Geta komið sér á næsta stig í Kósovó í dag Sindri Sverrisson skrifar 18. febrúar 2021 10:32 Tryggvi Snær Hlinason og félagar mæta Slóvakíu í Kósovó í dag. vísir/Bára Íslenska karlalandsliðið í körfubolta má ekki misstíga sig illa í leikjunum við Slóvakíu í dag og við Lúxemborg á laugardag. Annars tekur við lengra frí en menn kæra sig um. Craig Pedersen hefur valið þá 12 leikmenn sem spila í dag en Hjálmar Stefánsson er þrettándi maður og situr hjá í dag. Ragnar Ágúst Nathanaelsson leikur sinn 50. landsleik. Liðsskipan Íslands: Elvar Már Friðriksson · BC Siauliai, Litháen (48) Gunnar Ólafsson · Stjarnan (22) Hörður Axel Vilhjálmsson · Keflavík (86) Jón Axel Guðmundsson · Fraport Skyliners, Þýskalandi (13) Kári Jónsson · Girona Basket, Spánn (14) Kristinn Pálsson · Grindavík (15) Ólafur Ólafsson · Grindavík (38) Ragnar Ágúst Nathanaelsson · Haukar (49) Sigtryggur Arnar Björnsson · Real Canoe, Spánn (12) Styrmir Snær Þrastarson · Þór Þorlákshöfn (Nýliði) Tómas Hilmarsson · Stjarnan (8) Tryggvi Snær Hlinason · Basket Zaragoza, Spánn (41) Eftir að hafa fallið úr leik með afar naumum hætti í tveimur undankeppnum leikur Ísland nú í forkeppni (þrepi neðar en undankeppni) HM 2023. Forkeppninni er skipt í tvö stig og nú er leikið á fyrra stiginu, í tveimur fjögurra liða riðlum. Ísland er í góðum málum í sínum riðli með 7 stig fyrir síðustu tvær umferðirnar sem leiknar eru í Kósovó. Slóvakía er með 6 stig, Kósovó 6 og Lúxemborg 5, en tvö stig fást fyrir sigur og eitt fyrir tap. Ísland er búið með leiki sína við Kósovó og er með betri innbyrðis úrslit í þeim leikjum. Liðið vann fyrri leik sinn við Slóvakíu 83-74 og fyrri leikinn við Lúxemborg 90-76. Staðan og úrslit í riðli Íslands í forkeppninni. Tvær síðustu umferðirnar eru leiknar í Kósovó vegna kórónuveirufaraldursins. Lokaleikirnir fara fram 20. febrúar, en ekki 21. febrúar eins og stendur.Skjáskot af Wikipedia Íslandi dugar því að vinna annan leikjanna sem liðið á eftir til að komast á næsta stig forkeppninnar. Jafnvel þó að liðið tapi báðum leikjum gæti Ísland komist áfram sem annað tveggja liða sem komast áfram, sérstaklega ef að leikurinn gegn Slóvakíu í dag tapast ekki með tíu stiga mun eða meira. Tapist leikurinn í dag með 10 stigum, sem og leikurinn við Lúxemborg, er Ísland hins vegar úr leik ef heimamenn í Kósovó vinna báða sína leiki. Næstu leikir í ágúst ef vel fer Komist Ísland áfram leikur liðið á seinna stigi forkeppninnar í ágúst, í einum af fjórum þriggja liða riðlum. Seinna stigið er allt spilað í ágúst. Tvö af þremur liðum komast upp úr hverjum riðli í hina eiginlegu undankeppni HM í Evrópu, þar sem færi gefst á að mæta bestu liðum álfunnar næsta vetur. Liðin sem enda í neðri tveimur sætunum í riðli Íslands fá ekki mótsleiki í sumar og þurfa að gera sér að góðu að byrja að horfa til EM 2025 með þátttöku í nýrri forkeppni. Ísland er án lykilleikmanna á borð við Martin Hermannsson og Hauk Helga Pálsson en þeir leikmenn sem héldu af stað til Kósovó um helgina eru allir klárir í slaginn í dag. Þar á meðal er nýliðinn Styrmir Snær Þrastarson úr liði Þórs í Þorlákshöfn. Körfubolti HM 2023 í körfubolta Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Handbolti Fleiri fréttir Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Sjá meira
Craig Pedersen hefur valið þá 12 leikmenn sem spila í dag en Hjálmar Stefánsson er þrettándi maður og situr hjá í dag. Ragnar Ágúst Nathanaelsson leikur sinn 50. landsleik. Liðsskipan Íslands: Elvar Már Friðriksson · BC Siauliai, Litháen (48) Gunnar Ólafsson · Stjarnan (22) Hörður Axel Vilhjálmsson · Keflavík (86) Jón Axel Guðmundsson · Fraport Skyliners, Þýskalandi (13) Kári Jónsson · Girona Basket, Spánn (14) Kristinn Pálsson · Grindavík (15) Ólafur Ólafsson · Grindavík (38) Ragnar Ágúst Nathanaelsson · Haukar (49) Sigtryggur Arnar Björnsson · Real Canoe, Spánn (12) Styrmir Snær Þrastarson · Þór Þorlákshöfn (Nýliði) Tómas Hilmarsson · Stjarnan (8) Tryggvi Snær Hlinason · Basket Zaragoza, Spánn (41) Eftir að hafa fallið úr leik með afar naumum hætti í tveimur undankeppnum leikur Ísland nú í forkeppni (þrepi neðar en undankeppni) HM 2023. Forkeppninni er skipt í tvö stig og nú er leikið á fyrra stiginu, í tveimur fjögurra liða riðlum. Ísland er í góðum málum í sínum riðli með 7 stig fyrir síðustu tvær umferðirnar sem leiknar eru í Kósovó. Slóvakía er með 6 stig, Kósovó 6 og Lúxemborg 5, en tvö stig fást fyrir sigur og eitt fyrir tap. Ísland er búið með leiki sína við Kósovó og er með betri innbyrðis úrslit í þeim leikjum. Liðið vann fyrri leik sinn við Slóvakíu 83-74 og fyrri leikinn við Lúxemborg 90-76. Staðan og úrslit í riðli Íslands í forkeppninni. Tvær síðustu umferðirnar eru leiknar í Kósovó vegna kórónuveirufaraldursins. Lokaleikirnir fara fram 20. febrúar, en ekki 21. febrúar eins og stendur.Skjáskot af Wikipedia Íslandi dugar því að vinna annan leikjanna sem liðið á eftir til að komast á næsta stig forkeppninnar. Jafnvel þó að liðið tapi báðum leikjum gæti Ísland komist áfram sem annað tveggja liða sem komast áfram, sérstaklega ef að leikurinn gegn Slóvakíu í dag tapast ekki með tíu stiga mun eða meira. Tapist leikurinn í dag með 10 stigum, sem og leikurinn við Lúxemborg, er Ísland hins vegar úr leik ef heimamenn í Kósovó vinna báða sína leiki. Næstu leikir í ágúst ef vel fer Komist Ísland áfram leikur liðið á seinna stigi forkeppninnar í ágúst, í einum af fjórum þriggja liða riðlum. Seinna stigið er allt spilað í ágúst. Tvö af þremur liðum komast upp úr hverjum riðli í hina eiginlegu undankeppni HM í Evrópu, þar sem færi gefst á að mæta bestu liðum álfunnar næsta vetur. Liðin sem enda í neðri tveimur sætunum í riðli Íslands fá ekki mótsleiki í sumar og þurfa að gera sér að góðu að byrja að horfa til EM 2025 með þátttöku í nýrri forkeppni. Ísland er án lykilleikmanna á borð við Martin Hermannsson og Hauk Helga Pálsson en þeir leikmenn sem héldu af stað til Kósovó um helgina eru allir klárir í slaginn í dag. Þar á meðal er nýliðinn Styrmir Snær Þrastarson úr liði Þórs í Þorlákshöfn.
Liðsskipan Íslands: Elvar Már Friðriksson · BC Siauliai, Litháen (48) Gunnar Ólafsson · Stjarnan (22) Hörður Axel Vilhjálmsson · Keflavík (86) Jón Axel Guðmundsson · Fraport Skyliners, Þýskalandi (13) Kári Jónsson · Girona Basket, Spánn (14) Kristinn Pálsson · Grindavík (15) Ólafur Ólafsson · Grindavík (38) Ragnar Ágúst Nathanaelsson · Haukar (49) Sigtryggur Arnar Björnsson · Real Canoe, Spánn (12) Styrmir Snær Þrastarson · Þór Þorlákshöfn (Nýliði) Tómas Hilmarsson · Stjarnan (8) Tryggvi Snær Hlinason · Basket Zaragoza, Spánn (41)
Körfubolti HM 2023 í körfubolta Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Handbolti Fleiri fréttir Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum