Síðast þegar PSG kom á Nývang átti Barcelona eina mögnuðustu endurkomu allra tíma Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. febrúar 2021 13:00 Lionel Messi stekkur í fangið á Neymar eftir magnaða endurkomu Barcelona gegn Paris Saint-Germain 2017. getty/VI Images Barcelona og Paris Saint-Germain eigast við í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Síðast þegar þessi lið mættust á þessum sama stað í keppninni áttu Börsungar eina eftirminnilegustu endurkomu fótboltasögunnar. Barcelona og PSG mætast á Nývangi klukkan 20:00 í kvöld. Seinni leikurinn fer fram á Parc des Princes 10. mars. Liðin mættust einnig í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar fyrir fjórum árum. Og það er líklega sveiflukenndasta einvígi í sögu keppninnar. PSG gerði allt rétt í fyrri leiknum á heimavelli sem liðið vann 4-0 með tveimur mörkum frá Ángel Di María og einu frá Julian Draxler og Edinson Cavani. Frakkarnir voru því í afar góðri stöðu fyrir seinni leikinn á Nývangi. Barcelona byrjaði hann af krafti og komst yfir strax á 3. mínútu með marki Luis Suárez. Fimm mínútum fyrir hálfleik skoraði Layvin Kurzawa sjálfsmark og verk Börsunga því hálfnað. Hagur þeirra vænkaðist enn frekar þegar Lionel Messi skoraði úr vítaspyrnu í upphafi seinni hálfleiks. Á 62. mínútu minnkaði Cavani muninn í 3-1 fyrir PSG og Barcelona þurfti því að skora þrjú mörk til að komast áfram. Og þegar tvær mínútur voru til leiksloka var staðan enn 3-1. Þá fékk Barcelona aukaspyrnu fyrir utan vítateig PSG. Neymar steig fram, skoraði fjórða mark Börsunga og kveikti vonarneista sem Cavani virtist hafa slökkt í. Þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma fékk Barcelona ódýrt víti eftir að Suárez féll í teignum. Neymar tók spyrnuna, skoraði annað mark sitt og fimmta mark Barcelona sem þurfti samt eitt mark til viðbótar til að komast áfram. Og á fimmtu mínútu í uppbótartíma kom það. Neymar sendi þá boltann inn á teiginn á Sergi Roberto sem teygði sig í hann og stýrði honum í netið. Þeir tæplega hundrað þúsund manns sem voru á Nývangi trylltust af fögnuði enda höfðu þeir séð eina mögnuðustu endurkomu fótboltasögunnar. Barcelona komst þó ekki lengra í Meistaradeildinni því Juventus sló spænska liðið örugglega úr leik í átta liða úrslitunum, 3-0 samanlagt. Eftir tímabilið 2016-17 keypti PSG Neymar frá Barcelona fyrir metverð. Talið er að leikurinn frægi á Nývangi 8. mars 2017 hafi haft áhrif á þá ákvörðun Neymars að yfirgefa Barcelona. Þrátt fyrir að hafa skorað tvö mörk, lagt upp sigurmarkið og fiskað víti var sviðsljósið á Messi eftir leik. Sama hvað Neymar gerði fyrir Barcelona stóð hann alltaf í skugga Messis. Það er reyndar ekki loku fyrir það skotið að þeir spili aftur saman og það hjá PSG. Samningur Messis við Barcelona rennur út í sumar og PSG er eitt þeirra félaga sem er talið eiga möguleika á að klófesta argentínska snillinginn. Neymar ku einnig vera duglegur bak við tjöldin að reyna að sannfæra Messi um að koma til frönsku höfuðborgarinnar. Ekkert verður þó af því að þeir Messi og Neymar eigist við í kvöld því Brassinn er meiddur. Einnig er talið ólíklegt að hann verði klár í seinni leikinn gegn Barcelona eftir tæpan mánuð. Mauricio Pochettino stýrir PSG í fyrsta sinn í Meistaradeildinni í kvöld en hann tók við af Thomas Tuchel sem var rekinn á aðfangadag. Tuchel kom PSG í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrra þar sem liðið tapaði fyrir Bayern München. Barcelona hefur hins vegar ekki komist í úrslit Meistaradeildarinnar síðan 2015. Þá vann Barcelona 3-1 sigur á Juventus þar sem Neymar skoraði eitt marka Börsunga. Leikur Barcelona og PSG hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Leikur RB Leipzig og Liverpool hefst á sama tíma og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leikina hefst á Stöð 2 Sport 2 klukkan 19:15 og þeir verða svo gerðir upp í Meistaradeildarmörkunum klukkan 22:00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira
Barcelona og PSG mætast á Nývangi klukkan 20:00 í kvöld. Seinni leikurinn fer fram á Parc des Princes 10. mars. Liðin mættust einnig í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar fyrir fjórum árum. Og það er líklega sveiflukenndasta einvígi í sögu keppninnar. PSG gerði allt rétt í fyrri leiknum á heimavelli sem liðið vann 4-0 með tveimur mörkum frá Ángel Di María og einu frá Julian Draxler og Edinson Cavani. Frakkarnir voru því í afar góðri stöðu fyrir seinni leikinn á Nývangi. Barcelona byrjaði hann af krafti og komst yfir strax á 3. mínútu með marki Luis Suárez. Fimm mínútum fyrir hálfleik skoraði Layvin Kurzawa sjálfsmark og verk Börsunga því hálfnað. Hagur þeirra vænkaðist enn frekar þegar Lionel Messi skoraði úr vítaspyrnu í upphafi seinni hálfleiks. Á 62. mínútu minnkaði Cavani muninn í 3-1 fyrir PSG og Barcelona þurfti því að skora þrjú mörk til að komast áfram. Og þegar tvær mínútur voru til leiksloka var staðan enn 3-1. Þá fékk Barcelona aukaspyrnu fyrir utan vítateig PSG. Neymar steig fram, skoraði fjórða mark Börsunga og kveikti vonarneista sem Cavani virtist hafa slökkt í. Þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma fékk Barcelona ódýrt víti eftir að Suárez féll í teignum. Neymar tók spyrnuna, skoraði annað mark sitt og fimmta mark Barcelona sem þurfti samt eitt mark til viðbótar til að komast áfram. Og á fimmtu mínútu í uppbótartíma kom það. Neymar sendi þá boltann inn á teiginn á Sergi Roberto sem teygði sig í hann og stýrði honum í netið. Þeir tæplega hundrað þúsund manns sem voru á Nývangi trylltust af fögnuði enda höfðu þeir séð eina mögnuðustu endurkomu fótboltasögunnar. Barcelona komst þó ekki lengra í Meistaradeildinni því Juventus sló spænska liðið örugglega úr leik í átta liða úrslitunum, 3-0 samanlagt. Eftir tímabilið 2016-17 keypti PSG Neymar frá Barcelona fyrir metverð. Talið er að leikurinn frægi á Nývangi 8. mars 2017 hafi haft áhrif á þá ákvörðun Neymars að yfirgefa Barcelona. Þrátt fyrir að hafa skorað tvö mörk, lagt upp sigurmarkið og fiskað víti var sviðsljósið á Messi eftir leik. Sama hvað Neymar gerði fyrir Barcelona stóð hann alltaf í skugga Messis. Það er reyndar ekki loku fyrir það skotið að þeir spili aftur saman og það hjá PSG. Samningur Messis við Barcelona rennur út í sumar og PSG er eitt þeirra félaga sem er talið eiga möguleika á að klófesta argentínska snillinginn. Neymar ku einnig vera duglegur bak við tjöldin að reyna að sannfæra Messi um að koma til frönsku höfuðborgarinnar. Ekkert verður þó af því að þeir Messi og Neymar eigist við í kvöld því Brassinn er meiddur. Einnig er talið ólíklegt að hann verði klár í seinni leikinn gegn Barcelona eftir tæpan mánuð. Mauricio Pochettino stýrir PSG í fyrsta sinn í Meistaradeildinni í kvöld en hann tók við af Thomas Tuchel sem var rekinn á aðfangadag. Tuchel kom PSG í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrra þar sem liðið tapaði fyrir Bayern München. Barcelona hefur hins vegar ekki komist í úrslit Meistaradeildarinnar síðan 2015. Þá vann Barcelona 3-1 sigur á Juventus þar sem Neymar skoraði eitt marka Börsunga. Leikur Barcelona og PSG hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Leikur RB Leipzig og Liverpool hefst á sama tíma og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leikina hefst á Stöð 2 Sport 2 klukkan 19:15 og þeir verða svo gerðir upp í Meistaradeildarmörkunum klukkan 22:00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira