Íslenski boltinn

Marka­leikur er Fylkir hafði betur gegn ÍBV

Anton Ingi Leifsson skrifar
Helgi Valur Daníelsson spilaði í kvöld eftir að hafa meiðst illa á síðustu leiktíð.
Helgi Valur Daníelsson spilaði í kvöld eftir að hafa meiðst illa á síðustu leiktíð. vísir/vilhelm

Fylkir vann 3-2 sigur á ÍBV er liðin mættust í Lengjubikar karla í kvöld. Leikið var á Wurth vellinum í Árbænum.

Fylkismenn voru tveimur mörkum yfir í hálfleik. Arnór Borg Guðjohnsen skoraði á elleftu mínútu og varnarmaðurinn Orri Sveinn Stefánsson tvöfaldaði forystuna fyrir hlé.

Óskar Borgþórsson kom Fylki í 3-0 í upphafi síðari hálfleiks en Eyþórarnir í liði ÍBV; Eyþór Orri Ómarsson og Eyþór Daði Kjartansson löguðu stöðuna fyrir leikslok. Lokatölur 3-2.

Þetta var fyrsti leikur beggja liða í Lengjubikarnum en úrslit og markaskorarar eru fengnir frá Fótbolti.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×