekans sem kom nánar tiltekið úr frárennsli fyrir neðan Árbæjarkirkjusvæðið er viðkomandi beðinn um að hafa samband við Heilbrigðiseftirlitið.
Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira