Til marks um „annan veruleika“ ef um uppgjör var að ræða Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. febrúar 2021 20:34 Karl Steinar segir mikilvægt að málið sé rannsakað til hlítar áður en ályktanir eru dregnar. Vísir/Samsett Ef rannsókn leiðir í ljós að manndrápið við Rauðagerði um helgina tengist uppgjöri eða átökum í undirheimum eru það verulega alvarleg tíðindi og til marks um eitthvað sem ekki hefur tilheyrt íslenskum veruleika til þessa, að mati yfirlögregluþjóns. Karl Steinar Valsson er yfirlögregluþjónn á alþjóðasviði ríkislögreglustjóra en sviðið aðstoðar lögregluna á höfuðborgarsvæðinu við rannsókn málsins. Eins og fram hefur komið hefur einn maður verið handtekinn vegna málsins og annars er leitað. „Það eru náttúrulega alvarleg tíðindi ef rétt reynist og er eitt af því sem rannsóknin hlýtur að beinast að, að átta sig á því hver er ástæðan fyrir því að þessi atburðarás átti sér stað,“ segir Karl Steinar í samtali við fréttastofu. Ef rétt reynist að um uppgjör innan undirheima sé að ræða, sé það eitthvað sem ekki hafi áður sést hér á landi með þeim hætti sem um ræðir. „Þess vegna skipta máli nokkrar spurningar áður en menn fara að draga of miklar ályktanir. Það er í fyrsta lagi hvort þetta sé uppgjör í þessum heimi. Í öðru lagi hvers eðlis það er. Það er þekkt, ef við horfum til Norðurlanda, það hefur verið talsvert um tilvik þar sem er ofbeldisbeiting milli hópa og innan hópanna, og því miður einnig tilvik þar sem borgarar lenda inni í slíkri atburðarás,“ segir Karl Steinar. Mikilvægt sé að leiða í ljós nákvæmlega hvers eðlis málið sé. Karl Steinar Valsson hefur störf í nýju embætti um áramótin.Lögreglan Hann segist þá ekki geta sagt til um hvaða breytingar lögregla þyrfti að gera á sínum starfsháttum, ef útlit væri fyrir að harka væri farin að færast í samskipti milli hópa í skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi. Fyrst þurfi að gaumgæfa hvernig málið er vaxið. „Það er svo margt sem þarf að skoða í því samhengi. Það er svolítið annar veruleiki en við höfum verið að horfa á, ef rétt reynist. En auðvitað þurfum við kannski fyrst að leiða þetta almennilega í ljós áður en menn fara í næstu skref, því þau geta tekið talsvert mið af því hvers eðlis þetta er,“ segir Karl Steinar. Morð í Rauðagerði Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Telur að þjálfa þurfi almenna lögreglumenn til að vopnast Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi lögregluþjónn, telur að þjálfa þurfi almenna lögreglumenn til að vopnbúast ef þörf er á. Þessa skoðun sína setur hann í samhengi við manndráp við Rauðagerði í Reykjavík um helgina. 15. febrúar 2021 18:40 Meðal annars skotinn í höfuðið Karlmaður á fertugsaldri var í gærkvöldi úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á föstudag vegna gruns um aðild að manndrápi við Rauðagerði í fyrrinótt. Heimildir fréttastofu herma að maðurinn sem hinn handtekni er grunaður um að hafa myrt hafi verið skotinn nokkrum sinnum, meðal annars í höfuðið. 15. febrúar 2021 11:31 Í gæsluvarðhaldi til 19. febrúar vegna manndráps við Rauðagerði Karlmaður á fertugsaldri var í kvöld úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudagsins 19. febrúar á grundvelli rannsóknarhagsmuna, að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í þágu rannsóknar hennar á manndrápi við Rauðagerði í Reykjavík um miðnætti í gærkvöldi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. 14. febrúar 2021 23:40 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Fleiri fréttir Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Sjá meira
Karl Steinar Valsson er yfirlögregluþjónn á alþjóðasviði ríkislögreglustjóra en sviðið aðstoðar lögregluna á höfuðborgarsvæðinu við rannsókn málsins. Eins og fram hefur komið hefur einn maður verið handtekinn vegna málsins og annars er leitað. „Það eru náttúrulega alvarleg tíðindi ef rétt reynist og er eitt af því sem rannsóknin hlýtur að beinast að, að átta sig á því hver er ástæðan fyrir því að þessi atburðarás átti sér stað,“ segir Karl Steinar í samtali við fréttastofu. Ef rétt reynist að um uppgjör innan undirheima sé að ræða, sé það eitthvað sem ekki hafi áður sést hér á landi með þeim hætti sem um ræðir. „Þess vegna skipta máli nokkrar spurningar áður en menn fara að draga of miklar ályktanir. Það er í fyrsta lagi hvort þetta sé uppgjör í þessum heimi. Í öðru lagi hvers eðlis það er. Það er þekkt, ef við horfum til Norðurlanda, það hefur verið talsvert um tilvik þar sem er ofbeldisbeiting milli hópa og innan hópanna, og því miður einnig tilvik þar sem borgarar lenda inni í slíkri atburðarás,“ segir Karl Steinar. Mikilvægt sé að leiða í ljós nákvæmlega hvers eðlis málið sé. Karl Steinar Valsson hefur störf í nýju embætti um áramótin.Lögreglan Hann segist þá ekki geta sagt til um hvaða breytingar lögregla þyrfti að gera á sínum starfsháttum, ef útlit væri fyrir að harka væri farin að færast í samskipti milli hópa í skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi. Fyrst þurfi að gaumgæfa hvernig málið er vaxið. „Það er svo margt sem þarf að skoða í því samhengi. Það er svolítið annar veruleiki en við höfum verið að horfa á, ef rétt reynist. En auðvitað þurfum við kannski fyrst að leiða þetta almennilega í ljós áður en menn fara í næstu skref, því þau geta tekið talsvert mið af því hvers eðlis þetta er,“ segir Karl Steinar.
Morð í Rauðagerði Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Telur að þjálfa þurfi almenna lögreglumenn til að vopnast Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi lögregluþjónn, telur að þjálfa þurfi almenna lögreglumenn til að vopnbúast ef þörf er á. Þessa skoðun sína setur hann í samhengi við manndráp við Rauðagerði í Reykjavík um helgina. 15. febrúar 2021 18:40 Meðal annars skotinn í höfuðið Karlmaður á fertugsaldri var í gærkvöldi úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á föstudag vegna gruns um aðild að manndrápi við Rauðagerði í fyrrinótt. Heimildir fréttastofu herma að maðurinn sem hinn handtekni er grunaður um að hafa myrt hafi verið skotinn nokkrum sinnum, meðal annars í höfuðið. 15. febrúar 2021 11:31 Í gæsluvarðhaldi til 19. febrúar vegna manndráps við Rauðagerði Karlmaður á fertugsaldri var í kvöld úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudagsins 19. febrúar á grundvelli rannsóknarhagsmuna, að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í þágu rannsóknar hennar á manndrápi við Rauðagerði í Reykjavík um miðnætti í gærkvöldi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. 14. febrúar 2021 23:40 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Fleiri fréttir Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Sjá meira
Telur að þjálfa þurfi almenna lögreglumenn til að vopnast Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi lögregluþjónn, telur að þjálfa þurfi almenna lögreglumenn til að vopnbúast ef þörf er á. Þessa skoðun sína setur hann í samhengi við manndráp við Rauðagerði í Reykjavík um helgina. 15. febrúar 2021 18:40
Meðal annars skotinn í höfuðið Karlmaður á fertugsaldri var í gærkvöldi úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á föstudag vegna gruns um aðild að manndrápi við Rauðagerði í fyrrinótt. Heimildir fréttastofu herma að maðurinn sem hinn handtekni er grunaður um að hafa myrt hafi verið skotinn nokkrum sinnum, meðal annars í höfuðið. 15. febrúar 2021 11:31
Í gæsluvarðhaldi til 19. febrúar vegna manndráps við Rauðagerði Karlmaður á fertugsaldri var í kvöld úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudagsins 19. febrúar á grundvelli rannsóknarhagsmuna, að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í þágu rannsóknar hennar á manndrápi við Rauðagerði í Reykjavík um miðnætti í gærkvöldi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. 14. febrúar 2021 23:40