Einkarekin heilsugæsla Guðbrandur Einarsson skrifar 19. febrúar 2021 07:01 Heilbrigðisþjónusta á Suðurnesjum hefur mikið verið til umræðu og nýverið birtist niðurstaða úr þjónustukönnun sem sýndi að íbúar á Suðurnesjum bera ekki mikið traust til þeirrar heilbrigðisþjónustu sem þeim er boðið upp á. Oft snúast umræður stjórnmálanna meira um form en innihald og oft gerist það því miður að hlutirnir tefjast vegna deilna um slíkt. Nú er deilt um fyrirkomulag heilbrigðisþjónustu á Suðurnesjum, þ.e. hvort opinberir aðilar eigi að veita þessa þjónustu eða hvort heimila eigi heibrigðisþjónustu í einkarekstri. Á höfðuðborgarsvæðinu hefur einkarekstur verið til staðar um árabil og af nítján heilsugæslum höfuðborgarsvæðisins eru fjórar einkareknar. Fjárframlög hafa síðan fylgt sjúklingi sem hefur haft val um hvar hann staðsetur sig. Ánægja með einkareknar heilsugæslustöðvar Skv. ánægjukönnun sem gerð var af Sjúkratryggingum Íslands kom í ljós að einkareknar heilsugæslustöðvar stóðu hinum síst að sporði. Niðurstaðan í topp 5 var þessi: Einkarekin Einkarekin Opinber Opinber Einkarekin Það er því ljóst að þeir sem þyggja þjónustu hjá einkareknum heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu eru mjög ánægðir með þá þjónustu sem þeim er veitt. Opinber heilsugæsla og einkarekin virðast geta þrifist ágætlega hlið við hlið á höfuðborgarsvæðinu og af hverju ætti það ekki að eiga við um aðra landshluta? Það liggur nú fyrir að fjármagn hefur fengist til að hefja undirbúning að byggingu nýrrar heilsugæslustöðvar. Það verkefni mun að líkum lætur taka nokkur ár ef ég þekki opinbera stjórnsýslu rétt. Á sama tíma berast fregnir af áhugasömum aðilum sem vilja og telja sig geta hafið rekstur einkarekinnar heilsugæslustöðvar og fengið til starfa lækna á slíka stöð. Íbúar sitji við sama borð Margir þeirra sem telja sig eiga einkarétt á hugtakinu „jafnaðarmennska“ virðast sjá þessu allt til foráttu. Að minni hyggju er þá verið að horfa meira á formið en innihaldið. Ég tel hins vegar að ekki sé eftir neinu að bíða. Þetta hefur verið fullreynt á höfuðborgarsvæðinu og gefist vel og ég tel mig vera það mikinn jafnaðarmann að ég vil gera þá réttlátu kröfu að landsbyggðin sitji við sama borð og höfuðborgarsvæðið þegar horft er til þeirrar grunnheilbrigðisþjónustu sem íbúum þessa lands er veitt. Höfundur er forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Skoðun: Kosningar 2021 Heilsugæsla Reykjanesbær Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Heilbrigðisþjónusta á Suðurnesjum hefur mikið verið til umræðu og nýverið birtist niðurstaða úr þjónustukönnun sem sýndi að íbúar á Suðurnesjum bera ekki mikið traust til þeirrar heilbrigðisþjónustu sem þeim er boðið upp á. Oft snúast umræður stjórnmálanna meira um form en innihald og oft gerist það því miður að hlutirnir tefjast vegna deilna um slíkt. Nú er deilt um fyrirkomulag heilbrigðisþjónustu á Suðurnesjum, þ.e. hvort opinberir aðilar eigi að veita þessa þjónustu eða hvort heimila eigi heibrigðisþjónustu í einkarekstri. Á höfðuðborgarsvæðinu hefur einkarekstur verið til staðar um árabil og af nítján heilsugæslum höfuðborgarsvæðisins eru fjórar einkareknar. Fjárframlög hafa síðan fylgt sjúklingi sem hefur haft val um hvar hann staðsetur sig. Ánægja með einkareknar heilsugæslustöðvar Skv. ánægjukönnun sem gerð var af Sjúkratryggingum Íslands kom í ljós að einkareknar heilsugæslustöðvar stóðu hinum síst að sporði. Niðurstaðan í topp 5 var þessi: Einkarekin Einkarekin Opinber Opinber Einkarekin Það er því ljóst að þeir sem þyggja þjónustu hjá einkareknum heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu eru mjög ánægðir með þá þjónustu sem þeim er veitt. Opinber heilsugæsla og einkarekin virðast geta þrifist ágætlega hlið við hlið á höfuðborgarsvæðinu og af hverju ætti það ekki að eiga við um aðra landshluta? Það liggur nú fyrir að fjármagn hefur fengist til að hefja undirbúning að byggingu nýrrar heilsugæslustöðvar. Það verkefni mun að líkum lætur taka nokkur ár ef ég þekki opinbera stjórnsýslu rétt. Á sama tíma berast fregnir af áhugasömum aðilum sem vilja og telja sig geta hafið rekstur einkarekinnar heilsugæslustöðvar og fengið til starfa lækna á slíka stöð. Íbúar sitji við sama borð Margir þeirra sem telja sig eiga einkarétt á hugtakinu „jafnaðarmennska“ virðast sjá þessu allt til foráttu. Að minni hyggju er þá verið að horfa meira á formið en innihaldið. Ég tel hins vegar að ekki sé eftir neinu að bíða. Þetta hefur verið fullreynt á höfuðborgarsvæðinu og gefist vel og ég tel mig vera það mikinn jafnaðarmann að ég vil gera þá réttlátu kröfu að landsbyggðin sitji við sama borð og höfuðborgarsvæðið þegar horft er til þeirrar grunnheilbrigðisþjónustu sem íbúum þessa lands er veitt. Höfundur er forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar