Það eru ekki dýrin sem eru skepnur, heldur mennirnir! Ole Anton Bieltvedt skrifar 19. febrúar 2021 14:01 Síðla sumars í fyrra kom upp COVID-smit á Hótel Rangá, þar sem ráðherrar höfðu fundað. Þurfti því að skima þá, en ekki náðist í utanríkisráðherra. Eftirgrennslan leiddi í ljós, að ráðherrann var í fríi á Austurlandi, þar sem hann var við hreindýraveiðar, sér til dægradvalar og skemmtunar - að drepa eitt hreindýr að gamni sínu - því varla voru þarfir til drápsins til staðar hjá ráðherranum. Það kom líka í ljós, að með í förum var aðstoðarmaður félags-málaráðherra. Virðist sá hálfgerður atvinnumaður í hreindýradrápi, enda sýnir hann sig á Facebook með drepið dýr annars vegar og skotvopn vígalegt hins vegar, glaðbeittur og skælbrosandi; að því er virðist einn þeirra, sem telja sig hetju, ef þeir geta drepið saklaust og varnarlaust dýrið, úr langri fjarlægð, með hljóðdeyfðum riffli. Miklar hetjur það. Ef þeir þá hitta dýrið, en særa það ekki aðeins, til þess eins, að það kveljist og þjáist, kannske í vikur eða mánuði – e.t.v. kom skot í höfuð eða trýni og gerði dýrinu ókleyft éta, kannske lenti skot í fæti, þannig, að dýrið varð að bjargast, jafn lengi og slíkt gengur, á þremur fótum - en af þeim hreindýrum, sem felld voru sumarið 2018, höfðu 33 dýr verið skotin og limlest áður, en tórðu, misilla á sig komin, og lentu svo í annari árás og voru endanlega drepin það sumar. Nefna má hér, að aðstoðarmaður félagsmálaráðherra er í Félagi leiðsögumanna með hreindýraveiðum, en það félag var einmitt að mæla sterklega með því, að veiðar hreindýra með boga og örvum verði leyfðar. Undirrituðum verður stundum hugsað til þess, að það eru ekki dýrin, sem eru skepnur, heldur mennirnir. Önnur eins hugmynd og annað eins stefnumál; að murka líftóruna úr hreindýrum með boga og örvum. Illskiljanlegur blóðþorsti og grimmd gagnvart saklausum og varnarlausum dýrum! Ónáttúra og skepnuskapur! Hví er um þetta fjallað hér og nú!? Í janúar í fyrra héldu Matvælastofnun, Umhverfisstofnun, umhverfisráðuneytið og Náttúrustofa Austurlands fund, þar sem þau tilmæli lágu fyrir, að mylkar hreindýrakýr yrðu ekki felldar frá kálfum sínum. Þar sem hreinkýr eru mjólkandi í minnst 5 mánuði og hreinkálfar fæðast um mánaðamótin maí/júní, hefði þessi stefnumörkun átta að þýða, að kúaveiðar hefðu ekki mátt hefjast fyrr en 1. nóvember, þegar kálfar eru 5 mánaða. Á þeim tíma hefði fengitími hreindýra, sem er í október, líka komið inn í þetta ferli, en á fengitíma losnar nokkuð um tengsl hreinmóður og kálfs, sem hefði gert kálfum móðurmissirinn nokkru bærilegri, þó að móðir og kálfur séu áfram nátengd og fylgist að fram á næsta vor, ef bæði lifa. Ofangreind tilmæli, frá janúar 2020, voru því okkur, Jarðarvinum, mjög að skapi, en við höfum verið að berjast fyrir því, að griðatími hreinkálfa yrði lengdur, en fram til þessa hafði dráp á kúm verið leyft og stundað frá 1. ágúst. Þetta þýðir auðvitað, að kálfaskinnin standa rétt í fæturna, þegar mæðurnar eru drepnar frá þeim, og, að þeir standa þá eftir mjólkurlausir, leiðsagnarlausir og verndarlausir. Hvernig er tilfinningarlíf og siðferði og hver er sjálfsvirðing veiðimanna? Hugmynd stjórnvalda, frá janúar 2020, um griðatíma kálfa til 1. nóvember hefði því verið mikið framfaraspor fyrir blessaða kálfana. Þeir hefðu haldið mæðrum sínum í minnst 5 mánuði í stað 2ja. En, hvað gerist!? Fylgdi umhverfisráðherra, sem á að vera grænn, nú varaformaður Vinstri grænna, þessari línu um lengdan griðatíma og meiri mannúð!? Nei, aldeilis ekki! Í millitíðinni komu auðvitað veiðimenn, sem munu vera um 10.000 í þessu landi - þar af sækjast um 3-4.000 veiðimenn eftir gleðinni af því að fá að drepa saklaus og varnarlaus hreindýrin -svo og bandamenn þeirra að málinu og höfðu saman greinilega síðasta orðið. Eins og fram kom í byrjun þessa máls, eru margir veiðimenn háttsettir í þjóðfélaginu, svokallaðir hvítflibbar, efna- og áhrifamenn, enda kostar þessi drápsskemmtun mikla fjármuni, sem lægra settir ráða vart við, og er umhverfisráðherra - sem á að vera grænn, en virðist því miður í reynd grár og gugginn - engin fyrirstaða fyrir blóðþyrsta veiðimenn og Skotvís. Gegn þessu ofurefli veiðimanna, utanríkisráðherra og aðstoðarmaður félagsmálaráðherra - beint eða óbeint - meðtaldir, beygði umhverfisráðherra sig svo í duftið og úrskurðaði: Hreindýr má áfram fella frá og með 1. ágúst (þegar yngstu hreinkálfar eru 8 vikna), en nú er þeim tilmælum beint til veiðimanna og leiðsögumanna þeirra, að þeir drepi mest geldar kýr fram til 15. ágúst. Þetta er auðvitað helber skrípaleikur, því hreindýr eru hjarðdýr og geldar kýr ekki nema 10-15% af kúahópnum og nánast ómögulegt að greina þær frá hinum kúnum, munur nánast enginn, nema helzt á júgrum, en hvernig á að sjá hann úr 200-300m fjarlægð? Þessi ljóta leikur heldur því áfram, líka nú í ár; sami skammarlegi skrípa-leikurinn. Í haust eru kosningar. Allir hugsandi menn, ekki sízt þeir, sem láta sér annt um dýr, umhverfi og náttúru - lífríki þessarar einu jarðar, sem við eigum - ættu að skoða frambjóðendur vel; kynna sér, hvað leynist á bak við breitt brosið og fögur orð, hvern mann þeir hafa í reynd að geyma, áður en kosið er. Höfundur er stofnanndi og formaður dýra-, náttúru- og umhverfisverndarsamtakanna Jarðarvina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Skotveiði Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Síðla sumars í fyrra kom upp COVID-smit á Hótel Rangá, þar sem ráðherrar höfðu fundað. Þurfti því að skima þá, en ekki náðist í utanríkisráðherra. Eftirgrennslan leiddi í ljós, að ráðherrann var í fríi á Austurlandi, þar sem hann var við hreindýraveiðar, sér til dægradvalar og skemmtunar - að drepa eitt hreindýr að gamni sínu - því varla voru þarfir til drápsins til staðar hjá ráðherranum. Það kom líka í ljós, að með í förum var aðstoðarmaður félags-málaráðherra. Virðist sá hálfgerður atvinnumaður í hreindýradrápi, enda sýnir hann sig á Facebook með drepið dýr annars vegar og skotvopn vígalegt hins vegar, glaðbeittur og skælbrosandi; að því er virðist einn þeirra, sem telja sig hetju, ef þeir geta drepið saklaust og varnarlaust dýrið, úr langri fjarlægð, með hljóðdeyfðum riffli. Miklar hetjur það. Ef þeir þá hitta dýrið, en særa það ekki aðeins, til þess eins, að það kveljist og þjáist, kannske í vikur eða mánuði – e.t.v. kom skot í höfuð eða trýni og gerði dýrinu ókleyft éta, kannske lenti skot í fæti, þannig, að dýrið varð að bjargast, jafn lengi og slíkt gengur, á þremur fótum - en af þeim hreindýrum, sem felld voru sumarið 2018, höfðu 33 dýr verið skotin og limlest áður, en tórðu, misilla á sig komin, og lentu svo í annari árás og voru endanlega drepin það sumar. Nefna má hér, að aðstoðarmaður félagsmálaráðherra er í Félagi leiðsögumanna með hreindýraveiðum, en það félag var einmitt að mæla sterklega með því, að veiðar hreindýra með boga og örvum verði leyfðar. Undirrituðum verður stundum hugsað til þess, að það eru ekki dýrin, sem eru skepnur, heldur mennirnir. Önnur eins hugmynd og annað eins stefnumál; að murka líftóruna úr hreindýrum með boga og örvum. Illskiljanlegur blóðþorsti og grimmd gagnvart saklausum og varnarlausum dýrum! Ónáttúra og skepnuskapur! Hví er um þetta fjallað hér og nú!? Í janúar í fyrra héldu Matvælastofnun, Umhverfisstofnun, umhverfisráðuneytið og Náttúrustofa Austurlands fund, þar sem þau tilmæli lágu fyrir, að mylkar hreindýrakýr yrðu ekki felldar frá kálfum sínum. Þar sem hreinkýr eru mjólkandi í minnst 5 mánuði og hreinkálfar fæðast um mánaðamótin maí/júní, hefði þessi stefnumörkun átta að þýða, að kúaveiðar hefðu ekki mátt hefjast fyrr en 1. nóvember, þegar kálfar eru 5 mánaða. Á þeim tíma hefði fengitími hreindýra, sem er í október, líka komið inn í þetta ferli, en á fengitíma losnar nokkuð um tengsl hreinmóður og kálfs, sem hefði gert kálfum móðurmissirinn nokkru bærilegri, þó að móðir og kálfur séu áfram nátengd og fylgist að fram á næsta vor, ef bæði lifa. Ofangreind tilmæli, frá janúar 2020, voru því okkur, Jarðarvinum, mjög að skapi, en við höfum verið að berjast fyrir því, að griðatími hreinkálfa yrði lengdur, en fram til þessa hafði dráp á kúm verið leyft og stundað frá 1. ágúst. Þetta þýðir auðvitað, að kálfaskinnin standa rétt í fæturna, þegar mæðurnar eru drepnar frá þeim, og, að þeir standa þá eftir mjólkurlausir, leiðsagnarlausir og verndarlausir. Hvernig er tilfinningarlíf og siðferði og hver er sjálfsvirðing veiðimanna? Hugmynd stjórnvalda, frá janúar 2020, um griðatíma kálfa til 1. nóvember hefði því verið mikið framfaraspor fyrir blessaða kálfana. Þeir hefðu haldið mæðrum sínum í minnst 5 mánuði í stað 2ja. En, hvað gerist!? Fylgdi umhverfisráðherra, sem á að vera grænn, nú varaformaður Vinstri grænna, þessari línu um lengdan griðatíma og meiri mannúð!? Nei, aldeilis ekki! Í millitíðinni komu auðvitað veiðimenn, sem munu vera um 10.000 í þessu landi - þar af sækjast um 3-4.000 veiðimenn eftir gleðinni af því að fá að drepa saklaus og varnarlaus hreindýrin -svo og bandamenn þeirra að málinu og höfðu saman greinilega síðasta orðið. Eins og fram kom í byrjun þessa máls, eru margir veiðimenn háttsettir í þjóðfélaginu, svokallaðir hvítflibbar, efna- og áhrifamenn, enda kostar þessi drápsskemmtun mikla fjármuni, sem lægra settir ráða vart við, og er umhverfisráðherra - sem á að vera grænn, en virðist því miður í reynd grár og gugginn - engin fyrirstaða fyrir blóðþyrsta veiðimenn og Skotvís. Gegn þessu ofurefli veiðimanna, utanríkisráðherra og aðstoðarmaður félagsmálaráðherra - beint eða óbeint - meðtaldir, beygði umhverfisráðherra sig svo í duftið og úrskurðaði: Hreindýr má áfram fella frá og með 1. ágúst (þegar yngstu hreinkálfar eru 8 vikna), en nú er þeim tilmælum beint til veiðimanna og leiðsögumanna þeirra, að þeir drepi mest geldar kýr fram til 15. ágúst. Þetta er auðvitað helber skrípaleikur, því hreindýr eru hjarðdýr og geldar kýr ekki nema 10-15% af kúahópnum og nánast ómögulegt að greina þær frá hinum kúnum, munur nánast enginn, nema helzt á júgrum, en hvernig á að sjá hann úr 200-300m fjarlægð? Þessi ljóta leikur heldur því áfram, líka nú í ár; sami skammarlegi skrípa-leikurinn. Í haust eru kosningar. Allir hugsandi menn, ekki sízt þeir, sem láta sér annt um dýr, umhverfi og náttúru - lífríki þessarar einu jarðar, sem við eigum - ættu að skoða frambjóðendur vel; kynna sér, hvað leynist á bak við breitt brosið og fögur orð, hvern mann þeir hafa í reynd að geyma, áður en kosið er. Höfundur er stofnanndi og formaður dýra-, náttúru- og umhverfisverndarsamtakanna Jarðarvina.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun