Lífið

Þykir ó­við­eig­andi að stytta verði reist af sér

Sylvía Hall skrifar
Dolly Parton.
Dolly Parton. Getty/John Lamparski

Söngkonan Dolly Parton hefur biðlað til ríkisþingsins í Tennessee að fresta áformum um að reisa styttu af sér. Til stóð að stytta af söngkonunni myndi rísa nærri þinghúsinu til þess að heiðra framlag hennar til ríkisins.

Parton hefur látið gott af sér leiða í kórónuveirufaraldrinum og vakti það mikla athygli þegar hún gaf eina milljón dollara, sem samsvarar um 130 milljónu íslenskra króna, til til rannsóknarmiðstöðvar Vanderbilt-háskólans í Nashville. Miðstöðin lék stórt hlutverk í rannsóknum og þróun bóluefnis bandaríska lyfjafyrirtækisins Moderna gegn kórónuveirunni.

Á Twitter-síðu sinni í kvöld sagði söngkonan það vera mikinn heiður að frumvarp um fyrirhugaða styttu hefði verið lagt fram, en henni þætti óviðeigandi að draga athyglina að sér í ljósi alls þess sem gengi nú á í heiminum.

„Ég vona samt að eftir einhver ár, jafnvel eftir minn tíma, að ykkur finnist ég enn eiga það skilið og þá mun ég standa stolt við okkar stórkostlega þinghús sem stoltur íbúi Tennessee,“ skrifar Parton. Þangað til ætli hún að halda áfram að reyna að láta gott af sér leiða í þágu ríkisins.

Parton greindi frá því fyrr í mánuðinum að hún hefði í tvígang hafnað frelsisorðu forseta Bandaríkjanna frá Donald Trump, fyrrverandi forseta. Hún hafi ekki tekið við henni þar sem eiginmaður hennar var veikur og hún gat ekki ferðast sökum kórónuveirufaraldursins.


Tengdar fréttir

„Mig langaði bara að gera góðverk“

Tónlistarkonan Dolly Parton segir að hún hafi einfaldlega viljað láta gott af sér leiða með fjárframlagi sínu til rannsóknarmiðstöðvar Vanderbilt-háskólans.

„Mig langaði bara að gera góðverk“

Tónlistarkonan Dolly Parton segir að hún hafi einfaldlega viljað láta gott af sér leiða með fjárframlagi sínu til rannsóknarmiðstöðvar Vanderbilt-háskólans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.