Íslendings leitað í tengslum við manndrápið Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. febrúar 2021 18:52 Íslensks karlmanns er leitað í tengslum við rannsókn á manndrápi í Reykjavík í fyrrinótt. Talið er að málið tengist uppgjöri í undirheimunum en karlmaður frá Litháen hefur verið hnepptur í gæsluvarðhald vegna málsins. Dómsmálaráðherra segist skynja aukna hörku í undirheimunum og segir mikilvægt að bregðast við. Maðurinn sem varð fyrir skotárás í Rauðagerði í fyrrinótt var frá Albaníu en bjó hér á landi með íslenskri eiginkonu sinni og ungu barni en þau eiga von á öðru barni. Fljótlega eftir árásina var tæplega fertugur karlmaður frá Litháen handtekinn í Garðabæ og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Þá herma heimildir fréttastofu að lögregla leiti annars manns í tengslum við málið, en sá er íslenskur og búsettur hér á landi. Lögregla hefur varist allra fregna í dag en aðspurður sagði Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn að lögregluyfirvöld væru í samskiptum við Europol, sem séu eðlilegir verkferlar í máli af þessum toga. Rannsókn málsins er umfangsmikil.Vísir/Vésteinn Talið að um hafi verið að ræða skammbyssu Rannsókn málsins beinist meðal annars aðþví hvort árásin tengist uppgjöri í undirheimunum í tengslum við skipulagða brotastarfsemi. Heimildir fréttastofu herma að maðurinn hafi verið skotinn oft, meðal annars í höfuðið, og er talið að vopnið sé skammbyssa en hún er enn ófundin. Málið litið alvarlegum augum og í algjörum forgangi hjá lögreglu. Áslaug Arna segir að bregðast þurfi við auknum tilkynningum um vopnaburð einstaklinga.Vísir/Egill Aðalsteinsson „Þetta er verulegt áhyggjuefni og okkur sýnist svo vera að það er aukning í tilkynningum vegna vopnaðra einstaklinga og við því þarf auðvitað að bregðast,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. „Fyrir nokkrum mánuðum setti ég sérstaklega á fót vinnu við aðgerðir gegn skipulagðri brotastarfsemi til að undirbúa lögregluna betur í sérhæfingu og getu til að takast á við þetta. Bæði með samhæfingu og verklagsvinnu en einnig með búnaði og öðru slíku.“ Aðspurð segir hún vopnaburð lögreglu ekki vera í farvatninu. „Það hefur verið eitt aðalsmerki íslensku lögreglunnar að við almenn löggæslustörf sé hún ekki búin vopnum en aftur á móti er mjög mikilvægt að hafa hér hóp sem er okkar sérsveit til að takast á við þessi atvik þar sem eru vopnaðir einstaklinga.“ Eruð þið að sjá aukna hörku í undirheimunum? „Já, það virðist vera að eðli brotanna sé aðeins að breytast sem og auðvitað fjöldinn. Og það er verið að liggja yfir þessu og greiningar ríkislögreglustjóra sýna að það þarf að bregðast við.“ Rannsóknin miðar meðal annars að því hvort málið tengist uppgjöri í undirheimunum í tengslum við skipulagða brotastarfsemi. Ef það er raunverulega staðan – hvaða þýðingu hefur það? „Það hefur auðvitað bara þá þýðingu að það þarf að setja enn meiri kraft í þá vinnu sem nú þegar er farin af stað. Við höfum sett aukna fjármuni í þennan málaflokk, við höfum verið að setja þessa vinnu af stað sem miðar mjög vel og hefur verið að gagnast núna undanfarið og gerir vonandi í þessu máli líka.“ Þá segist hún vissulega hafa skynjað áhyggjur meðal fólks í kjölfar frétta af skotvopnum á almannafæri, fyrst í tengslum við skotárás á skrifstofur stjórnmálaflokka og bíl borgarstjóra, og nú manndráp í miðju íbúðahverfi.„Já ég tel það eðlilegt. Það auðvitað skapar ótta og það þarf að bregðast við þeim ótta enda þurfa lögreglumennirnir okkar að vera til þess búnir og færir til að geta brugðist við og tryggt öryggi almennings.“ Reykjavík Lögreglumál Morð í Rauðagerði Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Fleiri fréttir Eldur kveiktur í lyftu Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Sjá meira
Maðurinn sem varð fyrir skotárás í Rauðagerði í fyrrinótt var frá Albaníu en bjó hér á landi með íslenskri eiginkonu sinni og ungu barni en þau eiga von á öðru barni. Fljótlega eftir árásina var tæplega fertugur karlmaður frá Litháen handtekinn í Garðabæ og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Þá herma heimildir fréttastofu að lögregla leiti annars manns í tengslum við málið, en sá er íslenskur og búsettur hér á landi. Lögregla hefur varist allra fregna í dag en aðspurður sagði Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn að lögregluyfirvöld væru í samskiptum við Europol, sem séu eðlilegir verkferlar í máli af þessum toga. Rannsókn málsins er umfangsmikil.Vísir/Vésteinn Talið að um hafi verið að ræða skammbyssu Rannsókn málsins beinist meðal annars aðþví hvort árásin tengist uppgjöri í undirheimunum í tengslum við skipulagða brotastarfsemi. Heimildir fréttastofu herma að maðurinn hafi verið skotinn oft, meðal annars í höfuðið, og er talið að vopnið sé skammbyssa en hún er enn ófundin. Málið litið alvarlegum augum og í algjörum forgangi hjá lögreglu. Áslaug Arna segir að bregðast þurfi við auknum tilkynningum um vopnaburð einstaklinga.Vísir/Egill Aðalsteinsson „Þetta er verulegt áhyggjuefni og okkur sýnist svo vera að það er aukning í tilkynningum vegna vopnaðra einstaklinga og við því þarf auðvitað að bregðast,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. „Fyrir nokkrum mánuðum setti ég sérstaklega á fót vinnu við aðgerðir gegn skipulagðri brotastarfsemi til að undirbúa lögregluna betur í sérhæfingu og getu til að takast á við þetta. Bæði með samhæfingu og verklagsvinnu en einnig með búnaði og öðru slíku.“ Aðspurð segir hún vopnaburð lögreglu ekki vera í farvatninu. „Það hefur verið eitt aðalsmerki íslensku lögreglunnar að við almenn löggæslustörf sé hún ekki búin vopnum en aftur á móti er mjög mikilvægt að hafa hér hóp sem er okkar sérsveit til að takast á við þessi atvik þar sem eru vopnaðir einstaklinga.“ Eruð þið að sjá aukna hörku í undirheimunum? „Já, það virðist vera að eðli brotanna sé aðeins að breytast sem og auðvitað fjöldinn. Og það er verið að liggja yfir þessu og greiningar ríkislögreglustjóra sýna að það þarf að bregðast við.“ Rannsóknin miðar meðal annars að því hvort málið tengist uppgjöri í undirheimunum í tengslum við skipulagða brotastarfsemi. Ef það er raunverulega staðan – hvaða þýðingu hefur það? „Það hefur auðvitað bara þá þýðingu að það þarf að setja enn meiri kraft í þá vinnu sem nú þegar er farin af stað. Við höfum sett aukna fjármuni í þennan málaflokk, við höfum verið að setja þessa vinnu af stað sem miðar mjög vel og hefur verið að gagnast núna undanfarið og gerir vonandi í þessu máli líka.“ Þá segist hún vissulega hafa skynjað áhyggjur meðal fólks í kjölfar frétta af skotvopnum á almannafæri, fyrst í tengslum við skotárás á skrifstofur stjórnmálaflokka og bíl borgarstjóra, og nú manndráp í miðju íbúðahverfi.„Já ég tel það eðlilegt. Það auðvitað skapar ótta og það þarf að bregðast við þeim ótta enda þurfa lögreglumennirnir okkar að vera til þess búnir og færir til að geta brugðist við og tryggt öryggi almennings.“
Reykjavík Lögreglumál Morð í Rauðagerði Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Fleiri fréttir Eldur kveiktur í lyftu Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Sjá meira