Mbappé fór aftur á kostum fyrir framan Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2021 15:30 Kylian Mbappe fagnar einu af mörkunum sínum á móti Barcelona í gærkvöldi. AP/Joan Monfort Franski knattspyrnumaðurinn Kylian Mbappé ætlar greinilega að leggja það í vana sinn að sýna sínar allra bestu hliðar þegar hann stígur inn á sama knattspyrnuvöll og Lionel Messi. Kylian Mbappé er bara 22 ára gamall en er fyrir löngu kominn í hóp allra bestu knattspyrnumanna heims. Hann undirstrikaði það með frammistöðu sinni í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Mbappé skoraði þrennu í 4-1 sigri Paris Saint Germain á móti Barcelona og það á sjálfum Nývangi. Lionel Messi var einnig mjög ungur þegar hann komst í hóp knattspyrnumanna heims og hefur síðan verið fyrirmynd margra ungra knattspyrnumanna. Mbappé fær ekki stjörnur í augun þegar hann stígur inn á sama völl og argentínski snillingurinn heldur eflist hann miklu frekar. Þetta sýna tvö eftirminnileg dæmi. Kylian Mbappé has now played against Lionel Messi twice in his career, both in knockout games: France 4-3 Argentina Barcelona 1-4 PSGHe's scored five goals. pic.twitter.com/OUSspJOdEV— Squawka Football (@Squawka) February 16, 2021 Kylian Mbappé hefur aðeins mætt Lionel Messi tvisvar sinnum á ferlinum og fór á kostum í bæði skiptin. Varnarmenn Barcelona réðu ekkert við Mbappé í gærkvöldi og þó að Lionel Messi hefði komið Börsungum yfir í leiknum þá var Mbappé fljótur að jafna metin. Mbappé skoraði síðan tvö mörk til viðbótar í seinni hálfleiknum og stórsigur PSG á útivelli þýðir að franska liðið er komið með annan fótinn í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Can t catch Mbappe pic.twitter.com/akYo585MFo— Bleacher Report (@BleacherReport) February 16, 2021 Þrenna fyrir útilið á heimavelli Barcelona er eitthvað sem gerist ekki á hverjum degi. Knattspyrnuspekingar voru líka í framhaldinu fljótir að rifja það þegar þeir Mbappé og Messi mættust í fyrsta skiptið. Það var í sextán liða úrslitum á HM í Rússlandi fyrir að verða þremur árum síðan. Kylian Mbappé lagði þá upp fyrsta mark leiksins með því að fiska víti sem Antoine Griezmann skoraði úr. Mbappé skoraði síðan tvívegis í seinni hálfleiknum. Kylian Mbappé hefur því spilað tvisvar sinnum á sama velli og Lionel Messi og í þeim leikjum hefur hann skorað fimm mörk sjálfur og lagt upp eitt mark að auki. Tími Lionel Messi sem besti knattspyrnumaður heims virðist vera að renna út en það kæmi ekki á óvart ef Kylian Mbappé myndi taka sæti hans enda á strákurinn væntanlega frábæran feril fyrir höndum. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael | Mikil undiralda en Norðmenn í góðri stöðu Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Tindastóll - FHL | Besta deildin kvödd Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Sjá meira
Kylian Mbappé er bara 22 ára gamall en er fyrir löngu kominn í hóp allra bestu knattspyrnumanna heims. Hann undirstrikaði það með frammistöðu sinni í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Mbappé skoraði þrennu í 4-1 sigri Paris Saint Germain á móti Barcelona og það á sjálfum Nývangi. Lionel Messi var einnig mjög ungur þegar hann komst í hóp knattspyrnumanna heims og hefur síðan verið fyrirmynd margra ungra knattspyrnumanna. Mbappé fær ekki stjörnur í augun þegar hann stígur inn á sama völl og argentínski snillingurinn heldur eflist hann miklu frekar. Þetta sýna tvö eftirminnileg dæmi. Kylian Mbappé has now played against Lionel Messi twice in his career, both in knockout games: France 4-3 Argentina Barcelona 1-4 PSGHe's scored five goals. pic.twitter.com/OUSspJOdEV— Squawka Football (@Squawka) February 16, 2021 Kylian Mbappé hefur aðeins mætt Lionel Messi tvisvar sinnum á ferlinum og fór á kostum í bæði skiptin. Varnarmenn Barcelona réðu ekkert við Mbappé í gærkvöldi og þó að Lionel Messi hefði komið Börsungum yfir í leiknum þá var Mbappé fljótur að jafna metin. Mbappé skoraði síðan tvö mörk til viðbótar í seinni hálfleiknum og stórsigur PSG á útivelli þýðir að franska liðið er komið með annan fótinn í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Can t catch Mbappe pic.twitter.com/akYo585MFo— Bleacher Report (@BleacherReport) February 16, 2021 Þrenna fyrir útilið á heimavelli Barcelona er eitthvað sem gerist ekki á hverjum degi. Knattspyrnuspekingar voru líka í framhaldinu fljótir að rifja það þegar þeir Mbappé og Messi mættust í fyrsta skiptið. Það var í sextán liða úrslitum á HM í Rússlandi fyrir að verða þremur árum síðan. Kylian Mbappé lagði þá upp fyrsta mark leiksins með því að fiska víti sem Antoine Griezmann skoraði úr. Mbappé skoraði síðan tvívegis í seinni hálfleiknum. Kylian Mbappé hefur því spilað tvisvar sinnum á sama velli og Lionel Messi og í þeim leikjum hefur hann skorað fimm mörk sjálfur og lagt upp eitt mark að auki. Tími Lionel Messi sem besti knattspyrnumaður heims virðist vera að renna út en það kæmi ekki á óvart ef Kylian Mbappé myndi taka sæti hans enda á strákurinn væntanlega frábæran feril fyrir höndum.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael | Mikil undiralda en Norðmenn í góðri stöðu Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Tindastóll - FHL | Besta deildin kvödd Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Sjá meira