„Það var svakaleg orka í okkur“ Sindri Sverrisson skrifar 11. febrúar 2021 22:33 Jakob Örn Sigurðarson skoraði 14 stig í kvöld í sigrinum á Stjörnunni. vísir/bára „Þetta var rosagóður sigur á heimavelli, loksins. Mér finnst þetta vera á uppleið og ég var ánægður með okkur í dag,“ sagði Jakob Örn Sigurðarson eftir sigur KR á Stjörnunni í Dominos-deildinni í körfubolta í kvöld. KR vann fyrsta leikhluta 31-13 og leikinn samtals með níu stiga mun, 100-91. „Við byrjuðum rosalega sterkt, hittum vel og það var svakaleg orka í okkur. Við náðum öllum lausum boltum og slíkt. Það var mjög gott. Svo náttúrulega koma þeir inn í leikinn. Við vorum að spila við rosalega gott lið – reynda menn – og þeir fundu svolítið lausnir við því sem við vorum að gera þegar þeir voru að „pósta upp“. Að sama skapi var mjög gott hjá okkur að missa ekki hausinn heldur halda dampi og ná að klára þetta í lokin,“ sagði Jakob. Stjarnan minnkaði muninn um 13 stig í þriðja leikhluta, niður í aðeins þrjú stig. „Við vissum alveg að þeir myndu koma með eitthvað „run“. Það gerðist frekar fljótt fannst mér, alveg í byrjun seinni hálfleiks þegar þeir komust strax inn í leikinn. Fjórði leikhluti var bara jafn og gat farið hvoru megin sem var. Ég er rosalega ánægður með að við skyldum finna lausn í lokin og setja niður stóru skotin,“ sagði Jakob sem setti niður fjögur af sjö þriggja stiga skotum sínum og skoraði alls 14 stig í leiknum. KR-ingar, sem verða að teljast með lágvaxið lið, tóku fleiri fráköst en Stjörnumenn í fyrri hálfleiknum en enduðu þó með 36 fráköst gegn 46 fráköstum Stjörnunnar. Frammistaðan í fyrri hálfleiknum var þó það sem gerði útslagið í kvöld: „Við erum litlir, erum að berjast en auðvitað gefum við upp sóknarfráköst. Það er bara gefið þegar maður er með minna lið, og svolítið mikið minna lið. En við erum með aðra kosti á móti. Það er erfiðara að dekka okkur, við erum hreyfanlegir, svo við reynum að vinna þetta upp á annan hátt,“ sagði Jakob en KR skoraði úr 18 af 39 þriggja stiga skotum sínum í kvöld. Dominos-deild karla KR Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Stjarnan | Magnaður fyrsti leikhluti í kærkomnum sigri KR Deildar- og bikarmeistarar Stjörnunnar urðu að sætta sig við tap, 100-91, þegar þeir sóttu KR heim í stórleik 10. umferðar Domino's deildar karla. KR vann þar með sinn annan heimasigur á tímabilinu. 11. febrúar 2021 22:45 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Sjá meira
KR vann fyrsta leikhluta 31-13 og leikinn samtals með níu stiga mun, 100-91. „Við byrjuðum rosalega sterkt, hittum vel og það var svakaleg orka í okkur. Við náðum öllum lausum boltum og slíkt. Það var mjög gott. Svo náttúrulega koma þeir inn í leikinn. Við vorum að spila við rosalega gott lið – reynda menn – og þeir fundu svolítið lausnir við því sem við vorum að gera þegar þeir voru að „pósta upp“. Að sama skapi var mjög gott hjá okkur að missa ekki hausinn heldur halda dampi og ná að klára þetta í lokin,“ sagði Jakob. Stjarnan minnkaði muninn um 13 stig í þriðja leikhluta, niður í aðeins þrjú stig. „Við vissum alveg að þeir myndu koma með eitthvað „run“. Það gerðist frekar fljótt fannst mér, alveg í byrjun seinni hálfleiks þegar þeir komust strax inn í leikinn. Fjórði leikhluti var bara jafn og gat farið hvoru megin sem var. Ég er rosalega ánægður með að við skyldum finna lausn í lokin og setja niður stóru skotin,“ sagði Jakob sem setti niður fjögur af sjö þriggja stiga skotum sínum og skoraði alls 14 stig í leiknum. KR-ingar, sem verða að teljast með lágvaxið lið, tóku fleiri fráköst en Stjörnumenn í fyrri hálfleiknum en enduðu þó með 36 fráköst gegn 46 fráköstum Stjörnunnar. Frammistaðan í fyrri hálfleiknum var þó það sem gerði útslagið í kvöld: „Við erum litlir, erum að berjast en auðvitað gefum við upp sóknarfráköst. Það er bara gefið þegar maður er með minna lið, og svolítið mikið minna lið. En við erum með aðra kosti á móti. Það er erfiðara að dekka okkur, við erum hreyfanlegir, svo við reynum að vinna þetta upp á annan hátt,“ sagði Jakob en KR skoraði úr 18 af 39 þriggja stiga skotum sínum í kvöld.
Dominos-deild karla KR Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Stjarnan | Magnaður fyrsti leikhluti í kærkomnum sigri KR Deildar- og bikarmeistarar Stjörnunnar urðu að sætta sig við tap, 100-91, þegar þeir sóttu KR heim í stórleik 10. umferðar Domino's deildar karla. KR vann þar með sinn annan heimasigur á tímabilinu. 11. febrúar 2021 22:45 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Sjá meira
Leik lokið: KR - Stjarnan | Magnaður fyrsti leikhluti í kærkomnum sigri KR Deildar- og bikarmeistarar Stjörnunnar urðu að sætta sig við tap, 100-91, þegar þeir sóttu KR heim í stórleik 10. umferðar Domino's deildar karla. KR vann þar með sinn annan heimasigur á tímabilinu. 11. febrúar 2021 22:45