Haukarnir hafa ekki unnið nágranna sína í FH í fimmtíu mánuði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2021 14:00 Ásbjörn Friðriksson hafa fagnað fjórum sinnum sigri á Hauka síðan Haukarnir unnu þá síðast. Vísir/Bára Það eru meira en fjögur ár liðin síðan að Hafnarfjörður var málaður rauður í Olís deild karla í handbolta. Haukarnir fá tækifæri til að breyta því í kvöld. Það er orðið mjög langt síðan Haukar unnu erkifjendur sína í Olís deild karla í handbolta. Haukarnir heimsækja FH-inga í Kaplakrika í kvöld í stórleik umferðarinnar en þetta er ekki bara nágrannaslagur heldur einnig toppslagur. Leikur kvöldsins verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en útsendingin hefst klukkan 19.30 en leikurinn svo tíu mínútum síðar. Leikir Hafnarfjarðarliðanna hafa vissulega verið mjög jafnir undanfarin ár en hlutirnir hafa ekki fallið með Haukaliðinu. Nú er svo komið að það eru liðnir fimmtíu mánuðir síðan að Haukarnir náðu síðasta að leggja FH að velli í deildinni. Sá sigur kom í Kaplakrika 15. desember 2016 en unnu Haukarnir 30-29 sigur. Guðmundur Árni Ólafsson tryggði Haukum sigurinn með marki 40 sekúndum fyrir leikslok en þetta var níundi deildarsigur liðsins í röð. Síðan þá hafa liðin mæst sjö sinnum í deildarkeppninni, FH hefur unnið fjóra leiki og þrír leikir hafa endað með jafntefli. FH-ingar hafa tvisvar skorað jöfnunarmarkið í þessum þremur jafnteflisleikjum. FH vann þriggja marka sigur í síðasta innbyrðis leik liðanna sem var 1. febrúar fyrir rúmu ári síðan. Leikurinn fór 31-28 fyrir FH en FH-ingar náðu mest sjö marka forystu í leiknum og sigur þeirra var því frekar sannfærandi. Síðustu átta leikir FH og Hauka í Olís deildinni: 2019-20 FH vann 3 marka sigur í Kaplakrika (31-28) Jafntefli á Ásvöllum (29-29) 2018-19 Jafntefli í Kaplakrika (25-25) Jafntefli á Ásvöllum (29-29) 2017-18 FH vann 4 marka sigur á Ásvöllum (27-23) FH vann 1 marks sigur í Kaplakrika (30-29) 2016-17 FH vann 2 marka sigur á Ásvöllum (30-28) Haukar unnu 1 marks sigur í Kaplakrika (30-29) FH vann 4 marka sigur á Ásvöllum (28-24) Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla FH Haukar Hafnarfjörður Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Það er orðið mjög langt síðan Haukar unnu erkifjendur sína í Olís deild karla í handbolta. Haukarnir heimsækja FH-inga í Kaplakrika í kvöld í stórleik umferðarinnar en þetta er ekki bara nágrannaslagur heldur einnig toppslagur. Leikur kvöldsins verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en útsendingin hefst klukkan 19.30 en leikurinn svo tíu mínútum síðar. Leikir Hafnarfjarðarliðanna hafa vissulega verið mjög jafnir undanfarin ár en hlutirnir hafa ekki fallið með Haukaliðinu. Nú er svo komið að það eru liðnir fimmtíu mánuðir síðan að Haukarnir náðu síðasta að leggja FH að velli í deildinni. Sá sigur kom í Kaplakrika 15. desember 2016 en unnu Haukarnir 30-29 sigur. Guðmundur Árni Ólafsson tryggði Haukum sigurinn með marki 40 sekúndum fyrir leikslok en þetta var níundi deildarsigur liðsins í röð. Síðan þá hafa liðin mæst sjö sinnum í deildarkeppninni, FH hefur unnið fjóra leiki og þrír leikir hafa endað með jafntefli. FH-ingar hafa tvisvar skorað jöfnunarmarkið í þessum þremur jafnteflisleikjum. FH vann þriggja marka sigur í síðasta innbyrðis leik liðanna sem var 1. febrúar fyrir rúmu ári síðan. Leikurinn fór 31-28 fyrir FH en FH-ingar náðu mest sjö marka forystu í leiknum og sigur þeirra var því frekar sannfærandi. Síðustu átta leikir FH og Hauka í Olís deildinni: 2019-20 FH vann 3 marka sigur í Kaplakrika (31-28) Jafntefli á Ásvöllum (29-29) 2018-19 Jafntefli í Kaplakrika (25-25) Jafntefli á Ásvöllum (29-29) 2017-18 FH vann 4 marka sigur á Ásvöllum (27-23) FH vann 1 marks sigur í Kaplakrika (30-29) 2016-17 FH vann 2 marka sigur á Ásvöllum (30-28) Haukar unnu 1 marks sigur í Kaplakrika (30-29) FH vann 4 marka sigur á Ásvöllum (28-24) Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Síðustu átta leikir FH og Hauka í Olís deildinni: 2019-20 FH vann 3 marka sigur í Kaplakrika (31-28) Jafntefli á Ásvöllum (29-29) 2018-19 Jafntefli í Kaplakrika (25-25) Jafntefli á Ásvöllum (29-29) 2017-18 FH vann 4 marka sigur á Ásvöllum (27-23) FH vann 1 marks sigur í Kaplakrika (30-29) 2016-17 FH vann 2 marka sigur á Ásvöllum (30-28) Haukar unnu 1 marks sigur í Kaplakrika (30-29) FH vann 4 marka sigur á Ásvöllum (28-24)
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla FH Haukar Hafnarfjörður Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti