Mbappé fór aftur á kostum fyrir framan Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2021 15:30 Kylian Mbappe fagnar einu af mörkunum sínum á móti Barcelona í gærkvöldi. AP/Joan Monfort Franski knattspyrnumaðurinn Kylian Mbappé ætlar greinilega að leggja það í vana sinn að sýna sínar allra bestu hliðar þegar hann stígur inn á sama knattspyrnuvöll og Lionel Messi. Kylian Mbappé er bara 22 ára gamall en er fyrir löngu kominn í hóp allra bestu knattspyrnumanna heims. Hann undirstrikaði það með frammistöðu sinni í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Mbappé skoraði þrennu í 4-1 sigri Paris Saint Germain á móti Barcelona og það á sjálfum Nývangi. Lionel Messi var einnig mjög ungur þegar hann komst í hóp knattspyrnumanna heims og hefur síðan verið fyrirmynd margra ungra knattspyrnumanna. Mbappé fær ekki stjörnur í augun þegar hann stígur inn á sama völl og argentínski snillingurinn heldur eflist hann miklu frekar. Þetta sýna tvö eftirminnileg dæmi. Kylian Mbappé has now played against Lionel Messi twice in his career, both in knockout games: France 4-3 Argentina Barcelona 1-4 PSGHe's scored five goals. pic.twitter.com/OUSspJOdEV— Squawka Football (@Squawka) February 16, 2021 Kylian Mbappé hefur aðeins mætt Lionel Messi tvisvar sinnum á ferlinum og fór á kostum í bæði skiptin. Varnarmenn Barcelona réðu ekkert við Mbappé í gærkvöldi og þó að Lionel Messi hefði komið Börsungum yfir í leiknum þá var Mbappé fljótur að jafna metin. Mbappé skoraði síðan tvö mörk til viðbótar í seinni hálfleiknum og stórsigur PSG á útivelli þýðir að franska liðið er komið með annan fótinn í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Can t catch Mbappe pic.twitter.com/akYo585MFo— Bleacher Report (@BleacherReport) February 16, 2021 Þrenna fyrir útilið á heimavelli Barcelona er eitthvað sem gerist ekki á hverjum degi. Knattspyrnuspekingar voru líka í framhaldinu fljótir að rifja það þegar þeir Mbappé og Messi mættust í fyrsta skiptið. Það var í sextán liða úrslitum á HM í Rússlandi fyrir að verða þremur árum síðan. Kylian Mbappé lagði þá upp fyrsta mark leiksins með því að fiska víti sem Antoine Griezmann skoraði úr. Mbappé skoraði síðan tvívegis í seinni hálfleiknum. Kylian Mbappé hefur því spilað tvisvar sinnum á sama velli og Lionel Messi og í þeim leikjum hefur hann skorað fimm mörk sjálfur og lagt upp eitt mark að auki. Tími Lionel Messi sem besti knattspyrnumaður heims virðist vera að renna út en það kæmi ekki á óvart ef Kylian Mbappé myndi taka sæti hans enda á strákurinn væntanlega frábæran feril fyrir höndum. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Í beinni: ÍA - KR | Skagamenn stefna á að hefna sín Í beinni: ÍBV - Stjarnan | Bæði lið þurfa sárlega á sigri að halda Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Sjá meira
Kylian Mbappé er bara 22 ára gamall en er fyrir löngu kominn í hóp allra bestu knattspyrnumanna heims. Hann undirstrikaði það með frammistöðu sinni í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Mbappé skoraði þrennu í 4-1 sigri Paris Saint Germain á móti Barcelona og það á sjálfum Nývangi. Lionel Messi var einnig mjög ungur þegar hann komst í hóp knattspyrnumanna heims og hefur síðan verið fyrirmynd margra ungra knattspyrnumanna. Mbappé fær ekki stjörnur í augun þegar hann stígur inn á sama völl og argentínski snillingurinn heldur eflist hann miklu frekar. Þetta sýna tvö eftirminnileg dæmi. Kylian Mbappé has now played against Lionel Messi twice in his career, both in knockout games: France 4-3 Argentina Barcelona 1-4 PSGHe's scored five goals. pic.twitter.com/OUSspJOdEV— Squawka Football (@Squawka) February 16, 2021 Kylian Mbappé hefur aðeins mætt Lionel Messi tvisvar sinnum á ferlinum og fór á kostum í bæði skiptin. Varnarmenn Barcelona réðu ekkert við Mbappé í gærkvöldi og þó að Lionel Messi hefði komið Börsungum yfir í leiknum þá var Mbappé fljótur að jafna metin. Mbappé skoraði síðan tvö mörk til viðbótar í seinni hálfleiknum og stórsigur PSG á útivelli þýðir að franska liðið er komið með annan fótinn í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Can t catch Mbappe pic.twitter.com/akYo585MFo— Bleacher Report (@BleacherReport) February 16, 2021 Þrenna fyrir útilið á heimavelli Barcelona er eitthvað sem gerist ekki á hverjum degi. Knattspyrnuspekingar voru líka í framhaldinu fljótir að rifja það þegar þeir Mbappé og Messi mættust í fyrsta skiptið. Það var í sextán liða úrslitum á HM í Rússlandi fyrir að verða þremur árum síðan. Kylian Mbappé lagði þá upp fyrsta mark leiksins með því að fiska víti sem Antoine Griezmann skoraði úr. Mbappé skoraði síðan tvívegis í seinni hálfleiknum. Kylian Mbappé hefur því spilað tvisvar sinnum á sama velli og Lionel Messi og í þeim leikjum hefur hann skorað fimm mörk sjálfur og lagt upp eitt mark að auki. Tími Lionel Messi sem besti knattspyrnumaður heims virðist vera að renna út en það kæmi ekki á óvart ef Kylian Mbappé myndi taka sæti hans enda á strákurinn væntanlega frábæran feril fyrir höndum.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Í beinni: ÍA - KR | Skagamenn stefna á að hefna sín Í beinni: ÍBV - Stjarnan | Bæði lið þurfa sárlega á sigri að halda Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Sjá meira