Umdeilt frumvarp um öfgar líklegast samþykkt í franska þinginu í dag Samúel Karl Ólason skrifar 16. febrúar 2021 11:38 Frá því þegar umræður um frumvarpið fóru fram í þinginu í síðustu viku. EPA/CHRISTOPHE PETIT TESSON Þingmenn neðri deildar Frakklandsþings munu í dag greiða atkvæði um umdeilt lagafrumvarp. Ráðmenn segja frumvarpinu ætlað að draga úr öfgum og verja franska lýðveldið og gildi þess en gagnrýnendur segja frumvarpið brjóta gegn trúfrelsi og koma niður á múslimum í Frakklandi. Gagnrýnendur segja einnig að með frumvarpinu sé Emmanuel Macron, forseti Frakklands, að reyna að tryggja sér atkvæði hægri sinnaðra kjósenda í forsetakosningum næsta árs. Þeir segja ríkið þegar hafa þau tól sem þurfi til að berjast gegn öfgum og hafa mótmæli farið fram í París. Verði frumvarpið að lögum fengi ríkið meðal annars frekari heimildir til að berjast gegn öfgum, auk eftirlit með moskum og skólum á vegum trúfélaga og tryggja að bænaprestar fái þjálfun í Frakklandi. Þá fengju embættismenn heimildir til að stöðva fjölkvæni og bjarga konum sem hafa verið þvingaðar í hjónabönd. Þar að auki myndu lögin takmarka heimaskólun barna verulega. Macron boðaði frumvarpið í kjölfar grimmilegs morðs kennarans Samuels Paty og sagði hann markmið ríkisstjórnar hans meðal annars að tryggja franska veraldarhyggju og hlutleysi trúarbragða í Frakklandi. Sjá einnig: Macron hefur baráttu gegn aðskilnaðaröflum Macron skrifaði í nóvember grein í Financial Times um frumvarpið, þar sem hann sagði að barátta ríkisins væri ekki gegn múslimum heldur öfgum. Aðskilnaður ríkis og kirkju, frönsk veraldarhyggja og hlutleysi trúarbragða er einn af hornsteinum Frakklands og hafa þessi gildi, sem á frönsku gallast „laicité“, lengi verið innrætt í Frakka í gegnum skólastarf. Kennarar segja það hafa orðið erfiðara á undanförnum árum. Sjá einnig: Franskir kennarar vilja leiðbeiningar og vernd Fastlega er búist við því að frumvarpið verði samþykkt af þingmönnum neðri deildar þingsins. Öldungadeildin mun þó taka frumvarpið til umfjöllunar í kjölfarið og samkvæmt frétt France24 gætu verið gerðar breytingar á því þar. Hér má sjá sjónvarpsfrétt France 24, þar sem meðal annars er farið yfir hvað frumvarpið felur í sér. Gerald Darmanin, innanríkisráðherra Frakklands, sagði eftir lokaumræður um frumvarpið á laugardaginn að það veitti varnir gegn íslömskum öfgum, sem hann sagði hugmyndafræði sem væri andvíg gildum lýðveldis Frakklands. Öfgamenn hafa gert fjölmargar mannskæðar árásir, þar á meðal hryðjuverkaárásir í Frakklandi á undanförnum árum. Morð Paty vakti mikla athygli en hann hafði sýnt nemendum sínum skopmyndir af Múhammeð spámanni. Áður en hann gerði það, bauð hann nemendum sem vildu ekki sjá þær að yfirgefa kennslustofuna. Foreldrar mótmæltu þessu harðlega og baðst Paty á endanum afsökunar. Nokkru síðar hófu nokkrir foreldrar herferð gegn Paty og þar á meðal einn maður sem sagði í myndbandi sem hann birti á netinu að Paty hefði rekið dóttur sína úr kennslustofunni. Dóttir þess manns var þó ekki í tímum hjá Paty og er hann meðal þeirra sem hafa verið ákærðir vegna morðsins. Hinn átján ára gamli Abdoullakh Anzorov sá myndbandið og myrti hann Paty og skar af honum höfuðið. Anzorov var svo í kjölfarið skotinn til bana af lögregluþjónum. Frakkland Trúmál Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Gagnrýnendur segja einnig að með frumvarpinu sé Emmanuel Macron, forseti Frakklands, að reyna að tryggja sér atkvæði hægri sinnaðra kjósenda í forsetakosningum næsta árs. Þeir segja ríkið þegar hafa þau tól sem þurfi til að berjast gegn öfgum og hafa mótmæli farið fram í París. Verði frumvarpið að lögum fengi ríkið meðal annars frekari heimildir til að berjast gegn öfgum, auk eftirlit með moskum og skólum á vegum trúfélaga og tryggja að bænaprestar fái þjálfun í Frakklandi. Þá fengju embættismenn heimildir til að stöðva fjölkvæni og bjarga konum sem hafa verið þvingaðar í hjónabönd. Þar að auki myndu lögin takmarka heimaskólun barna verulega. Macron boðaði frumvarpið í kjölfar grimmilegs morðs kennarans Samuels Paty og sagði hann markmið ríkisstjórnar hans meðal annars að tryggja franska veraldarhyggju og hlutleysi trúarbragða í Frakklandi. Sjá einnig: Macron hefur baráttu gegn aðskilnaðaröflum Macron skrifaði í nóvember grein í Financial Times um frumvarpið, þar sem hann sagði að barátta ríkisins væri ekki gegn múslimum heldur öfgum. Aðskilnaður ríkis og kirkju, frönsk veraldarhyggja og hlutleysi trúarbragða er einn af hornsteinum Frakklands og hafa þessi gildi, sem á frönsku gallast „laicité“, lengi verið innrætt í Frakka í gegnum skólastarf. Kennarar segja það hafa orðið erfiðara á undanförnum árum. Sjá einnig: Franskir kennarar vilja leiðbeiningar og vernd Fastlega er búist við því að frumvarpið verði samþykkt af þingmönnum neðri deildar þingsins. Öldungadeildin mun þó taka frumvarpið til umfjöllunar í kjölfarið og samkvæmt frétt France24 gætu verið gerðar breytingar á því þar. Hér má sjá sjónvarpsfrétt France 24, þar sem meðal annars er farið yfir hvað frumvarpið felur í sér. Gerald Darmanin, innanríkisráðherra Frakklands, sagði eftir lokaumræður um frumvarpið á laugardaginn að það veitti varnir gegn íslömskum öfgum, sem hann sagði hugmyndafræði sem væri andvíg gildum lýðveldis Frakklands. Öfgamenn hafa gert fjölmargar mannskæðar árásir, þar á meðal hryðjuverkaárásir í Frakklandi á undanförnum árum. Morð Paty vakti mikla athygli en hann hafði sýnt nemendum sínum skopmyndir af Múhammeð spámanni. Áður en hann gerði það, bauð hann nemendum sem vildu ekki sjá þær að yfirgefa kennslustofuna. Foreldrar mótmæltu þessu harðlega og baðst Paty á endanum afsökunar. Nokkru síðar hófu nokkrir foreldrar herferð gegn Paty og þar á meðal einn maður sem sagði í myndbandi sem hann birti á netinu að Paty hefði rekið dóttur sína úr kennslustofunni. Dóttir þess manns var þó ekki í tímum hjá Paty og er hann meðal þeirra sem hafa verið ákærðir vegna morðsins. Hinn átján ára gamli Abdoullakh Anzorov sá myndbandið og myrti hann Paty og skar af honum höfuðið. Anzorov var svo í kjölfarið skotinn til bana af lögregluþjónum.
Frakkland Trúmál Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira