Innlent

Lögreglan rannsakar líkamsárás á Bíldudal

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Lögreglustjórinn á Vestfjörðum segir árásina hafa verið minniháttar.
Lögreglustjórinn á Vestfjörðum segir árásina hafa verið minniháttar. Vísir/Vilhelm

Maður var handtekinn á Bíldudal á sunnudaginn, grunaður um líkamsárás. Búið er að yfirheyra hann en að sögn Karls Inga Vilbergssonar, lögreglustjóra á Vestfjörðum, var árásin minniháttar og ekki talin þörf á gæsluvarðhaldi.

Læknir á staðnum ákvað þó að kalla út þyrlu Landhelgisgæslunnar til að flytja þann sem ráðist var á á slysadeild í Reykjavík.

Karl Ingi segir að svo hafi hins vegar komið í ljós að maðurinn var ekki alvarlega slasaður og er hann ekki lengur á sjúkrahúsi. Karl Ingi segir lögregluna rannsaka málið áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×