Fá táningarnir tveir að spila fyrir Man. Utd í kvöld? Sindri Sverrisson skrifar 18. febrúar 2021 14:01 Manchester United keypti Amad Diallo frá Atalanta í vetur. Getty/Martin Rickett Ole Gunnar Solskjær hefur gefið í skyn að tveir táningar gætu þreytt frumraun sína fyrir Manchester United í dag þegar liðið mætir Adnan Januzaj og félögum í Real Sociedad, í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Vegna kórónuveirufaraldursins banna Spánverjar fólki að koma til landsins frá Bretlandi. Því mætast liðin ekki á Spáni heldur á heimavelli Juventus á Ítalíu í kvöld, eða kl. 17.55 að íslenskum tíma. Seinn leikur liðanna verður hins vegar á Old Trafford. Þeir Edinson Cavani og Donny van de Beek ferðuðust ekki með United til Tórínó og Anthony Martial og Scott McTominay gætu misst af leiknum í kvöld vegna meiðsla. Í leikmannahópi United eru hins vegar hinn 18 ára gamli Amad Diallo frá Fílabeinsströndinni og svo hinn nígeríski Shola Shoretire sem hélt upp á 17 ára afmæli sitt í byrjun mánaðarins. Shola Shoretire í flugvélinni sem leikmenn United ferðuðust með til Tórínó.Getty/Matthew Peters „Þeir eru í hópnum. Ekki bara til að öðlast reynslu, þeir eru þarna til þess að hafa áhrif ef þess þarf. Strákarnir tveir hafa staðið sig vel á æfingum og þetta eru hæfileikaríkir leikmenn sem við viljum gefa reynslu. Þeir ferðast alla vega með okkur og svo sjáum við til hvort þeir komi inn á völlinn,“ sagði Solskjær. Diallo kom til United frá Atalanta í janúar og hefur leikið með U23-liði félagsins en var á varamannabekk aðalliðsins í bikarsigrinum gegn West Ham 9. febrúar. Shoretire er vanur því að taka stór skref snemma á ferlinum en hann var enn aðeins 14 ára þegar hann setti met hjá United með því að vera yngstur í sögu félagsins til að spila mótsleik með ungmennaliðinu, gegn Valencia í Meistaradeild ungmenna árið 2018. Til viðbótar við þá Diallo og Shoretire er vissulega Mason Greenwood þriðji táningurinn í leikmannahópi United, nýbúinn að skrifa undir nýjan samning við félagið sem gildir til 2025. Leikmannahópur United í kvöld: De Gea, Henderson, Grant - Bailly, Lindelof, Maguire, Shaw, Telles, Tuanzebe, Wan-Bissaka, Williams - Amad, Fernandes, Fred, James, Mata, Matic, McTominay, Shoretire - Greenwood, Martial, Rashford. Leikur Real Sociedad og Manchester United hefst klukkan 17.55 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Leikur Wolfsburg og Tottenham hefst á sama tíma og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Síðar í kvöld, kl. 20, er leikur Benfica og Arsenal í beinni á Stöð 2 Sport 4, og leikur Antwerpen og Rangers á Stöð 2 Sport 2. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Fleiri fréttir Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Sjá meira
Vegna kórónuveirufaraldursins banna Spánverjar fólki að koma til landsins frá Bretlandi. Því mætast liðin ekki á Spáni heldur á heimavelli Juventus á Ítalíu í kvöld, eða kl. 17.55 að íslenskum tíma. Seinn leikur liðanna verður hins vegar á Old Trafford. Þeir Edinson Cavani og Donny van de Beek ferðuðust ekki með United til Tórínó og Anthony Martial og Scott McTominay gætu misst af leiknum í kvöld vegna meiðsla. Í leikmannahópi United eru hins vegar hinn 18 ára gamli Amad Diallo frá Fílabeinsströndinni og svo hinn nígeríski Shola Shoretire sem hélt upp á 17 ára afmæli sitt í byrjun mánaðarins. Shola Shoretire í flugvélinni sem leikmenn United ferðuðust með til Tórínó.Getty/Matthew Peters „Þeir eru í hópnum. Ekki bara til að öðlast reynslu, þeir eru þarna til þess að hafa áhrif ef þess þarf. Strákarnir tveir hafa staðið sig vel á æfingum og þetta eru hæfileikaríkir leikmenn sem við viljum gefa reynslu. Þeir ferðast alla vega með okkur og svo sjáum við til hvort þeir komi inn á völlinn,“ sagði Solskjær. Diallo kom til United frá Atalanta í janúar og hefur leikið með U23-liði félagsins en var á varamannabekk aðalliðsins í bikarsigrinum gegn West Ham 9. febrúar. Shoretire er vanur því að taka stór skref snemma á ferlinum en hann var enn aðeins 14 ára þegar hann setti met hjá United með því að vera yngstur í sögu félagsins til að spila mótsleik með ungmennaliðinu, gegn Valencia í Meistaradeild ungmenna árið 2018. Til viðbótar við þá Diallo og Shoretire er vissulega Mason Greenwood þriðji táningurinn í leikmannahópi United, nýbúinn að skrifa undir nýjan samning við félagið sem gildir til 2025. Leikmannahópur United í kvöld: De Gea, Henderson, Grant - Bailly, Lindelof, Maguire, Shaw, Telles, Tuanzebe, Wan-Bissaka, Williams - Amad, Fernandes, Fred, James, Mata, Matic, McTominay, Shoretire - Greenwood, Martial, Rashford. Leikur Real Sociedad og Manchester United hefst klukkan 17.55 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Leikur Wolfsburg og Tottenham hefst á sama tíma og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Síðar í kvöld, kl. 20, er leikur Benfica og Arsenal í beinni á Stöð 2 Sport 4, og leikur Antwerpen og Rangers á Stöð 2 Sport 2. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Fleiri fréttir Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti