„Arnar vill ekki að ég sitji inni á skrifstofu“ Sindri Sverrisson skrifar 12. febrúar 2021 14:38 Lars Lagerbäck skildi við Ísland eftir að liðið lék í 8-liða úrslitum EM í Frakklandi. Nú er hann mættur aftur, sem aðstoðarþjálfari. Getty/Jan Kruger Lars Lagerbäck kveðst svo sannarlega hafa saknað sinna gömlu lærisveina í íslenska landsliðinu í fótbolta. Hans nýja hlutverki hjá landsliðinu, sem nú er undir stjórn Arnars Þórs Viðarssonar, væri að mati Svíans best lýst sem starfi aðstoðarþjálfara. „Ég er auðvitað mjög ánægður með það að geta endurnýjað kynnin við Ísland. Þegar Arnar og Guðni spurðu hvort að ég gæti hjálpað þá kvaðst ég afar glaður vilja gera það, og hitta þannig leikmennina aftur. Flestir þeirra eru enn þarna og margt af starfsfólkinu í kringum liðið. Ég lít á það sem algjör forréttindi að hafa fengið þetta boð og vonandi get ég hjálpað. Það myndi gleðja mig afar mikið ef að Ísland næði góðum árangri í komandi undankeppni,“ segir Lagerbäck í samtali við Vísi í dag. Klippa: Lagerbäck um að snúa aftur til Íslands Lagerbäck lét af störfum sem þjálfari norska landsliðsins undir lok síðasta árs eftir að hafa stýrt því frá árinu 2017. Áður þjálfaði þessi 72 ára gamli Svíi íslenska landsliðið í fjögur og hálft ár með sögulega góðum árangri, en hætti eftir að hafa farið með liðinu í 8-liða úrslit á EM í Frakklandi. Nú snýr hann aftur og kveðst vissulega hafa saknað íslensku leikmannanna: „Já, að sjálfsögðu. Þetta var einn besti tíminn á minni starfsævi og alveg klárlega auðveldasta starfið því leikmennirnir voru stórkostlegir varðandi hugarfar og karakter. Ég man ekki eftir einu einasta vandamáli í samvinnunni við leikmenn. Þeir sýndu mikla hollustu. Hvað þetta varðar þá var mjög auðvelt að vera þjálfari Íslands,“ segir Lagerbäck. Ekki var alveg sömu sögu að segja af tíma hans í Noregi en undir lokin átti hann til að mynda í háværum deilum við eina af stjörnum norska liðsins, Alexander Sörloth. „Veit ekki af hverju þeir kalla mig tæknilegan ráðgjafa“ KSÍ kynnti Lagerbäck til leiks á ný í gær með fréttatilkynningu þar sem fram kom að hann yrði tæknilegur ráðgjafi. Lagerbäck hefur aðeins gert munnlegt samkomulag við sambandið og ekki liggur nákvæmlega fyrir hve lengi hann mun starfa, en hann kveðst þó sjá fyrir sér að vera Arnari innan handar að minnsta kosti út undankeppni HM í Katar sem er öll leikin á þessu ári. „Ég veit ekki af hverju þeir kalla mig tæknilegan ráðgjafa,“ segir Lagerbäck og brosir í kampinn. Klippa: Lagerbäck um starfstitilinn hjá KSÍ „Ég held að best fari á því að kalla mig aðstoðarþjálfara. Ég og Eiður [Smári Guðjohnsen, aðstoðarþjálfari], ásamt öðrum í starfsliðinu, eigum að aðstoða Arnar eins vel og við getum. Arnar er stjórinn og tekur að sjálfsögðu ákvarðanirnar. Þetta er ekki allt frágengið hjá okkur en það sem við höfum rætt er að skiptast á hugmyndum um okkar eigin leikmenn og andstæðingana. Ég skoða hvað ég sé í þessu og segi Arnari frá því. Við erum byrjaðir að ræða aðeins hve mikinn þátt ég tek í praktíska hlutanum af þessu. Ef að ég get byrjað að ferðast [vegna kórónuveirufaraldursins] er planið að ég sé með í viku áður en að liðið kemur saman, en svo höfum við ekki ákveðið nein smáatriði varðandi vinnuna með leikmönnum. Arnar hefur verið mjög opinn huga og sagt að hann vilji að ég sé virkur þátttakandi. Hann vill ekki að sitji bara inni á skrifstofu og segi hvað mér finnst. En við eigum eftir að ákveða smáatriðin í þessu,“ segir Lagerbäck. Geri það sem að Arnar ákveður Svíinn mun því koma til með að segja sína skoðun á því hvaða leikmannahóp eigi að velja í hvern leik og hvernig byrjunarlið Íslands skuli vera, svo dæmi sé tekið. „Já, það held ég. En ég geri auðvitað bara það sem Arnar ákveður. Hann er með ákveðinn hóp leikmanna í huga eins og ég hafði, sem við reynum að fylgjast eins grannt með og hægt er. Svo höfum við líka aðeins rætt það hvernig landsliðið ætti að spila og slíkt.“ Kári Árnason er elstur þeirra sem borið hafa uppi landsliðið síðustu ár. Lagerbäck segir hann hafa verið frábæran í síðustu undankeppni.Getty/Jean Catuffe Telur gullkynslóðina geta náð hærri hæðum en 2016 Hryggjarstykkið í íslenska landsliðinu var í fyrra enn það sama og Lagerbäck skapaði á sínum. Hvort eða hversu mikið það breytist undir stjórn Arnars verður að koma í ljós en það kemur Lagerbäck ekkert á óvart hve lítið hópurinn hefur breyst síðustu ár: „Auðvitað ef maður lítur til dæmis á Hannes og Kára þá eru þeir elstir af þessum sem eru enn að spila og það kemur kannski eitthvað á óvart, en ég hef séð flesta leiki Íslands síðan ég hætti að þjálfa liðið og fannst Hannes og Kári spila afskaplega vel í síðustu undankeppni. En aldurinn ræður ekki öllu. Ragnar er líka aðeins farinn að eldast en hinir í hópnum eiga allir 2-4 ár eftir ef þeir forðast meiðsli og spila hjá góðum liðum. Ég held að þeir geti náð jafnvel meiri hæðum í þessari undankeppni en þeir gerðu fyrir fimm árum,“ segir Lagerbäck og bætir við: „Ég hef fylgst með flestum þeirra leikmanna sem ég þekki og spiluðu undir minni stjórn. Ég þekki ekki eins vel yngri leikmennina sem eru að koma inn. Flestir eru að gera góða hluti hjá sínum félagsliðum. Gylfi sýndi til dæmis í síðasta leik að hann er í algjörum toppklassa. Ég er líka í miklu sambandi við Heimi og veit að Aron er að gera mjög góða hluti í Katar. Þessir „eldri“ menn í hópnum eru því að mínu mati á sama stigi og þegar ég hætti 2016.“ HM 2022 í Katar KSÍ Tengdar fréttir Lars snýr aftur til Íslands Lars Lagerbäck hefur verið ráðinn tæknilegur ráðgjafi íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. 11. febrúar 2021 16:47 Mest lesið „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Fótbolti FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Handbolti Finnur Freyr framlengdi til 2028 Körfubolti „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Sjá meira
„Ég er auðvitað mjög ánægður með það að geta endurnýjað kynnin við Ísland. Þegar Arnar og Guðni spurðu hvort að ég gæti hjálpað þá kvaðst ég afar glaður vilja gera það, og hitta þannig leikmennina aftur. Flestir þeirra eru enn þarna og margt af starfsfólkinu í kringum liðið. Ég lít á það sem algjör forréttindi að hafa fengið þetta boð og vonandi get ég hjálpað. Það myndi gleðja mig afar mikið ef að Ísland næði góðum árangri í komandi undankeppni,“ segir Lagerbäck í samtali við Vísi í dag. Klippa: Lagerbäck um að snúa aftur til Íslands Lagerbäck lét af störfum sem þjálfari norska landsliðsins undir lok síðasta árs eftir að hafa stýrt því frá árinu 2017. Áður þjálfaði þessi 72 ára gamli Svíi íslenska landsliðið í fjögur og hálft ár með sögulega góðum árangri, en hætti eftir að hafa farið með liðinu í 8-liða úrslit á EM í Frakklandi. Nú snýr hann aftur og kveðst vissulega hafa saknað íslensku leikmannanna: „Já, að sjálfsögðu. Þetta var einn besti tíminn á minni starfsævi og alveg klárlega auðveldasta starfið því leikmennirnir voru stórkostlegir varðandi hugarfar og karakter. Ég man ekki eftir einu einasta vandamáli í samvinnunni við leikmenn. Þeir sýndu mikla hollustu. Hvað þetta varðar þá var mjög auðvelt að vera þjálfari Íslands,“ segir Lagerbäck. Ekki var alveg sömu sögu að segja af tíma hans í Noregi en undir lokin átti hann til að mynda í háværum deilum við eina af stjörnum norska liðsins, Alexander Sörloth. „Veit ekki af hverju þeir kalla mig tæknilegan ráðgjafa“ KSÍ kynnti Lagerbäck til leiks á ný í gær með fréttatilkynningu þar sem fram kom að hann yrði tæknilegur ráðgjafi. Lagerbäck hefur aðeins gert munnlegt samkomulag við sambandið og ekki liggur nákvæmlega fyrir hve lengi hann mun starfa, en hann kveðst þó sjá fyrir sér að vera Arnari innan handar að minnsta kosti út undankeppni HM í Katar sem er öll leikin á þessu ári. „Ég veit ekki af hverju þeir kalla mig tæknilegan ráðgjafa,“ segir Lagerbäck og brosir í kampinn. Klippa: Lagerbäck um starfstitilinn hjá KSÍ „Ég held að best fari á því að kalla mig aðstoðarþjálfara. Ég og Eiður [Smári Guðjohnsen, aðstoðarþjálfari], ásamt öðrum í starfsliðinu, eigum að aðstoða Arnar eins vel og við getum. Arnar er stjórinn og tekur að sjálfsögðu ákvarðanirnar. Þetta er ekki allt frágengið hjá okkur en það sem við höfum rætt er að skiptast á hugmyndum um okkar eigin leikmenn og andstæðingana. Ég skoða hvað ég sé í þessu og segi Arnari frá því. Við erum byrjaðir að ræða aðeins hve mikinn þátt ég tek í praktíska hlutanum af þessu. Ef að ég get byrjað að ferðast [vegna kórónuveirufaraldursins] er planið að ég sé með í viku áður en að liðið kemur saman, en svo höfum við ekki ákveðið nein smáatriði varðandi vinnuna með leikmönnum. Arnar hefur verið mjög opinn huga og sagt að hann vilji að ég sé virkur þátttakandi. Hann vill ekki að sitji bara inni á skrifstofu og segi hvað mér finnst. En við eigum eftir að ákveða smáatriðin í þessu,“ segir Lagerbäck. Geri það sem að Arnar ákveður Svíinn mun því koma til með að segja sína skoðun á því hvaða leikmannahóp eigi að velja í hvern leik og hvernig byrjunarlið Íslands skuli vera, svo dæmi sé tekið. „Já, það held ég. En ég geri auðvitað bara það sem Arnar ákveður. Hann er með ákveðinn hóp leikmanna í huga eins og ég hafði, sem við reynum að fylgjast eins grannt með og hægt er. Svo höfum við líka aðeins rætt það hvernig landsliðið ætti að spila og slíkt.“ Kári Árnason er elstur þeirra sem borið hafa uppi landsliðið síðustu ár. Lagerbäck segir hann hafa verið frábæran í síðustu undankeppni.Getty/Jean Catuffe Telur gullkynslóðina geta náð hærri hæðum en 2016 Hryggjarstykkið í íslenska landsliðinu var í fyrra enn það sama og Lagerbäck skapaði á sínum. Hvort eða hversu mikið það breytist undir stjórn Arnars verður að koma í ljós en það kemur Lagerbäck ekkert á óvart hve lítið hópurinn hefur breyst síðustu ár: „Auðvitað ef maður lítur til dæmis á Hannes og Kára þá eru þeir elstir af þessum sem eru enn að spila og það kemur kannski eitthvað á óvart, en ég hef séð flesta leiki Íslands síðan ég hætti að þjálfa liðið og fannst Hannes og Kári spila afskaplega vel í síðustu undankeppni. En aldurinn ræður ekki öllu. Ragnar er líka aðeins farinn að eldast en hinir í hópnum eiga allir 2-4 ár eftir ef þeir forðast meiðsli og spila hjá góðum liðum. Ég held að þeir geti náð jafnvel meiri hæðum í þessari undankeppni en þeir gerðu fyrir fimm árum,“ segir Lagerbäck og bætir við: „Ég hef fylgst með flestum þeirra leikmanna sem ég þekki og spiluðu undir minni stjórn. Ég þekki ekki eins vel yngri leikmennina sem eru að koma inn. Flestir eru að gera góða hluti hjá sínum félagsliðum. Gylfi sýndi til dæmis í síðasta leik að hann er í algjörum toppklassa. Ég er líka í miklu sambandi við Heimi og veit að Aron er að gera mjög góða hluti í Katar. Þessir „eldri“ menn í hópnum eru því að mínu mati á sama stigi og þegar ég hætti 2016.“
HM 2022 í Katar KSÍ Tengdar fréttir Lars snýr aftur til Íslands Lars Lagerbäck hefur verið ráðinn tæknilegur ráðgjafi íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. 11. febrúar 2021 16:47 Mest lesið „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Fótbolti FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Handbolti Finnur Freyr framlengdi til 2028 Körfubolti „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Sjá meira
Lars snýr aftur til Íslands Lars Lagerbäck hefur verið ráðinn tæknilegur ráðgjafi íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. 11. febrúar 2021 16:47
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti