Kerfisbundnar brottvísanir og stríðið gegn flóttafólki Eyrún Ólöf Sigurðardóttir skrifar 11. febrúar 2021 07:00 Fregnir af málum Blessing Newton og Uhunoma Osayomore, sem embættismenn íslenska ríkisins hafa tekið ákvörðun um að endursenda til Nígeríu þar sem bæði voru þolendur mansals, þurfa engum að koma á óvart sem á annað borð fylgist með fréttum eða samfélagsumræðu hér á landi. Síðastliðin misseri hafa sambærilegar fregnir af málum fólks á flótta orðið jafn fastur punktur í tilverunni eins og sú staðreynd að dagur fylgir nóttu eða að úrkoma fylgir oft kuldakasti. Eini munurinn er sá að fyrrnefndar staðreyndir eru óumflýjanleg náttúrulögmál en það eru endurteknar brottvísanir í flóttafólki ekki. Þvert á móti eru þær fylgifiskur pólitískrar stefnu og framfylgd hennar, sem fræðimenn hafa gengið svo langt að kalla „stríð gegn flóttafólki“ (1). Ýmsir hafa fært rök fyrir að sú stefna sem er við lýði í fólksflutningastjórnun samtímans sé ríkismiðuð (2) og stefni ekki að því marki að tryggja vernd eða velferð fólks á flótta (3). Þvert á móti sé markmiðið að byggja undir hagsmuni einstakra ríkja (einkum Vesturlanda) og áframhaldandi forréttindastöðu þeirra gagnvart öðrum ríkjum og íbúum þar (4). Þannig er í opinberri umræðu og við stefnumótun staðfastlega litið fram hjá þeirri staðreynd að vaxandi umfang á smygli á fólki, og æ hættulegri aðferðir við það, eru bein afleiðing af tálmunum á borð við þær að loka löglegum leiðum og aðferðum við að ferðast eða flýja úr einum stað í annan (5). Hið sama á við um mansal sem, eins og dæmin sýna, blómstrar í umhverfi þar sem öruggum leiðum fólks til að sjá sér og sínum farborða og lifa í friði frá vopnuðum átökum eru verulegar skorður settar. Lögfræðingurinn Violeta Moreno-Lax (3), sem hefur rannsakað fólksflutningastjórnun í Evrópu, bendir á að núverandi stefna í þeim málum smættar flótta- og farandfólk niður í tæknileg úrvinnsluefni fremur en manneskjur með persónulega sögu og bakgrunn. Um leið verður til visst stigveldi þjáninga, þar sem ákveðnar þjáningar og ákveðið magn af þeim trompar annars konar þjáningar með tilliti til þess hvort einstaklingur teljist þess verður að hljóta vernd í lagalegum skilningi. Þrátt fyrir almenna andstöðu við mansal, og viðleitni yfirvalda til að setja lög og reglur sem ætlað er að stemma stigu við því, hafa fræðimenn sýnt fram á að fæst ríki veita þolendum mansals dvalarleyfi (6). Endurtekin mótmæli almennings á Íslandi gegn meðferð Útlendingastofnunar og Kærunefnd útlendingamála á flóttafólki og hælisleitendum, þar með talið þolendum mansals, benda til að sú hefð samræmist ekki vilja fólksins í landinu. Fregnir af ríkisofbeldi í formi brottvísana og þvingaðra endursendinga í hættulegar aðstæður, eins og þær sem bíða Blessing og Uhunoma ef ÚTL og KNÚ fá sínu fram, eru svo tíðar að hætt er við því að þær fái á sig yfirbragð hins óhjákvæmilega, rétt eins og sú staðreynd að dagur fylgir nóttu og stundum er veðrið leiðinlegt. Af viðbrögðum ráðamanna mætti vissulega ætla að um brottvísanir gildi svipuð lögmál og um náttúrufyrirbæri á borð við leiðindaveður: Vissulega afleitt, en lítið við því að gera. Hið rétta er hins vegar að kerfið er jafn manngert og lögin sem það byggir á, og þar af leiðandi hvorki algilt né óbreytanlegt. Mikilvægt er að almenningur og stjórnvöld á Vesturlöndum gangist við ábyrgðinni á að hafa byggt upp kerfi fólksflutningastjórnunar og landamæraeftirlits sem hefur augljósa rasíska slagsíðu (4) frekar en að það grundvallist á virðingu fyrir mannhelgi, frelsi eða mannréttindum (2; 3). Rannsóknir sýna að opinber stefna Evrópusambandsins og Evrópuríkja í fólksflutningastjórnun hefur gert flótta- og farandfólk útsettara fyrir ofbeldi á borð við það sem Blessing og Uhunoma upplifðu og byggja hælisumsókn sína hér á landi á. Það væri því eðlilegt skref í átt að ábyrgð að íslenska ríkið, í umboði eða að kröfu almennings, veitti hér vernd bæði þeim sem og öðrum þolendum þess ofbeldis sem ríkið átti sjálft þátt í að búa til frjósaman jarðveg fyrir. Höfundur er mannfræðingur og háskólakennari. Heimildir 1) Fekete, L. (2005). The Deportation Machine: Europe, Asylum and Human Rights. Race and Class 47(1), 64-91. 2) Fassin, D. (2011). Policing borders, producing boundaries: The governmentality og immigration in Dark Times. Annual Review of Anthropology 40, 213-226. 3) Moreno-Lax, V. (2018). The EU Humanitarian Border and the Securitization of Human Rights: The ‘Rescue-Through-Interdiction/Rescue-Without-Protection‘ Paradigm. Journal of Common Market Studies 56(1), 119-140. 4) Jones, R. (2016). Violent Borders. Refugees and the Right to Move. Verso. 5) Lemberg-Pedersen, M. (2018). Security, industry and migration in European border control. The Routledge Handbook of the Politics of Migration in Europe. 6) Anderson, B. (2016). Trafficking. The Oxford Handbook of Refugee and Forced Migration Studies. Oxford University Press. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Fregnir af málum Blessing Newton og Uhunoma Osayomore, sem embættismenn íslenska ríkisins hafa tekið ákvörðun um að endursenda til Nígeríu þar sem bæði voru þolendur mansals, þurfa engum að koma á óvart sem á annað borð fylgist með fréttum eða samfélagsumræðu hér á landi. Síðastliðin misseri hafa sambærilegar fregnir af málum fólks á flótta orðið jafn fastur punktur í tilverunni eins og sú staðreynd að dagur fylgir nóttu eða að úrkoma fylgir oft kuldakasti. Eini munurinn er sá að fyrrnefndar staðreyndir eru óumflýjanleg náttúrulögmál en það eru endurteknar brottvísanir í flóttafólki ekki. Þvert á móti eru þær fylgifiskur pólitískrar stefnu og framfylgd hennar, sem fræðimenn hafa gengið svo langt að kalla „stríð gegn flóttafólki“ (1). Ýmsir hafa fært rök fyrir að sú stefna sem er við lýði í fólksflutningastjórnun samtímans sé ríkismiðuð (2) og stefni ekki að því marki að tryggja vernd eða velferð fólks á flótta (3). Þvert á móti sé markmiðið að byggja undir hagsmuni einstakra ríkja (einkum Vesturlanda) og áframhaldandi forréttindastöðu þeirra gagnvart öðrum ríkjum og íbúum þar (4). Þannig er í opinberri umræðu og við stefnumótun staðfastlega litið fram hjá þeirri staðreynd að vaxandi umfang á smygli á fólki, og æ hættulegri aðferðir við það, eru bein afleiðing af tálmunum á borð við þær að loka löglegum leiðum og aðferðum við að ferðast eða flýja úr einum stað í annan (5). Hið sama á við um mansal sem, eins og dæmin sýna, blómstrar í umhverfi þar sem öruggum leiðum fólks til að sjá sér og sínum farborða og lifa í friði frá vopnuðum átökum eru verulegar skorður settar. Lögfræðingurinn Violeta Moreno-Lax (3), sem hefur rannsakað fólksflutningastjórnun í Evrópu, bendir á að núverandi stefna í þeim málum smættar flótta- og farandfólk niður í tæknileg úrvinnsluefni fremur en manneskjur með persónulega sögu og bakgrunn. Um leið verður til visst stigveldi þjáninga, þar sem ákveðnar þjáningar og ákveðið magn af þeim trompar annars konar þjáningar með tilliti til þess hvort einstaklingur teljist þess verður að hljóta vernd í lagalegum skilningi. Þrátt fyrir almenna andstöðu við mansal, og viðleitni yfirvalda til að setja lög og reglur sem ætlað er að stemma stigu við því, hafa fræðimenn sýnt fram á að fæst ríki veita þolendum mansals dvalarleyfi (6). Endurtekin mótmæli almennings á Íslandi gegn meðferð Útlendingastofnunar og Kærunefnd útlendingamála á flóttafólki og hælisleitendum, þar með talið þolendum mansals, benda til að sú hefð samræmist ekki vilja fólksins í landinu. Fregnir af ríkisofbeldi í formi brottvísana og þvingaðra endursendinga í hættulegar aðstæður, eins og þær sem bíða Blessing og Uhunoma ef ÚTL og KNÚ fá sínu fram, eru svo tíðar að hætt er við því að þær fái á sig yfirbragð hins óhjákvæmilega, rétt eins og sú staðreynd að dagur fylgir nóttu og stundum er veðrið leiðinlegt. Af viðbrögðum ráðamanna mætti vissulega ætla að um brottvísanir gildi svipuð lögmál og um náttúrufyrirbæri á borð við leiðindaveður: Vissulega afleitt, en lítið við því að gera. Hið rétta er hins vegar að kerfið er jafn manngert og lögin sem það byggir á, og þar af leiðandi hvorki algilt né óbreytanlegt. Mikilvægt er að almenningur og stjórnvöld á Vesturlöndum gangist við ábyrgðinni á að hafa byggt upp kerfi fólksflutningastjórnunar og landamæraeftirlits sem hefur augljósa rasíska slagsíðu (4) frekar en að það grundvallist á virðingu fyrir mannhelgi, frelsi eða mannréttindum (2; 3). Rannsóknir sýna að opinber stefna Evrópusambandsins og Evrópuríkja í fólksflutningastjórnun hefur gert flótta- og farandfólk útsettara fyrir ofbeldi á borð við það sem Blessing og Uhunoma upplifðu og byggja hælisumsókn sína hér á landi á. Það væri því eðlilegt skref í átt að ábyrgð að íslenska ríkið, í umboði eða að kröfu almennings, veitti hér vernd bæði þeim sem og öðrum þolendum þess ofbeldis sem ríkið átti sjálft þátt í að búa til frjósaman jarðveg fyrir. Höfundur er mannfræðingur og háskólakennari. Heimildir 1) Fekete, L. (2005). The Deportation Machine: Europe, Asylum and Human Rights. Race and Class 47(1), 64-91. 2) Fassin, D. (2011). Policing borders, producing boundaries: The governmentality og immigration in Dark Times. Annual Review of Anthropology 40, 213-226. 3) Moreno-Lax, V. (2018). The EU Humanitarian Border and the Securitization of Human Rights: The ‘Rescue-Through-Interdiction/Rescue-Without-Protection‘ Paradigm. Journal of Common Market Studies 56(1), 119-140. 4) Jones, R. (2016). Violent Borders. Refugees and the Right to Move. Verso. 5) Lemberg-Pedersen, M. (2018). Security, industry and migration in European border control. The Routledge Handbook of the Politics of Migration in Europe. 6) Anderson, B. (2016). Trafficking. The Oxford Handbook of Refugee and Forced Migration Studies. Oxford University Press.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar