Bannað að snertast en 150 þúsund smokkum dreift Sindri Sverrisson skrifar 11. febrúar 2021 12:30 Fræg smokkaauglýsing fataframleiðandans Benetton sem birtist í blöðum í kringum Ólympíuleikana í Barcelona 1992. Getty/Claire Mackintosh Fremstu íþróttastjörnur heims hafa fengið misvísandi skilaboð í aðdraganda Ólympíuleikanna í Tókýó sem fara fram í sumar þrátt fyrir heimsfaraldurinn sem geysar. Í 33 blaðsíðna leiðbeiningabæklingi sem skipuleggjendur Ólympíuleikanna hafa gefið út, varðandi sóttvarnareglur á leikunum, kemur fram að fólki verði að lágmarka snertingu við aðra eins og mögulegt sé. Þannig eru handabönd og faðmlög bönnuð, fólk á að dvelja eins stuttan tíma og hægt er í ólympíuþorpinu, sleppa því að fara á staði utan þorpsins, og þar fram eftir götunum. Brjóti fólk reglurnar, sem verða endurskoðaðar eftir því sem nær dregur leikunum, á það á hættu að verða hent út af leikunum. Skipuleggjendur munu engu að síður dreifa miklum fjölda smokka í ólympíuþorpinu, líkt og á undanförnum Ólympíuleikum. Samkvæmt South China Morning Post verður 150 þúsund smokkum dreift. Að þessu hafa netverjar hent gaman og meðal annars spurt hvort nota eigi smokkana í stað sóttvarnagríma. Smokkum hefur verið dreift á Ólympíuleikum frá því í Seúl í Suður-Kóreu árið 1988 þegar þeim var fyrst dreift til að hefta útbreiðslu HIV. Á leikunum í Ríó 2016 var 450.000 smokkum dreift. Mælst til bólusetningar en hún er ekki skilyrði Ólympíuleikarnir verða settir föstudaginn 23. júlí. Skipuleggjendur hvetja til þess að íþróttafólk verði bólusett áður en það mæti til Tókýó en það er þó ekki skilyrði til að fá að keppa. Einn íslenskur íþróttamaður hefur tryggt sér sæti á Ólympíuleikunum en það er sundmaðurinn Anton Sveinn McKee. Dagur Sigurðsson verður einnig á leikunum sem þjálfari japanska karlalandsliðsins í handbolta, og frjálsíþróttaþjálfarinn Vésteinn Hafsteinsson fylgir sjálfsagt lærisveini sínum Daniel Ståhl og fleirum á leikana. Leikarnir áttu að fara fram síðasta sumar en var þá frestað um eitt ár vegna faraldursins. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Japan Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Fleiri fréttir „Það féll ekki mikið með okkur“ „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ United missti frá sér sigurinn í lokin „Missum þetta klaufalega frá okkur“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Snæfríður Sól í sjötta sæti á EM Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Hilmar með fínan leik í bikarsigri 41 árs þjálfari lést eftir fall á heimili sínu Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Hættir við að kæra Conor McGregor fyrir nauðgun Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Slógu Íslandsmet um tæpa sekúndu og Símon á inni fyrir öðru meti Stóð uppi sem sigurvegari á krefjandi ári: „Var búið að vera svo erfitt“ Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Snævar sló tugi meta á árinu: „Ánægður og stoltur af sjálfum mér“ Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sjá meira
Í 33 blaðsíðna leiðbeiningabæklingi sem skipuleggjendur Ólympíuleikanna hafa gefið út, varðandi sóttvarnareglur á leikunum, kemur fram að fólki verði að lágmarka snertingu við aðra eins og mögulegt sé. Þannig eru handabönd og faðmlög bönnuð, fólk á að dvelja eins stuttan tíma og hægt er í ólympíuþorpinu, sleppa því að fara á staði utan þorpsins, og þar fram eftir götunum. Brjóti fólk reglurnar, sem verða endurskoðaðar eftir því sem nær dregur leikunum, á það á hættu að verða hent út af leikunum. Skipuleggjendur munu engu að síður dreifa miklum fjölda smokka í ólympíuþorpinu, líkt og á undanförnum Ólympíuleikum. Samkvæmt South China Morning Post verður 150 þúsund smokkum dreift. Að þessu hafa netverjar hent gaman og meðal annars spurt hvort nota eigi smokkana í stað sóttvarnagríma. Smokkum hefur verið dreift á Ólympíuleikum frá því í Seúl í Suður-Kóreu árið 1988 þegar þeim var fyrst dreift til að hefta útbreiðslu HIV. Á leikunum í Ríó 2016 var 450.000 smokkum dreift. Mælst til bólusetningar en hún er ekki skilyrði Ólympíuleikarnir verða settir föstudaginn 23. júlí. Skipuleggjendur hvetja til þess að íþróttafólk verði bólusett áður en það mæti til Tókýó en það er þó ekki skilyrði til að fá að keppa. Einn íslenskur íþróttamaður hefur tryggt sér sæti á Ólympíuleikunum en það er sundmaðurinn Anton Sveinn McKee. Dagur Sigurðsson verður einnig á leikunum sem þjálfari japanska karlalandsliðsins í handbolta, og frjálsíþróttaþjálfarinn Vésteinn Hafsteinsson fylgir sjálfsagt lærisveini sínum Daniel Ståhl og fleirum á leikana. Leikarnir áttu að fara fram síðasta sumar en var þá frestað um eitt ár vegna faraldursins.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Japan Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Fleiri fréttir „Það féll ekki mikið með okkur“ „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ United missti frá sér sigurinn í lokin „Missum þetta klaufalega frá okkur“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Snæfríður Sól í sjötta sæti á EM Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Hilmar með fínan leik í bikarsigri 41 árs þjálfari lést eftir fall á heimili sínu Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Hættir við að kæra Conor McGregor fyrir nauðgun Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Slógu Íslandsmet um tæpa sekúndu og Símon á inni fyrir öðru meti Stóð uppi sem sigurvegari á krefjandi ári: „Var búið að vera svo erfitt“ Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Snævar sló tugi meta á árinu: „Ánægður og stoltur af sjálfum mér“ Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sjá meira