Tjónið í HÍ metið á annan milljarð króna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. febrúar 2021 06:38 Ljóst er að gríðarlegt tjón varð í Háskóla Íslands í janúar þegar meira en tvö þúsund tonn af köldu vatni flæddu um nokkrar byggingar skólans. Vísir/Egill Sérfræðingar hafa áætlað að tjónið vegna vatnslekans sem varð í Háskóla Íslands í janúar sé á annan milljarð króna. Er meðal annars horft til mikilla skemmda á húsgögnum og raflögnum við mat á tjóninu. Frá þessu er greint á forsíðu Morgunblaðsins í dag og haft eftir heimildum. Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, segir í samtali við blaðið að tjónið sé mjög verulegt en of snemmt sé að meta það til fulls. Háar fjárhæðir hafi þó verið nefndar þegar allt er talið en hann geti staðfest neitt í þeim efnum þar sem enn eigi eftir að fullmeta tjónið. Auk þess sé óvissan mikil. Í Morgunblaðinu er fjárhæðin sett í samhengi við þá fjármuni sem Happdrætti Háskóli Íslands greiddi til skólans árið 2019 en það var rúmur milljarður, nánar tiltekið 1.180 milljónir króna. Það var aðfaranótt fimmtudagsins 21. janúar sem stofnlögn vatns við Suðurgötu fór í sundur með þeim afleiðingum að meira en tvö þúsund tonn af köldu vatni runnu út og fóru um nokkrar byggingar háskólans. Veitur hafa verið í framkvæmdum á Suðurgötu þar sem meðal annar var verið að endurnýja umrædda vatnslögn. Við skoðun fyrirtækisins á lekanum kom í ljós að mannleg mistök voru gerð við framkvæmdirnar sem ollu því að stofnlögnin fór í sundur. Líkt og almennt hjá ríkisstofnunum er Háskóli Íslands ekki tryggður fyrir svona tjóni. Veitur eru aftur á móti með ábyrgðartryggingu hjá sínu tryggingafélagi, VÍS. Jón Atli segist í samtali við Morgunblaðið binda vonir við að tjónið verði að fullu bætt af þeim aðilum sem því hafi valdið. „Ég myndi telja það eðlilegt og sanngjarnt að þeir aðilar sem bera ábyrgð á tjóninu standi við sínar skuldbindingar. Við vonumst til að það gangi eftir og að það falli ekki kostnaður á ríkið. Ríkisstofnanir eru ekki tryggðar en ríkið hefur leiðir til að bregðast við þegar svona áföll skella á. Það er of snemmt að spá um hvernig gengið verður frá því,“ segir Jón Atli. Vatnsleki í Háskóla Íslands Skóla - og menntamál Tryggingar Reykjavík Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Sjá meira
Frá þessu er greint á forsíðu Morgunblaðsins í dag og haft eftir heimildum. Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, segir í samtali við blaðið að tjónið sé mjög verulegt en of snemmt sé að meta það til fulls. Háar fjárhæðir hafi þó verið nefndar þegar allt er talið en hann geti staðfest neitt í þeim efnum þar sem enn eigi eftir að fullmeta tjónið. Auk þess sé óvissan mikil. Í Morgunblaðinu er fjárhæðin sett í samhengi við þá fjármuni sem Happdrætti Háskóli Íslands greiddi til skólans árið 2019 en það var rúmur milljarður, nánar tiltekið 1.180 milljónir króna. Það var aðfaranótt fimmtudagsins 21. janúar sem stofnlögn vatns við Suðurgötu fór í sundur með þeim afleiðingum að meira en tvö þúsund tonn af köldu vatni runnu út og fóru um nokkrar byggingar háskólans. Veitur hafa verið í framkvæmdum á Suðurgötu þar sem meðal annar var verið að endurnýja umrædda vatnslögn. Við skoðun fyrirtækisins á lekanum kom í ljós að mannleg mistök voru gerð við framkvæmdirnar sem ollu því að stofnlögnin fór í sundur. Líkt og almennt hjá ríkisstofnunum er Háskóli Íslands ekki tryggður fyrir svona tjóni. Veitur eru aftur á móti með ábyrgðartryggingu hjá sínu tryggingafélagi, VÍS. Jón Atli segist í samtali við Morgunblaðið binda vonir við að tjónið verði að fullu bætt af þeim aðilum sem því hafi valdið. „Ég myndi telja það eðlilegt og sanngjarnt að þeir aðilar sem bera ábyrgð á tjóninu standi við sínar skuldbindingar. Við vonumst til að það gangi eftir og að það falli ekki kostnaður á ríkið. Ríkisstofnanir eru ekki tryggðar en ríkið hefur leiðir til að bregðast við þegar svona áföll skella á. Það er of snemmt að spá um hvernig gengið verður frá því,“ segir Jón Atli.
Vatnsleki í Háskóla Íslands Skóla - og menntamál Tryggingar Reykjavík Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Sjá meira