Einkarekin heilsugæsla Guðbrandur Einarsson skrifar 19. febrúar 2021 07:01 Heilbrigðisþjónusta á Suðurnesjum hefur mikið verið til umræðu og nýverið birtist niðurstaða úr þjónustukönnun sem sýndi að íbúar á Suðurnesjum bera ekki mikið traust til þeirrar heilbrigðisþjónustu sem þeim er boðið upp á. Oft snúast umræður stjórnmálanna meira um form en innihald og oft gerist það því miður að hlutirnir tefjast vegna deilna um slíkt. Nú er deilt um fyrirkomulag heilbrigðisþjónustu á Suðurnesjum, þ.e. hvort opinberir aðilar eigi að veita þessa þjónustu eða hvort heimila eigi heibrigðisþjónustu í einkarekstri. Á höfðuðborgarsvæðinu hefur einkarekstur verið til staðar um árabil og af nítján heilsugæslum höfuðborgarsvæðisins eru fjórar einkareknar. Fjárframlög hafa síðan fylgt sjúklingi sem hefur haft val um hvar hann staðsetur sig. Ánægja með einkareknar heilsugæslustöðvar Skv. ánægjukönnun sem gerð var af Sjúkratryggingum Íslands kom í ljós að einkareknar heilsugæslustöðvar stóðu hinum síst að sporði. Niðurstaðan í topp 5 var þessi: Einkarekin Einkarekin Opinber Opinber Einkarekin Það er því ljóst að þeir sem þyggja þjónustu hjá einkareknum heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu eru mjög ánægðir með þá þjónustu sem þeim er veitt. Opinber heilsugæsla og einkarekin virðast geta þrifist ágætlega hlið við hlið á höfuðborgarsvæðinu og af hverju ætti það ekki að eiga við um aðra landshluta? Það liggur nú fyrir að fjármagn hefur fengist til að hefja undirbúning að byggingu nýrrar heilsugæslustöðvar. Það verkefni mun að líkum lætur taka nokkur ár ef ég þekki opinbera stjórnsýslu rétt. Á sama tíma berast fregnir af áhugasömum aðilum sem vilja og telja sig geta hafið rekstur einkarekinnar heilsugæslustöðvar og fengið til starfa lækna á slíka stöð. Íbúar sitji við sama borð Margir þeirra sem telja sig eiga einkarétt á hugtakinu „jafnaðarmennska“ virðast sjá þessu allt til foráttu. Að minni hyggju er þá verið að horfa meira á formið en innihaldið. Ég tel hins vegar að ekki sé eftir neinu að bíða. Þetta hefur verið fullreynt á höfuðborgarsvæðinu og gefist vel og ég tel mig vera það mikinn jafnaðarmann að ég vil gera þá réttlátu kröfu að landsbyggðin sitji við sama borð og höfuðborgarsvæðið þegar horft er til þeirrar grunnheilbrigðisþjónustu sem íbúum þessa lands er veitt. Höfundur er forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Skoðun: Kosningar 2021 Heilsugæsla Reykjanesbær Mest lesið Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Heilbrigðisþjónusta á Suðurnesjum hefur mikið verið til umræðu og nýverið birtist niðurstaða úr þjónustukönnun sem sýndi að íbúar á Suðurnesjum bera ekki mikið traust til þeirrar heilbrigðisþjónustu sem þeim er boðið upp á. Oft snúast umræður stjórnmálanna meira um form en innihald og oft gerist það því miður að hlutirnir tefjast vegna deilna um slíkt. Nú er deilt um fyrirkomulag heilbrigðisþjónustu á Suðurnesjum, þ.e. hvort opinberir aðilar eigi að veita þessa þjónustu eða hvort heimila eigi heibrigðisþjónustu í einkarekstri. Á höfðuðborgarsvæðinu hefur einkarekstur verið til staðar um árabil og af nítján heilsugæslum höfuðborgarsvæðisins eru fjórar einkareknar. Fjárframlög hafa síðan fylgt sjúklingi sem hefur haft val um hvar hann staðsetur sig. Ánægja með einkareknar heilsugæslustöðvar Skv. ánægjukönnun sem gerð var af Sjúkratryggingum Íslands kom í ljós að einkareknar heilsugæslustöðvar stóðu hinum síst að sporði. Niðurstaðan í topp 5 var þessi: Einkarekin Einkarekin Opinber Opinber Einkarekin Það er því ljóst að þeir sem þyggja þjónustu hjá einkareknum heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu eru mjög ánægðir með þá þjónustu sem þeim er veitt. Opinber heilsugæsla og einkarekin virðast geta þrifist ágætlega hlið við hlið á höfuðborgarsvæðinu og af hverju ætti það ekki að eiga við um aðra landshluta? Það liggur nú fyrir að fjármagn hefur fengist til að hefja undirbúning að byggingu nýrrar heilsugæslustöðvar. Það verkefni mun að líkum lætur taka nokkur ár ef ég þekki opinbera stjórnsýslu rétt. Á sama tíma berast fregnir af áhugasömum aðilum sem vilja og telja sig geta hafið rekstur einkarekinnar heilsugæslustöðvar og fengið til starfa lækna á slíka stöð. Íbúar sitji við sama borð Margir þeirra sem telja sig eiga einkarétt á hugtakinu „jafnaðarmennska“ virðast sjá þessu allt til foráttu. Að minni hyggju er þá verið að horfa meira á formið en innihaldið. Ég tel hins vegar að ekki sé eftir neinu að bíða. Þetta hefur verið fullreynt á höfuðborgarsvæðinu og gefist vel og ég tel mig vera það mikinn jafnaðarmann að ég vil gera þá réttlátu kröfu að landsbyggðin sitji við sama borð og höfuðborgarsvæðið þegar horft er til þeirrar grunnheilbrigðisþjónustu sem íbúum þessa lands er veitt. Höfundur er forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar