Japönsk yfirvöld segja upptök skjálftans hafa verið á um sex kílómetra dýpi, um níutíu kílómetrum frá borginni Namie í Fukishima-héraði. Ekki hefur þó verið gefin út flóðbylgjuviðvörun vegna skjálftans.
Stór og mikill skjálfti, 9,0 að stærð, reið yfir á svipuðum slóðum árið 2011 sem leiddi til mikillar flóðbylgju sem skall meðal anars á Fukushima-kjarnorkuverið og olli gríðarlegum umhverfisspjöllum.