Atvinnuleysi, óörugg afkoma og heilsa Drífa Snædal skrifar 12. febrúar 2021 15:01 Varða rannsóknastofnun vinnumarkaðarins kynnti í vikunni niðurstöður viðamikillar rannsóknar á stöðu launafólks og atvinnuleitenda. Spurningar voru lagðar fyrir félagsfólk ASÍ og BSRB og niðurstöðurnar staðfesta enn á ný að ungt fólk og fólk af erlendum uppruna fer sérstaklega illa út úr efnahagskreppunni. Fólk sem hefur verið með lágar tekjur og í ótryggu ráðningasambandi er sérstaklega viðkvæmt fyrir og yfirgnæfandi hluti þessara hópa eru á leigumarkaði. Þetta staðfestir líka mikilvægi þeirra aðgerða sem ASÍ hefur kallað eftir; að hækka atvinnuleysisbætur og að styðja við fólk með því að þétta öryggisnetið, ekki síst í gegnum húsnæðisbótakerfið og barnabótakerfið. Rannsóknin varpar einnig ljósi á þær alvarlegu afleiðingar sem atvinnuleysi getur haft á heilsufar fólks. Reyndar er það svo að heilsufar bæði fólks á vinnumarkaði og utan þess er mikið áhyggjuefni. Fjórir af hverjum 10 atvinnuleitendum mælast með slæma andlega heilsu og sama má segja um ríflega fimmtung launafólks. Að auki hafði rúmur helmingur atvinnulausra neitað sér um heilbrigðisþjónustu. Um fjórðungur kvenna á vinnumarkaði býr við slæma andlega heilsu og þær neita sér frekar um heilbrigðisþjónustu en vinnandi karlar. Þetta eru sláandi tölur og óhætt að fullyrða að áhyggjur af afkomu hefur bein áhrif á líðan. Það er því heilsufarslegt mál að hækka laun, hækka bætur og stytta vinnudaginn. Einnig er brýnt að auðvelda aðgengi fólks að heilbrigðisþjónustu, hvort sem er vegna andlegra eða líkamlegra veikinda. Sá tollur sem bág kjör og kostnaður við heilbrigðisþjónustu taka af fólki er ekki aðeins alvarlegur fyrir einstaklinga og fjölskyldur (ekki síst börn), heldur getur hér skapast framtíðarvandi sem mun koma í ljós með aukinni örorku og vanvirkni. Í þessu sambandi skiptir andleg heilsa ekki síður máli en líkamleg og það er löngu kominn tími til að ræða fyrir alvöru tengslin milli heilsufars og afkomu. Rannsókn Vörðu er mikilvægt framlag til þekkingarsköpunar um kjör og stöðu launafólks á Íslandi í miðri efnahagskreppu. Verkefnið núna er að mæta þessum veruleika af fullum þunga. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Vinnumarkaður Mest lesið Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Sjá meira
Varða rannsóknastofnun vinnumarkaðarins kynnti í vikunni niðurstöður viðamikillar rannsóknar á stöðu launafólks og atvinnuleitenda. Spurningar voru lagðar fyrir félagsfólk ASÍ og BSRB og niðurstöðurnar staðfesta enn á ný að ungt fólk og fólk af erlendum uppruna fer sérstaklega illa út úr efnahagskreppunni. Fólk sem hefur verið með lágar tekjur og í ótryggu ráðningasambandi er sérstaklega viðkvæmt fyrir og yfirgnæfandi hluti þessara hópa eru á leigumarkaði. Þetta staðfestir líka mikilvægi þeirra aðgerða sem ASÍ hefur kallað eftir; að hækka atvinnuleysisbætur og að styðja við fólk með því að þétta öryggisnetið, ekki síst í gegnum húsnæðisbótakerfið og barnabótakerfið. Rannsóknin varpar einnig ljósi á þær alvarlegu afleiðingar sem atvinnuleysi getur haft á heilsufar fólks. Reyndar er það svo að heilsufar bæði fólks á vinnumarkaði og utan þess er mikið áhyggjuefni. Fjórir af hverjum 10 atvinnuleitendum mælast með slæma andlega heilsu og sama má segja um ríflega fimmtung launafólks. Að auki hafði rúmur helmingur atvinnulausra neitað sér um heilbrigðisþjónustu. Um fjórðungur kvenna á vinnumarkaði býr við slæma andlega heilsu og þær neita sér frekar um heilbrigðisþjónustu en vinnandi karlar. Þetta eru sláandi tölur og óhætt að fullyrða að áhyggjur af afkomu hefur bein áhrif á líðan. Það er því heilsufarslegt mál að hækka laun, hækka bætur og stytta vinnudaginn. Einnig er brýnt að auðvelda aðgengi fólks að heilbrigðisþjónustu, hvort sem er vegna andlegra eða líkamlegra veikinda. Sá tollur sem bág kjör og kostnaður við heilbrigðisþjónustu taka af fólki er ekki aðeins alvarlegur fyrir einstaklinga og fjölskyldur (ekki síst börn), heldur getur hér skapast framtíðarvandi sem mun koma í ljós með aukinni örorku og vanvirkni. Í þessu sambandi skiptir andleg heilsa ekki síður máli en líkamleg og það er löngu kominn tími til að ræða fyrir alvöru tengslin milli heilsufars og afkomu. Rannsókn Vörðu er mikilvægt framlag til þekkingarsköpunar um kjör og stöðu launafólks á Íslandi í miðri efnahagskreppu. Verkefnið núna er að mæta þessum veruleika af fullum þunga. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar